Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 70

Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 70
kolbrunb@frettabladid.is Ars longa, nýstofnuðu alþjóðlegu samtímalistasafni staðsettu á Djúpavogi, hefur borist listaverka- gjöf tuttugu og sjö listaverka eftir myndlistarmanninn Sigurð Guð- mundsson. Öll verkin má finna á sýningu Sigurðar, Alheimurinn er ljóð, sem opnuð var í Bræðslunni á Djúpavogi 10. júlí, en henni lýkur nú á sunnudag. Sýningin er sú síðasta sem haldin er í Bræðslunni, eftir átta ára samfellt sýningahald. Verkin sem tilheyra listaverka- gjöf Sigurðar spanna meira en 50 ára tímabil af ferli hans. Samanlagt verðmat verkanna er rúmar 125 milljónir króna. Ars longa samtíma- listasafn hefur því eignast stærstu safneign af verkum Sigurðar á landsvísu og mörg þeirra talin lykil- verk í ferli listamannsins. Aðeins Stedelijk Museum í Amsterdam sem á fimmtíu og sjö verk eftir hann, á stærri safneign af verkum Sigurðar. Sigurður Guðmundsson, sem er ásamt Þór Vigfússyni stofnandi hins nýja safns, segist vona að innan fárra ára verði þessi safneign orðin lítil innan um ný aðföng af lista- verkum eftir samtímalistamenn, jafnt erlendra sem íslenskra lista- manna. Listaverkagjöfin verður flutt að lokinni sýningu í ný húsa- kynni Ars longa sem mun verða við voginn á Djúpavogi. ■ Listaverkagjöf Sigurðar Verkið Illuminat ed Poem frá árinu 2019. Samanlagt verðmat verkanna er rúmar 125 milljónir króna. TÓNLIST Klassískir tónleikar Verk eftir Schumann, Schubert og Brahms Flytjendur: Harpa Ósk Björnsdóttir, Jara Hilmarsdóttir, Romain Þór Denuit og Símon Karl Sigurðarson Melsteð Kaldalón í Hörpu miðvikudaginn 11. ágúst Jónas Sen Einu sinni á tónleikum í fínni veislu þar sem ráðherra var meðal gesta gerðist neyðarlegur atburður. Undirleikaranum mistókst að fletta nótnablaði, sem flaug upp í loft og hafnaði svo á gólfinu. Hann kunni ekki lagið utan að og gerði það sem má alls ekki, stoppaði í miðju kafi. Það næsta sem veislugestirnir sáu var afturendinn á honum þegar hann reyndi að veiða nótnablaðið undan píanóinu. Á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á miðvikudagskvöldið voru f lett- ingarnar hins vegar pottþéttar. Nýjustu tækni var beitt, f lettarinn sat í horninu á sviðinu og stjórnaði spjaldtölvu píanóleikarans þaðan. Enginn þurfti að elta nótnablöð um sviðið. Á dagskránni var aðallega tónlist eftir Robert Schumann, en í lokin var þó f lutt verk eftir Franz Schu- bert. Flytjendur voru allir langt komnir nemendur, þau Harpa Ósk Björnsdóttir sópran, Jara Hilmars- dóttir mezzósópran, Romain Þór Denuit píanóleikari og Símon Karl Sigurðarson Melsteð klarínettu- leikari. Ólgandi og full af lífi Tónleikarnir báru yfirskriftina Þá mun ég gleðjast og gráta. Meðal annars voru Fantasiestücke op. 73 eftir Schumann á dagskránni, fyrir klarínettu og píanó. Tónlistin var ólgandi og full af lífi, tilfinn- ingarnar ávallt miklar. Schumann þjáðist af geðhvarfasýki og samdi f lest verka sinna í geðhæð. Túlk- unin hér var sannfærandi, hún var hömlulaus, akkúrat eins og hún átti að vera. Laglínurnar voru fagrar og flæðandi, hástemmdar og innilegar. Tæknilegar hliðar voru fínar, sam- spilið nákvæmt og gott jafnvægi á milli hljóðfæranna. Jara stóð sig líka sig vel. Hún söng sex lög úr Ást og ævi konu eftir Schu- mann. Söngurinn var vandaður og samkvæmt bókinni, en engu að síður var hann dálítið nemenda- legur. Jara hefur ekki náð fullum þroska sem listakona, túlkun hennar var of varfærnisleg og með- vituð. En ég minni á að hún er enn að læra og hefur auðheyrilega mikla hæfileika. Mögnuð rödd Harpa sýndi meiri tilþrif í Hirðinum á hamrinum eftir Schubert. Röddin hennar er mögnuð, alls konar stökk upp og niður tónstigann voru glæsileg. Hver einasti tónn var mót- aður af kostgæfni. Hröð tónahlaup voru meitluð, jöfn og tær. Radd- hljómurinn virkaði þó ögn harður; söngkonan á enn eftir að klæða rödd sína silki, en hún er greinilega bráðefnileg. Söngkonurnar tvær sungu þrjú lög úr Spænskum söngvaleik eftir Schumann og gerðu það ágætlega. Heildarmyndin var engu að síður nokkuð f löt, það vantaði leikinn í túlkunina. Minnist maður orða tónskáldsins um píanóleik: „Sá sem ekki leikur við píanóið, leikur ekki á það.“ Sama má segja um sönginn. Ef leikurinn er ekki fyrir hendi gerist fátt og svo var því miður hér. Helst var það í aukalagi eftir Brahms, um kappsamar systur, sem samsöng- urinn náði f lugi. Þar var hann svo sannarlega gneistandi og snarpur. ■ NIÐURSTAÐA: Ágætur söngur og hljóðfæraleikur, skemmtileg tónlist. Þá mun ég gleðjast og gráta Flytjendur á tónleikunum voru allt langt komnir nemendur. PORSCHE NOTAÐIR BÍLAR Skoðaðu úrvalið á benni.is Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga 9 -18 Laugardaga 12 - 16 Upplifðu sanna ökugleði... TMD69 Porsche Panamera 4 E-Hybrid DAA16 Porsche 911 Carrera OGR18 Porsche Cayenne S E-Hybrid THP39 Porsche Cayenne S E-Hybrid Hér er dásamleg bifreið á ferð, allt í senn sportlegur ogelegant! heil-leðraður, næs! Sportpústker† með svörtum stútum,hiti í fram- og aˆursætum sem og stýri, panorama glerþak,14 stillinga þæginda- sportsæti svo eitthvað sé nefnt. Geðveikur bíll Verð: 12.990.000 kr. Nýskráður 20.09.2017 | Ekinn 25.000 km. Einstakt tækifæri. Helsti útbúnaður: 19" Carrera S felgur, Sport Chrono pakki, sóllúga, BOSE hljómker†, Bi-Xenon aðalljós og að sjálfsögðu, beinskiptur. Glæsilegur og vel hirtur bíll. Verð: 8.490.000 kr. Nýskráður 01.01.2004 | Ekinn 85.000 km. Ljómandi fallegur Cayenne E-Hybrid. Helsti útbúnaður: stillanleg loˆpúða›öðrun, rafdri†nn dráttarkrókur, hiti í framsætum og stýri, litað gler og hugguleg viðarinnrétting til að toppa þetta. Verð: 7.490.000 kr. Nýskráður 20.07.2016 | Ekinn 79.000 km. Lítið ekinn og œottur Cayenne E-Hybrid. Helsti útbúnaður: stillanleg loˆpúða›öðrun, dráttarkrókur rafmagns, hiti í framsætum, lyklalaust aðgengi, skyggðar rúður, ›arlægðarskynjarar og BOSE hljómker† svo eitthvað sé nefnt. Verð: 7.490.000 kr. Nýskráður 12.07.2016 | Ekinn 57.000 km. Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl 34 Menning 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.