Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 76
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
n Lífið í
vikunni
08.08.21
14.08.21 Stutt í fullorðinshúmorinn
Sumarhópur Leikhópsins Lottu
hefur ferðast um landið í sumar
og sett upp leiksýningar fyrir
börn. Alltaf er þó stutt í fullorðins
húmorinn líka þannig að allir geti
haft gaman af.
Þjóðlagasamspil á KEX
Hópur fólks hittist einn miðviku
dag í hverjum mánuði á KEX og er
með þjóðlagasamspil. Linus Orri er
einn fjögurra sem halda utan um
viðburðinn.
Fjögurra stjörnu Feigðarflan
Kvikmyndin The Suicide Squad
féll vel í kramið hjá gagnrýnanda
Fréttablaðsins og fékk heilar fjórar
stjörnur. Myndinni er leikstýrt af
James Gunn, sem tókst fantavel til.
Nýtt lag frá Hudson Wayne
Hljómsveitin Hudson Wayne
gaf út lagið Khat í gær. Meðlimir
sveitarinnar stefna á að gefa út
lag þrettánda hvers mánaðar, sem
enda svo á næstu breiðskífu þeirra.
HÄSTENS VERSLUN
FAXAFENI 5, REYKJAVÍK
588 8477
Rúmin eru framleidd með einstöku samspili handverks
og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir
í gæðum náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi
handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir
því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu
vörulistann á hastens.com.
BETRI
SVEFN
BETRA
LÍF
Þegar þú vaknar í
rúmi frá Hästens munt
þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
Kristín Helga og Kristín Karó
lína opna sýninguna Vinsam
legast bíðið í MUTT galleríi
í dag. Þær þurftu að snúa til
Íslands úr námi erlendis vegna
faraldursins. Þær fengu að fara
inn í tóma flugstöð Kefla
víkurflugvallar til að mynda
fyrir verkið.
steingerdur@frettabladid.is
Í dag opna listakonurnar Kristín
Helga Ríkharðsdóttir og Kristín
Karólína Helgadóttir sýninguna
Vinsamlegast bíðið í MUTT gall
eríi við Laugaveg. Þær þurftu að
fara heim til Íslands í faraldrinum
en voru báðar í myndlistarnámi
erlendis. Biðstaðan sem fylgdi far
aldrinum varð þeim innblástur í
listsköpuninni.
„Við vorum báðar úti í masters
námi í myndlist erlendis, ég í Banda
ríkjunum og Kristín Karólína í Belg
íu. Við þurftum svo báðar að snúa
aftur heim út af Covid. Við ræddum
mikið um þessa tilfinningu, að vera
á nokkurs konar biðstofu, bara að
bíða,“ segir Kristín Helga.
„Biðstofa kom strax upp eins og
rými eða fyrirbæri. Þetta var eitt
hvað sem okkur langaði að vinna
með. Sýningin hverfist um nokk
urs konar biðstofu,“ segir Kristín
Karólína.
„Bæði metafóríska og fýsíska,“
bætir Kristín Helga við.
„Sýningin er því búin að malla í
þennan tíma. Þannig að þessi sýn
ing sem hverfist um biðina þurfti
líka að bíða,“ segir Kristín Karólína.
Ákveðin heild
Þær langaði mikið að vinna saman,
þar sem faraldrinum fylgdi mikil
einvera.
„Við sóttum kraft hvor til ann
arrar. Við hvöttum hvor aðra áfram
til að vera ekki bara heima og bíða,“
segir Kristín Helga.
Námið raskaðist og féll niður á
köflum.
„Þannig að við vorum alltaf að
panta flug sem þurfti svo að fresta.
Flugvellir leika líka hlutverk á sýn
ingunni,“ segir Kristín Karólína.
Sýningin saman stendur af ljós
myndum, vídeóverkum og inn
setningum.
„Við sjáum þetta sem ákveðna
heild. Þú gengur inn og þetta virkar
eins og biðstofa. Ljósmyndirnar á
veggjunum minna á auglýsingaplak
öt sem eru oft á veggjum á biðstof
um. Þær renna svolítið saman inn í
vídeóverkið,“ segir Kristín Karólína.
Nöfnurnar kynntust í Berlín fyrir
fjórum árum síðan.
„Við höfum tvisvar sinnum áður
sýnt saman, fyndið að það virðist
alltaf koma upp á tveggja ára fresti.
Fyrst vorum við í Berlín, síðan
Amsterdam og núna erum við að
sýna hér. Við vinnum vel saman,“
segir Kristín Karólína.
„Við erum mjög gott teymi. Við
fórum á Keflavíkurflugvöll þegar
hann var alveg tómur, fengum að
taka upp þar,“ segir Kristín Helga.
„Af því við vorum tvær saman þá
vorum við miklu duglegri að bara
kýla á hlutina. Þá er maður ekki að
efast, heldur bara gerir það. Maður
er með meiri kjark í að vaða bara
áfram og spyrja hvort við megum fá
að láni hótelherbergi, húsgögn eða
fara inn á tóman flugvöllinn,“ segir
Kristín Karólína.
Tómur flugvöllur
Þær segja að það hafi komið þeim
virkilega að óvart hvað allir tóku vel
í hugmyndir þeirra og voru boðnir
og búnir til að hjálpa.
„Við fengum eiginlega já við öllu
sem við spurðum um,“ segir Kristín
Helga.
„Maður bjóst einhvern veginn
alltaf við að fólk segði nei. Við hugs
uðum að við værum aldrei að fara
að fá að taka upp á f lugvellinum.
Svo fengum við jákvætt svar,“ segir
Kristín Karólína.
„Það voru bara eitt eða tvö flug á
skjánum, sem var mjög skrýtið. Það
var enginn þarna. Hann Kristján
hjá Isavia sagði að ef við ætluðum
að taka myndir af einhverju fólki
á vellinum þá væri það sko ekki að
fara að gerast og hló,“ segir Kristín
Helga.
Kristín Karólína var að klára
námið sitt en Kristín Helga stefnir
á að fara aftur út til New York til að
klára námið sitt þar.
Sýningin verður opnuð í dag
klukkan 16.00. MUTT gallerí er við
Laugaveg 48. n
Biðin varð að innblæstri
Kristín Karó
lína og Kristín
Helga hafa áður
unnið saman
að tveimur
sýningum, sú
fyrri var í Berlín
og hin síðari í
Amsterdam.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ÓTTAR GEIRSSON
Þær fengu leyfi
til að mynda
inni í tómri
flugstöð Leifs
Eiríkssonar fyrir
sýninguna.
MYND/AÐSEND
Hann Kristján hjá
Isavia sagði að ef við
ætluðum að taka
myndir af einhverju
fólki á vellinum þá
væri það sko ekki að
fara að gerast og hló.
Kristín Helga.
40 Lífið 14. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ