Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 42

Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 42
Starfshlutfall er 80-100%. Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn Auðunsson - sveinbjorn.audunsson@heilsugaeslan.is - 513-5600 SJÁ NÁNAR Á WWW.HEILSUGAESLAN.IS UNDIR LAUS STÖRF OG Á WWW.STARFATORG.IS HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ Starfssvið heilsugæslulæknis er víðtækt og felst m.a. í almennum lækningum, heilsuvernd og síðdegisvakt. Heilsugæslulæknir er virkur þátttakandi í þróun og upp- byggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi. Um er að ræða spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Starfssvið læknis á heilsugæslu er m.a.: Almennar lækn- ingar - Heilsuvernd - Vaktþjónusta - Þjálfun unglækna - Þverfagleg teymisvinna - Þátttaka í þróun starfseminnar og gæðastarfi. Laust er til umsóknar 80-100% ótímabundin staða sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Grafarvogi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september nk. eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Heilsugæslan Grafarvogi er staðsett í nýlegu húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og riturum. Heilsugæslan Grafarvogi er hverfisstöð og er fyrst og fremst ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru einnig starfrækt tvö geðheilsuteymi á vegum HH. Þessi ánægjulega sambúð með geðteymunum gerir stöðina félagslega og fræðilega að einkar áhugaverðum vinnustað. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnustaða almenns læknis. SÉRFRÆÐINGUR Í HEIMILISLÆKNINGUM HEILSUGÆSLAN GRAFARVOGI Íslenskt lækningaleyfi Sérfræðimenntun í heimilislækningum æskileg Reynsla af klínískum kennslustörfum og teymisvinnu æskileg Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð Góð hæfni í mannlegum samskiptum Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki Góð almenn tölvukunnátta Íslenskukunnátta skilyrði Góð enskukunnátta HÆFNISKRÖFUR FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf, vísinda- og rannsóknarstörf. Í boði er handleiðsla og kennsla innan stöðvar sem nýtast svo ef viðkomandi hyggur á sérnám í heilsugæslulækningum. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Þroskaþjálfi / Iðjuþjálfi Laus er til umsóknar 70-100% staða þroskaþjálfa/iðjuþjálfa. Staðan er laus strax eða samkvæmt nánara samkomulagi. Hlein er heimili sjö fatlaðra einstaklinga sem hafa fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa. Hlutverk þroskaþjálfa/iðjuþjálfa er að stýra vinnustofu íbúanna og jafnframt mun viðkomandi starfa sem aðstoðarforstöðumaður heimilisins. Vaktaskylda mun að einhverju leyti hvíla á viðkomandi. Hlein er rekið af Reykjalundi. Við leitum að starfsmanni með framúrskarandi samskipta- leiðtoga- og skipulagshæfni. Viðkomandi þarf að vera með íslenskt starfsleyfi. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands/Iðjuþjálfafélags Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Þroskaþjálfafélags Íslands/Iðjuþjálfa- félags Íslands og Reykjalundar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anný Lára Emilsdóttir forstöðumaður á Hlein í síma 585-2091 eða í gegnum netfangi annylara@reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585-2143 eða í gegnum netfangið gudbjorg@reykjalundur.is Umsóknarfrestur er til 29. ágúst 2021 Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni www.reykjalundur.is Reykjalundur endurhæfing ehf. Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Erum við að leita að þér? 16 ATVINNUBLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.