Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 74
hagvangur.is Kraftur leitar að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í 80% - 100% starf fræðslu- og hagsmunafulltrúa félagsins. Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á fræðslustarfi félagsins • Hagsmunagæsla fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga og aðstandendur • Skipulagning og utanumhald um fræðslustarf félagsins • Umsjón með fræðsluvef og fræðslu á samfélagsmiðlum • Umsjón með fræðslustarfi hvers kyns útgáfu á vegum Krafts • Almenn upplýsingagjöf til félagsmanna • Önnur tilfallandi verkefni Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst nk. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, ráðgjafi hjá Hagvangi, hlynur@hagvangur.is Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Mjög gott vald á íslensku í bæði ræðu og riti krafa • Góð enskukunnátta • Þekking og reynsla af hagsmuna- og fræðslumálum kostur • Góð almenn tölvufærni, reynsla af samfélagsmiðlum og vefumsjón kostur • Hjarta fyrir málstaðnum • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni • Skilvirkni og nákvæm vinnubrögð • Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni Kraftur – Fræðslu- og hagsmunafulltrúi Svokallaðir bumbuhópar hafa verið vinsælir á Facebook síðustu árin, en þar koma saman konur sem eiga von á sér um svipað leyti. Nokkrir bumbuhópar tóku sig saman og söfnuðu fyrir veglegum glaðningi til að færa ljós- mæðrum í þakklætisskyni fyrir óeigingjarnt starf. Bumbuhópar hafa verið vinsælir síðustu árin, en þar hópast saman konur sem eiga von á sér í sama mánuði og veita hver annarri stuðning, ráð og félagsskap. Júlí- og júní-bumbuhópana langaði að sýna þakklæti sitt til ljósmæðra á Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í verki og hófu söfnun til að geta fært þeim ýmislegt skemmtilegt til að létta andann og gleðja. Þær Ásta Sóley Gísladóttir, Hrefna Hrund Erlingsdóttir og Kristín Freyja Óskarsdóttir tilheyra bumbuhópunum. „Ég var að horfa á kvöldfréttir í byrjun júlí þegar sonur minn var nokkurra daga gamall, þar sem verið var að ræða álagið sem ljós- mæður hafa þurft að takast á við í þessum metfjölda fæðinga sem er í ár. Mér varð hugsað til þess hversu vel ljósmæðrunum á fæðingardeild Landspítalans tókst að hlífa mér fyrir því að upplifa hversu mikið álagið er á þeim í raun og veru. Vit- andi hvað er mikið að gera hjá þeim langaði mig að gleðja þær með ein- hverju sem myndi hjálpa þeim að slaka á,“ segir Hrefna Hrund. „Ég var búin að vera hugsa hvað væri hægt að gera fyrir þessar yndis- legu ljósmæður á þessum erfiðu tímum en það eina sem mér datt í hug var að færa þeim köku, svo kom snillingurinn hún Hrefna Hrund með þessa hugmynd sem mér leist mjög vel á,“ bætir Ásta Sóley við. „Hugmyndin kom frá þeim en okkur sem erum í bumbuhópunum sem fæddu börn á Sjúkrahúsinu á Akranesi langaði að gera einnig eitt- hvað fyrir þessar frábæru ljósmæð- ur sem hjálpuðu börnunum okkar að koma í heiminn. Ljósmæðurnar voru mjög ánægðar með gjafirnar,“ segir Kristín. Bumbuhópar gleðja ljósmæður með fallegu framtaki Hrefna Hrund og Ásta Sóley fóru með gjafirnar á Land- spítalann fyrir hönd júlí- og júní-bumbu- hópanna. MYND/AÐSEND Kristín er meðlimur í bumbuhóp kvenna sem fæddu á Akranesi. Nokkrar af þeim tóku sig til og gáfu ljósmæðrum þar fallegan pakka. Eiga skilið dekur Pakkarnir voru veglegir og inni- héldu meðal annars hátalara, herða- og fótanuddtæki, handakrem, kaffi og sælgæti. „Ljósmæður vinna gífurlega mikilvægt starf, þær eru með okkur og styðja okkur í gegnum bestu en á sama tíma erfiðustu lífsreynslu sem maður gengur í gegnum. Þær áttu svo innilega smádekur skilið,“ segir Ásta Sóley. „Þær eru með manni og aðstoða mann þegar maður er að ganga í gegnum eitt það stærsta sem maður gerir í lífinu, að fæða barn í heim- inn,“ segir Kristín. „Það er svo mikilvægt að fólk fái að heyra þegar það gerir vel og þær eiga skilið að finna þakklæti okkar í verki, sérstaklega þegar aðstæð- urnar eru eins og þær eru í dag. Ég held persónulega að þeir sem hafa þurft á aðstoð ljósmæðra að halda átti sig fyllilega á mikilvægi þeirra, einhverra hluta vegna þurfa þær samt að berjast fyrir betri launum og bættu star fsumhver f i, svo kannski gera það ekki allir,“ segir Hrefna Hrund. Góður stuðningur Hvert er mikilvægi bumbuhópa, finnið þið mikinn stuðning þar? „Við höfum allar nýtt okkur aðstoð hver frá annarri held ég, en að vera í slíkum hóp getur verið mjög hjálplegt þegar maður er í vafa eða hefur spurningar, eða jafn- vel til að deila fróðleik með öðrum mæðrum. Þarna finnur maður aðrar mæður sem eru að upplifa svipaða hluti og maður sjálfur og getur maður fundið mikla huggun í því,“ segir Kristín. „Já ég finn fyrir miklum stuðn- ingi, mér finnst gott að geta talað við aðrar konur sem eru að ganga í gegnum það sama og ég og fengið og deilt ráðum. Ég hef eignast mjög góðar vinkonur út frá bumbuhóp- um,“ segir Ásta Sóley. „Það er mjög gott að hafa þetta aðgengi að öðrum sem eru að ganga í gegnum sömu hluti á sama tíma og maður sjálfur. Að geta bæði deilt reynslu og þegið ráð varðandi allt mögulegt, hvort sem það tengist foreldri eða barni. Ég hef myndað tengsl við frábæran kjarna stelpna sem ég hlakka til að eiga samskipti við sem allra lengst og fylgjast með okkur og börnunum takast á við lífið áfram,“ segir Hrefna Hrund. For maðu r Ljósmæðra félags Íslands, Unnur Berglind Friðriks- dóttir, vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir hönd ljósmæðranna fyrir þetta fallega framtak. ■ Ég held persónulega að þeir sem hafa þurft á aðstoð ljósmæðra að halda átti sig fyllilega á mikilvægi þeirra, einhverra hluta vegna þurfa þær samt að berjast fyrir betri launum og bættu starfsumhverfi. Hrefna Hrund. Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur @frettabladid.is 38 Lífið 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.