Fréttablaðið - 06.08.2021, Síða 20
Titillinn tengist sýningar-
tímanum ágústmánuði,
sem er tími litafegurðar í
íslenskri náttúru og tími
uppskeru sem sýningin
endurspeglar á sinn
einstaka hátt.
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigurbjörg Dan Pálmadóttir
Kirkjulundi 6, Garðabæ,
lést þriðjudaginn 27. júlí sl.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey.
Pálmi Á. Magnússon Shelley H. Magnússon
Garðar H. Magnússon Guðrún Guðlaugsdóttir
Kjartan P. Magnússon Helga Hrönn Þórsdóttir
Dana Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Guðrún Þórðardóttir
Miðleiti 7, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
þriðjudaginn 3. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 23. ágúst kl. 15.00.
Gunnar Helgi Guðmundsson Ragnheiður Narfadóttir
Björn Guðmundsson Margrét Héðinsdóttir
Guðmundur Þórður Fjóla Ósland Hermannsdóttir
Guðmundsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
Sigurður Kristjánsson
vélstjóri,
Kópavogstúni 9,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi þann 13. júlí.
Útför fer fram í Fossvogskirkju
mánudaginn 9. ágúst klukkan 13.00.
Laufey Aðalsteinsdóttir
Aðalsteinn Sigurðsson Sigrún Agnes Rúnarsdóttir
Andri Dagur, Úlfur Ingi, Helga Karen
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Kristinn Þórir Einarsson
fyrrverandi kennari og skólastjóri,
Melgerði 13, Reyðarfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu
Hulduhlíð, Eskifirði, 2. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Einar Már Kristinsson Júlíana Haraldsdóttir
Ragnheiður K. Kristinsdóttir Gunnlaugur E. Ragnarsson
Margrét St. Kristinsdóttir Vilbergur Prebensson
Tómas Örn Kristinsson Elísabet Tómasdóttir
Kristinn I. Kristinsson Helle Kit Hansen
Sæbjörg S. Kristinsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þorleifur Sigurlásson
pípulagningameistari frá Reynistað
í Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
laugardaginn 31. júlí.
Útförin fer fram í Landakirkju, föstudaginn 13. ágúst.
Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju,
landakirkja.is
Aðalheiður Óskarsdóttir
Karen Tryggvadóttir
Kristín Ósk Þorleifsdóttir Jens Guðjón Einarsson
Kári Þorleifsson Agnes Einarsdóttir
Hafþór Þorleifsson Helga Hauksdóttir
Erna Þorleifsdóttir Valdimar Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Síðsumarstemming er yfirskrift
sýningar myndlistarhópsins
Mosa sem opnuð verður í Lista-
sal Mosfellsbæjar síðdegis í dag.
Þrett án af fimmtán félögum
hópsins eiga þar málverk.
gun@frettabladid.is
„Eftir ár í greipum Covid-19 faraldurs og
samkomutakmarkana náði hópurinn
vopnum sínum í vor og ákvað að ráð-
ast á garðinn þar sem hann er hæstur.
Því keyptum við öll striga af stærðinni
100x80 en myndefni valdi hvert fyrir
sig. Íslensk náttúra reyndist f lestum
vera hugleikin,“ segir Elísabet Guð-
mundsdóttir, talsmaður myndlistar-
hópsins Mosa, sem er ásamt fleirum að
leggja lokahönd á uppsetningu sýningar
í Listasal Mosfellsbæjar þegar ég heyri
í henni. Sú sýning verður opnuð í dag,
föstudag, milli klukkan 16 og 18. Hún
nefnist Síðsumarstemming.
„Titillinn tengist sýningartímanum
ágústmánuði, sem er tími litafegurðar í
íslenskri náttúru og tími uppskeru sem
sýningin endurspeglar á sinn einstaka
hátt,“ segir Elísabet. Hún tekur fram að
stóru málverkin séu á tveimur veggjum
en á hinum séu fjölbreytt verk í mis-
munandi stærðum.
Mosi var stofnaður árið 2014. Í hópn-
um eru frístundamálarar sem Elísabet
segir hittast vikulega nema yfir hásum-
arið og vinna frá klukkan 18 til 21.30.
„Við mætum hvert með okkar verkefni
og málum frá eigin brjósti. Höfum líka
unnið með þemu eins og villt dýr, fjöl-
menningu og mat. Erum með aðstöðu
í frábærri myndlistarstofu Framhalds-
skóla Mosfellsbæjar,“ lýsir hún og segir
stofnendurna hafa hist upphaf lega á
námskeiði í Myndlistarskóla Mosfells-
bæjar, síðan hafi fjölgað í hópnum og
nú séu þar fimmtán. „Flest okkar eru
úr Mosfellsbæ en líka Kef lvíkingur,
Hafnfirðingur, Kópavogsbúi og Reyk-
víkingur.“
Starfsemin er greinilega öf lug hjá
félögum í Mosa og Elísabet segir þá
alltaf að vinna að því að bæta sig. „Við
höfum fengið myndlistarfólk eins og
Önnu Gunnlaugsdóttur til okkar með
fræðslu nokkrum sinnum. Þorri Hrings-
son hefur líka komið tvisvar á vetri með
tilsögn og innblástur. Svo höfum við
haldið nokkrar sýningar.“ n
Hittast vikulega og sinna listinni
Anna Kristín Einarsdóttir, Gunnar St. Gunnarsson, Þorgerður S. Guðmundsdóttir,
Hólmfríður Jóhannesdóttir, Oddur Bjarni Thorarensen, Gurli Geirsson, Baldvin Viðars
son, Elísabet Guðmundsdóttir og Ásvaldur Kristjánsson, eru meðal félaga í Mosa og
eiga öll verk á sýningunni nema Oddur Bjarni. MYND/AÐSEND
Sýnendur og aðrar upplýsingar
n Alma Björg Baldvinsdóttir
n Anna Kristín Einarsdóttir
n Ásvaldur Kristjánsson
n Baldvin Viðarsson
n Elísabet Guðmundsdóttir
n Guðmundur Rúnar Guðbjarnar
son
n Gunnar St. Gunnarsson
n Gurli Geirsson
n Hólmfríður Jóhannesdóttir
n Kristín Sverrisdóttir
n Louisa Sigurðardóttir
n Svafa Kristín Pétursdóttir
n Þorgerður S. Guðmundsdóttir
Listasalur Mosfellsbæjar er inn af
Bókasafni Mosfellsbæjar og gengið
er um sama inngang.
Sýningin er opin milli klukkan 12
og 18 virka daga og milli 12 og 16 á
laugardögum.
Síðasti sýningardagur er 3. septem
ber. Aðgangur er ókeypis og öll eru
velkomin. Gott hjólastólaaðgengi er
að salnum.
1759 Björn Halldórsson í Sauðlauksdal fær sendar útsæðis
kartöflur frá Kaupmannahöfn og setur niður í ker. Þó er
jafnan miðað við að hann hafi hafið kartöfluræktun 1760 og
þá fengið nýtt útsæði.
1907 Lárus Rist fimleikakennari vinnur það afrek að synda yfir
Oddeyrarál. Leggur af stað alklæddur og í sjóklæðum og
vaðstígvélum en tínir fötin af sér á leiðinni. Markmiðið er að
sýna fram á að sjómenn hafi gagn af sundkunnáttu.
1933 Steinn Steinarr skáld
og fjórir aðrir hljóta
dóm fyrir að skera
niður fána við hús
þýska vararæðis
mannsins á Siglufirði.
1945 Bandaríkjamenn
varpa kjarnorku
sprengju á japönsku
borgina Hiroshima
og farast þar allt að
180.000 manns.
1960 Steingrímsstöð,
26 megavatta
virkjun í Soginu, er
gangsett við hátíð
lega athöfn.
1965 Hljómplata Bítlanna
Help! kemur út í Bret
landi.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR