Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 23

Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 14. ágúst 2021 Hartmann hefur stundað hjólreiðar markvisst í nokkur ár en hnévandamál hafa sett strik í reikninginn. Hann fann mikinn mun eftir að hann byrjaði að taka inn Active Joints. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON Getur loks hjólað án óþæginda Hartmann Kristinn Guðmundsson er rúmlega sextugur hjólreiðakappi sem hefur verið að glíma við liðverki og gigt. Hann segir verkina hafa stórlagast eftir að hann fór að taka inn Active Joints frá Eylíf, bætiefni úr náttúrulegum innihaldsefnum úr íslenskri náttúru. 2 Ljúffeng og matarmikil súpa sem hentar jafnt á sumar- og vetrarkvöldi. starri@frettabladid.is Íslenskt spergilkál kom nýlega í verslanir, sem er fagnaðarefni. Hér er uppskrift af gómsætri súpu sem inniheldur meðal annars spergil- kál, kartöflur, gulrætur og cheddar ost. 1/4 bolli smjör 1 laukur, saxaður smátt 2 meðalstórar gulrætur, saxaðar smátt 1 msk. smátt saxaður hvítlaukur 1/4 bolli hveiti 4 bollar grænmetissoð (t.d. teningur og vatn) 1 bolli mjólk 2-3 stórar kartöflur, skrældar og skornar í litla teninga 450 g spergilkál, skorið í hæfilega munnbita 2 bollar rifinn cheddar ostur Salt og pipar Aðferð Afhýðið kartöflur og gulrætur og skerið í litla bita. Saxið lauk og hvítlauk smátt. Skerið spergilkál í litla munnbita. Bræðið smjör í potti og steikið við meðalhita gul- rætur og lauk þar til hvort tveggja er mjúkt. Bætið næst út í hvít- lauknum og steikið í um mínútu. Næst fer hveitið út í ásamt græn- metissoðinu og mjólkinni. Hrærið vel saman. Kartöflubitarnir fara næst út í. Hrærið saman og sjóðið við vægan hita í fimm mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Bætið svo spergilkálinu út í og sjóðið við vægan hita í um tíu mínútur eða þar til kartöflubit- arnir eru mjúkir. Takið pottinn af hellunni og bætið ostinum út í. Áður en súpan er borin fram er gott að strá smá rifnum cheddar osti yfir og smá pipar. ■ Spergilkál í súpuna Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is NÝR MIÐI! Þú getur unnið fjórum sinnum! Finndu fé og vinndu fé!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.