Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2021, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 14.08.2021, Qupperneq 56
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Áslaug Hulda Jónsdóttir er Garðbæingur í húð og hár og er stolt af bænum sínum. Hún er stjórnandi hjá endur- vinnslufyrirtækinu Pure North Recycling ásamt því að vera forseti bæjarráðs Garðabæjar. Áslaug Hulda er mörgum hæfi- leikum gædd og eitt af því sem hún nýtur sín hvað best í er elda- mennskan. Hún er mikill matgæð- ingur og veit fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi og snæða sælkeramáltíð þar sem gleðin er við völd. Sumrin eru svo sannar- lega hennar tími og kátína skín úr andliti hennar þegar hún er spurð út í sumarið. Skemmtilegast að vera í bústað Þegar hún er beðin um að segja eina setningu sem lýsir henni best á sumrin er hún fljót að svara. „Berfætt og brosandi í baðfötum og smá brunnin,“ segir Áslaug Hulda og hlær. Hvað heillar þig mest að gera þegar þú ert að ferðast innanlands, vera á hóteli, í sumarbústað eða hjólhýsi eða þess háttar gistingu? „Ég elska að ferðast um landið og vera úti í íslenskri náttúru. Við skipuleggjum veiðiferðir en aðrar ferðir eru meira spontant og háðar góðu veðri. Ég er samt voðalega heimakær og þarf oftast ekkert að fara mikið lengra en upp í Heið- mörk í góða göngu. Þegar ég er ekki heima finnst mér skemmtilegast að vera í sumarbústað með góðu fólki þar sem gott eldhús, grill og heitur pottur eru í aðalhlutverki. Ekki verra ef það er nálægt vatni, á eða við sjó.“ Nautakjötssalat í uppáhaldi Áslaug Hulda segir að matar- venjurnar breytist klárlega með árstíðunum. „Matseðillinn breytist á sumrin og í ár er engin breyting á því þrátt fyrir sólarleysið á suðvesturhorninu. Hægeldaðir lambaskankar og kröftugar haust- súpur víkja fyrir léttari réttum. Ég geri mikið af alls konar salati á sumrin með grilluðum kjúklingi eða nautakjöti, uppáhaldið mitt er nautakjötssalat. Síðan er fátt sem toppar kolagrillað kjöt. Með grillmatnum á sumrin erum við oft með chimichurri, heitt smjör Lambakórónur með mintu sem bráðna í munni Áslaug Hulda er mörgum hæfi- leikum gædd og eitt af því sem hún nýtur sín hvað best í er eldamennskan. Hún er mikill matgæðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR með kryddjurtum og hvítar kaldar sósur, hvílum þungu rjómasós- urnar. Risotto með til dæmis aspas og sjávarfangi er líka sumarlegt og gott.“ Skemmtilegt að smakka nýtt Einnig finnst Áslaugu Huldu spenn- andi að prófa eitthvað nýtt. „Maður dettur oft í það að elda mikið það sama, það er því alltaf skemmti- legt að fatta og smakka eitthvað nýtt. Nýjasta nýtt hjá mér er grillað lamb með dijon-sinnepi og ferskum kryddjurtum. Í upphafi sumars fórum við í ferðalag sem sameinaði nokkra ómissandi þætti fyrir sumarið; sumarbústað, góðan mat, fluguveiði og frábæran félagsskap. Í hópnum voru meistarakokkar, hjón, sem töfruðu fram ómótstæði- lega rétti. Einn af þeim var þetta lamb sem ég ætla að gefa ykkur uppskriftina af sem ég er nú þegar búin að gera oftar en einu sinni. Þar er mintan í stóru hlutverki en ég hef einmitt verið að nota hana mikið í alls kyns mat í sumar.“ Fær að sitja að pikknikk-teppinu Af því þú nefnir ferðalag í sumar- bústað og veiðiferðir, hvernig er það, áttu pikknikk-körfu og -tösku og pikknikk-teppi í stíl til að taka með? „Nei, en Inga Lind, vinkona mín, á sennilega huggulegustu pikk- nikkkörfu sem sögur fara af og teppi í stíl. Ég fæ oftast að sitja með henni á teppinu og njóta þess sem er í körfunni. Ég á hins vegar alls konar bakka og fötur sem ég nota mikið, bæði í garðinum heima og í ferðalögum. Það er nefnilega ekki nóg að matur bragðist vel, hann þarf líka að líta vel út. Við borðum nefnilega líka með augunum.“ Ertu til í að ljóstra upp þínu uppá- haldsnesti í dagsferðina? „Eins og ég elska að vesenast í eld- húsinu er ég lítil nestiskona. Í dags- ferðina tek ég með mér harðfisk og smjör og einn ískaldan, bjór getur líka verið hinn besti dósamatur. Flatkökur með miklu smjöri og hangikjöti klikka síðan aldrei.“ Ef þú værir að setja saman pikk- nikk í körfu, hvað væri á óskalist- anum? „Ég fer mjög sjaldan í pikknikk en happy-hour í veiði er sennilega systir pikknikk. Þegar ég set saman happy-hour finnst mér einfaldleik- inn skipta máli. Ekki of flókið eða of margar tegundir. Í vöðlum og sól er alvöru parmaskinka, aioli og baguette æðislegt kombó. Bitar af franskri súkkulaðiköku. Gott cava gerir allt betra. Í rigningu og roki er gott að grípa í djúsí roastbeef sam- loku og bjór, hraunbita til að loka maganum. Heiðarlegt og gott.“ Hvað er ómissandi að taka með í pikknikk? „Skemmtilegt fólk, það er örugg- lega hálfasnalegt að setja einn í pikknikk eða happy-hour – sama hversu huggulegar veitingarnar eru. Þetta er svona gaman, saman.“ Vöðlurnar uppáhaldsferðafötin Áslaug er með á hreinu hver hennar uppáhaldsferðaföt eru. „Uppá- haldsferðafötin mín eru vöðlurnar á sumrin og skíðabuxur um vetur. Annars ferðast ég í þægilegum fötum og á sumrin er ég yfirleitt í skóm sem ég er snögg að henda af mér því ég elska að vera berfætt. Sundbolurinn er svo alltaf með, konur þurfa að bleyta sporðinn. Það er eins með sumarið og lífið – við getum ekki bara beðið eftir því að eitthvað gerist, við verðum að taka ákvörðun, skipuleggja og koma okkur af stað, gera eitthvað skemmtilegt. Og auðvitað í anda þessa viðtals, borða eitthvað gott.“ Nautasalat að hætti Áslaugar Huldu Blanda saman nokkrum teg- undum af grænu salati og kreisti safann úr vænni appelsínu yfir. Paprika, gúrka, belgbaunir, rauð- laukur eða annað gott grænmeti fer líka með. Set svo fetaost ásamt olíu, líka gott að setja smá brie eða annan góðan ost. Grilla nauta- lund, læt standa og sker svo niður í sneiðar. Sneiðum dýft í Asian Duck Sauce og set yfir salatið. Stundum bæti ég við pönnu steiktum sveppum og/eða aspas. Yfir þetta fara síðan hnetur (nota oftast kasjú- og/eða furuhnetur), bláber og/eða önnur ber, spírur og ferska steinselju. Mintuhjúpaðar lambakórónur Lambakórónur, kryddaðar með SPG og sítrónupipar, grilla. Ekki fullelda, taka af grillinu, smyrja með hunangs-dijon-sinnepi og hjúpa með smáttsaxaðri mintu, steinselju og vorlauk. Hendið inn í heitan ofn í stutta stund. Borið fram með krydduðu kúskús, grænu salati og kaldri jógúrt- eða hvít- laukssósu. Muldar pistasíuhnetur fara yfir lambið áður en það er borið fram. ■ Happy hour í veiði er sennilega systir pikknikk og þá finnst mér einfald- leikinn skipta máli. Heiðarlegt og gott. Ég hef tekið sæbjúgna- hylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæg- inda. Það er algjör bylting. Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star, en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu inni- halda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín- verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin- seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim, en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgna- hylkjunum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgna- hylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 71 árs, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ ■ Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgnahylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar umbúðir eins og sjá má á myndinni. Sæbjúgnahylkin eru bylting Í vöðlum og sól er alvöru par- maskinka, aioli og baguette æð- islegt combó, að sögn Áslaugar. Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum, heilsubúðum, í Hagkaupum og í Fjarðarkaup. 6 kynningarblað A L LT 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.