Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.08.2021, Qupperneq 6
Viljum ekkert gera án gestanna. Júlíus Júlíusson, framkvæmda- stjóri Fiskidagsins mikla. Við erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að horfa á Janssen eða ekkert. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. thorvaldur@frettabladid.is NÁTTÚRUVERND Vísindamenn við Leeds-háskóla koma til Íslands í mánuðinum til að kortleggja víð- erni landsins. Að verkefninu standa innlend náttúrverndarsamtök. Vísindamennirnir munu beita alþjóðlegri aðferð sem hefur einnig verið notuð til að kortleggja víðerni í Skotlandi, fyrir Bandarísku skóg- ræktina og Evrópusambandið. Markmiðið er að stuðla að vit- undarvakningu að sögn Finns Ricart Andrasonar, eins skipuleggj- enda. „Það er mikilvægt að skoða þetta í ljósi þess að víðernum fer fækkandi í heiminum. Ísland býr yfir gersemi, sem miðhálendið er, þar sem lítið er af mannvirkjum og miklar óbyggðir. Þetta er eitthvað sem við sem heimssamfélag erum að tapa, og býr Ísland yfir fjársjóði sem við gerum okkur ekki endilega grein fyrir. Markmiðið er að sýna Bretar kortleggja íslensku víðernin Finnur Ricart Andrason, einn skipuleggjenda verkefnisins. Vísindamennirnir munu ferðast víða um miðhálendi Íslands. MYND/AÐSEND fólki og fræða það um hversu ein- stök þessi svæði eru.“ Finnur nefnir að nærri helmingur villtasta svæðis Evrópu er á Íslandi, eða um 43 prósent. Þá er kort- lagning óbyggðra víðerna á Íslandi lögbundin en bráðabirgðaákvæði í náttúruverndarlögum kveður á um að svo skuli gera. n Íslensk stjórnvöld bjóða umframbirgðir bóluefna til ríkja sem þurfa á að halda. Staðgengill sóttvarnalæknis vonast til að ekki þurfi að farga þeim birgðum af Jans- sen sem til eru í landinu. fanndis@frettabladid.is COVID-19 Íslensk stjórnvöld munu bjóða umframbirgðir, sem samið hefur verið um, af bóluefnum Astra- Zeneca, Moderna og Janssen til annarra ríkja sem þurfa á þeim að halda. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarna- læknis. „Við áttum stóra samninga við Janssen og AstraZeneca, sem við ætlum sem sagt að bjóða öðrum,“ segir Kamilla. Hún segir samning- inn við Astra ekki hafa verið mjög stóran en þó sé enn svolítið eftir af honum. Janssen og AstraZeneca fari til Covax, samstarfsverkefnis ríkja um flutning bóluefna til landa sem hafa ekki sjálf getað gert samninga um bóluefni. Umframbirgðir af Moderna fari sennilega til annarra landa í Evrópu, sem ekki hafa náð samningum um bóluefni en njóta heldur ekki Covax-verkefnisins. „Við höfum ekki nógu góð gögn varðandi Janssen og Delta sérstak- lega, en ef við horfum á það eða ekk- ert bóluefni, þá teljum við að það sé nú örugglega betra að fá Janssen heldur en ekkert bóluefni,“ segir Kamilla aðspurð um þá ákvörðun að senda öðrum þjóðum bóluefni sem við viljum ekki nota sjálf. „Við erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að horfa á Janssen eða ekkert, þannig að við gerum það sem við getum til þess að hafa þau bóluefni sem við teljum að nýtist okkur best og veiti sem besta vörn,“ segir hún. Þær bóluefnabirgðir sem boðnar verða öðrum ríkjum eru þær sem samið hefur verið um en hafa enn ekki verið afhentar hingað til lands. Stjórnvöld eiga hins vegar nokk- urt magn Janssen-bóluefna á lager sem ekki er hægt að senda annað. „Það er ekki hægt að senda þá skammta annað en þeir munu sennilega nýtast okkur til þess að bólusetja einstaklinga sem við getum ekki tryggt að verði hér nógu lengi til þess að fá seinni skammt. Við munum ekki farga því, eða ég vona að það komi ekki til þess að við þurfum að farga. Það er með góðan fyrningartíma þannig að svo lengi sem við geymum það við viðeigandi aðstæður þá mun það nýtast okkur fram á næsta ár,“ segir Kamilla. Á upplýsingafundi almannavarna í gær var Kamilla spurð um afstöðu íslenskra stjórnvalda til beiðni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar til ríkja um að þau bíði með örvunarskammta til að tryggja bóluefni fyrir þau ríki sem styttra eru komin með bólusetningar. „Þetta er klárlega mjög réttmætt og virðingarvert sjónarmið, við þurfum hins vegar líka að horfa á að ef að við höfum tól í höndunum til að verja okkar íbúa þá er það fyrsta skylda okkar,“ sagði Kamilla. Þegar væri búið að ákveða að gefa bóluefni, sem gerðir hafi verið samningar um, í samstarf um bólu- efni til annarra landa þar sem það nýtist betur. „Við munum samt sem áður setja íslensku þjóðina og okkar innviði í forgang því við bara getum ekki réttlætt annað,“ sagði Kamilla á upplýsingafundinum. n Öðrum ríkjum boðið að fá bóluefni önnur en frá Pfizer Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mmm ... Hvernig hljómar djammborgari á grillinu? Afgreiðslutímar á www.kronan.is svavamarin@frettabladid.is NORÐURLAND Fiskidagurinn mikli á Dalvík átti að fara fram um helgina en eins og f lestum öðrum stórhá- tíðum hefur honum verið af lýst vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta hefði verið í tuttugasta skipti sem hún væri haldin. „Það er hægt að segja þetta þann- ig að þetta er sorglegt fyrir fólkið og þá sem standa í þessu, þetta er orðin hefð og svo allt í einu slegið á puttana. Það var sérstaklega sorg- legt í fyrra þegar við fundum að við gátum ekki gert það sem við erum vön að gera,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla. Hann segir þetta vera öðruvísi núna þar sem þau eru reynslunni ríkari og ákvörðunin um að aflýsa hátíðinni tekin snemma. Ekkert sambærilegt verður gert í bænum í staðinn og ekkert í nafni hátíðar- innar. „Þessu er aflýst úr þessu og viljum við ekki hópa neinu fólki saman,“ segir Júlíus. „Ég veit svo sem ekk- ert hvað fólk gerir, hvort það fái sér kannski fiskisúpu heima hjá sér, en það er ekkert í gangi. Hátíðin er ekki bara okkar heldur allra okkar gesta sem hafa komið á hátíðina í 19 ár og aðrir í 10-15 ár. Viljum ekkert gera án gestanna.“ n Fiskisúpulaust á Dalvík Fiskidagurinn mikli hefur verið ein af fjölmennustu hátíðum sumarsins. MYND/EINAR ÓLASON Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 6 Fréttir 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.