Fréttablaðið - 14.08.2021, Qupperneq 45
Menningar- og ferðamálasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og
að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Listasafn Reykjavíkur auglýsir stöður móttökustjóra og móttökufulltrúa
Um er að ræða 70-80% störf á vöktum.
Leitað er að hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingum til starfa í kraftmiklum starfshópi.
Móttökustjórar og móttökufulltrúar sinna daglegu starfi í móttökum, safnverslunum og við gæslu listaverka í sýningarsölum
safnsins. Starfsmenn í móttöku miðla upplýsingum um sýningar til gesta safnsins. Viðkomandi þurfa að eiga gott með að tjá sig
við ýmsar aðstæður við fólk á öllum aldri með ólíkan menningarlegan bakgrunn.
Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og
öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna. Safnið er til húsa
á þremur stöðum í Reykjavík: í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Starfsmenn skulu geta sinnt starfinu í öllum
safnhúsum Listasafns Reykjavíkur.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst
Nánari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurborgar; https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf og hjá þjónustustjóra
Listasafns Reykjavíkur Marteini Tausen í síma 4116400 eða marteinn.tausen hjá reykjavík.is
www.ruv.is
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla.
Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti,
segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Við leitum að fólki sem
vill vera hluti af mikilvægu starfi á skapandi og líflegum vinnustað.
Teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu
Pródúsent
Umsóknum skal skilað á vef RÚV,
www.ruv.is/storf, þar er einnig að finna
nánari upplýsingar um störfin.
Við leitum að hugmyndaríkum teymisstjóra til að hafa umsjón með þjónustu RÚV við
börn og ungmenni, þvert á miðla. Markmið starfsins er að leiða þróun vandaðs innlends
dagskrárefnis fyrir börn og unglinga með fjölbreyttri og ferskri nálgun sem höfðar sterkt
til þessa mikilvæga hóps.
Teymisstjórinn leiðir faghóp RÚV um barna- og ungmennaþjónustu, mótar stefnu um
þjónustuna til framtíðar og ber ábyrgð á að samhæfa innkaup, gerð og miðlun barnaefnis.
Starfið heyrir undir dagskrárstjóra sjónvarps en felur í sér samstarf við dagskrárstjóra
allra miðla.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2021
Við leitum að pródúsent á fréttastofu RÚV. Fréttapródúsent er framleiðslu- og
útsendingarstjóri fréttastofu. Brennandi áhugi á fréttum og góð þekking og reynsla
af myndvinnslu fyrir sjónvarp nauðsynleg.
Ráðið verður í starfið til eins árs með möguleika á framlengingu.
Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2021.
Við hvetjum áhugasöm til að sækja um
störfin, óháð kyni, uppruna, fötlun eða
skertri starfsgetu.
Þátttakandi
í íslensku
atvinnulífi
í 50 ár