Fréttablaðið - 14.08.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 14.08.2021, Síða 38
 BYGG býður þér til starfa Uppsláttarsmiðir Óskað er eftir vönum uppsláttarsmiðum í uppmælingu, næg verkefni framundan. Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310 – gunnar@bygg.is BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR HEILSUGÆSLAN SELTJARNARNESI OG VESTURBÆ Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2021. Nánari upplýsingar veitir Emilía Petra Jóhannsdóttir - emilia.p.johannsdottir@heilsugaeslan.is - 513 6100. SJÁ NÁNAR Á WWW.HEILSUGAESLAN.IS UNDIR LAUS STÖRF OG Á WWW.STARFATORG.IS HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Megin starfssvið hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslu er mjög fjölbreytt. Starfssvið í móttöku er mjög víðtækt, allt frá símaráðgjöf til bráða- þjónustu. Hjúkrunarmóttakan sinnir fólki á öllum aldri og skiptist í opna móttöku, bókaða móttöku og símaráðgjöf. Einnig er boðið upp á lífsstíls- og sykursýkisráðgjöf. Íslenskt hjúkrunarleyfi Reynsla af skóla- og/eða heilsugæsluhjúkrun æskileg Reynsla af fjölskylduhjúkrun æskileg Áhugi og vilji til að vinna með börnum og fjölskyldum Þekking á forvarnar- og heilsueflingarstarfi Færni í fyrirlestrahaldi Þekking á réttindum barna Sjálfstæði í starfi, skiplagningarhæfni og öguð vinnubrögð Reynsla og áhugi á teymisvinnu Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta HÆFNISKRÖFUR Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 100% starf við hjúkrunarmóttöku, skólaheilsugæslu, ung- og smábarnavernd og heilsueflandi móttöku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. október næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Lögfræðingur Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni ráða í starf lögfræðings. Starfið felur einkum í sér athugun og grein­ ingu á málum sem eru til meðferðar hjá umboðs manni og samskipti þeim tengd. Í því felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álita­ efni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu umboðs manns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra sem leita til embættisins. Leitað er að lögfræðingi með embættis­ eða meistarapróf í greininni. Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði. Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á íslensku. Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í einu Norðurlandamáli. Um er að ræða krefjandi starf á sviði lög­ fræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur geti unnið sjálfstætt að greiningu og úr­ lausn lögfræðilegra álita efna, séu skipu ­ lagðir og hafi gott vald á aðferðafræði lögfræð innar. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum. Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar hæfnis kröfur eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer eftir kjara­ samningi og nánara samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfs feril og önnur atriði skal senda á net­ fangið postur@umbodsmadur.is eða á skrif stofu umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templara­ sundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn. Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í sam ræmi við framangreint og að staðfesting um nám fylgi. Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700. Erum við að leita að þér? 12 ATVINNUBLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.