Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 80

Fréttablaðið - 14.08.2021, Page 80
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Þátttaka Íslands í nýafstöðnum Ólympíuleikum var vandræða­ leg. Keppendur þjóðarinnar luku eiginlegri keppni áður en hún hófst. Reyndar eru Íslendingar vanir illu gengi á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson hirti silfurverðlaun árið 1956 og síðan hafa verðlaunapen­ ingar verið jafn sjaldséðir á Íslandi og villtir páfuglar. Grannþjóðirnar Svíþjóð, Danmörk og Noregur komu heim með 24 verðlaunapen­ inga meðan keppendur Íslands sátu enn í rásholunum. Smáþjóðin San Marínó (35 þús. íbúar) fékk þrenn verðlaun á þessum leikum. Íslensku fjölmiðlamennirnir í Tókýó skemmtu sér við að taka við­ töl hver við annan. Út úr leiðindum tóku þeir ástfóstri við handboltalið frá Barein af því þjálfarinn var úr Hafnarfirði. Ástandið hefur aldrei verið von­ lausara en nú. Líkamleg hreyfing og íþróttaiðkun eru á engan hátt hluti af daglegu lífi barna og unglinga. Nýlegar rannsóknir sýna að íslensk börn hafa aldrei verið kvíðnari eða þyngri en á þessum tæknivæddu velferðartímum. Það er ekki gott veganesti á Ólympíuleika. Hvað er þá til ráða? Þjóðin verður að fá viðurkenndar séríslenskar keppnisgreinar eins og rafskutlu­ rallý og maraþontölvuleiki eða flytja inn íþróttamenn sem eru óhamingjusamir í heimalandinu. Kúbanskur flóttamaður vann til gullverðlauna fyrir Portúgal í Tókýó. Ísland gæti sent erindreka til vansælla þjóða eins og Kúbu, Afganistan eða Norður­Kóreu og reynt að tæla hingað íþróttafólk með boði um íbúð og bíl og ókeypis áskrift að Stöð 2 til æviloka. Það er útséð með að þjóðinni takist að vinna einhver Ólympíu­ gull. Á hinn bóginn mætti vinna til verðlauna með flóttaíþrótta­ mönnum undir íslenskum fána. Það mundi vekja upp þjóðar­ stoltið og aftur væri hægt að taka upp hið gleymda víkingaklapp. n Ólympíuleikar Á matseðli í ágúst SUMARFRÍ 26 kr. 4 VIKUR AFSLÁTTUR Skráðu þig á orkan.is SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.