Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 4
Nú þegar árið er hálfn- að hafa um 600 mál komið inn á borð hjá okkur, svo við erum að sjá fram á töluverða aukningu. Ragna Björg Guðbrandsdótt- ir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Íbúaráð Vesturbæjar vill að Reykjavíkurborg grípi tæki- færið og geri endurbætur á svæðinu frá Vesturgötu til Mýrargötu sam- hliða framkvæmdum Veitna. „Svæðið sem nú er búið að grafa upp býður upp á nýja möguleika,“ segir íbúaráðið. „Leggjum við til að framkvæmdir verði undirbúnar með endurhönnun á yfirborði með tilliti til Græna plansins, umferðar- öryggis, aðgengis fyrir alla, hjóla- stíga og sjálfbærra hverfa.“ n Noti tækifærið í Vesturbænum Uppgröftur í Vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Erlendu fólki með búsetu á Íslandi fjölgaði um 442 frá 1. des- ember í fyrra til 1. júlí á þessu ári. Þá var það tæplega 52 þúsund talsins. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Flestir erlendir ríkisborgarar hér á landi eru frá Póllandi eða um 20.500. Á tímabilinu frá desember til júlí fækkaði pólskum ríkisborg- urum um 305 einstaklinga. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkis- borgurum um 2.279 einstaklinga. Á umræddu tímabili fækkaði í hópi litáískra ríkisborgara með búsetu hérlendis sem voru þann 1. júlí um 4.500 talsins. Þá fjölgaði í hópi rúmenskra, franskra, þýskra og bandarískra ríkisborgara á sama tímabili. n Erlendu fólki hér fjölgað á árinu Erlendum ríkisborgurum fjölgaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 47 prósent fleiri leituðu til Bjarkarhlíðar á síðasta ári en árið á undan. Nú þegar má sjá enn frekari aukningu á þessu ári. Ragna Björg Guðbrands- dóttir segir mikilvægt að trúa þolendum ofbeldis. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls leituðu 827 einstakl- ingar til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í fyrsta við- tal á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2020. Um er að ræða rúmlega 47 pró- senta aukningu sé miðað við árið á undan. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir stefna í enn frekari aukningu á þessu ári. „Nú þegar árið er hálfnað hafa um 600 mál komið inn á borð hjá okkur, svo við erum að sjá fram á töluverða aukningu.“ 61 prósent þeirra sem leituðu í Bjarkarhlíð hafði orðið fyrir heim- ilisof beldi og aðspurð um tengsl þjónustuþega við geranda svöruðu 85 prósent að um barn, ættingja eða núverandi eða fyrrverandi maka væri að ræða. 18 prósent sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 14 prósent höfðu orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Flestir gerendur voru karlmenn á aldrinum 40-49 ára og í 79 prósent- um tilvika var vettvangur ofbeldis- ins heimili þolanda. Hjá Bjarkarhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostn- aðarlausu ásamt því að starfsfólk veitir ráðleggingar varðandi áfram- haldandi stuðning. Aðspurð segir Ragna að með réttum úrræðum sé hægt að vinna úr þeim afleiðingum sem ofbeldi hefur fyrir líf þess sem fyrir því verði. Mikið sé til að mynda unnið með samtalsmeðferðir og til standi að fara af stað með stuðnings- hópa fyrir þolendur heimilisofbeldis. „Covid setti strik í reikninginn varðandi stuðningshópana en við stefnum að því að fara af stað með þá sem fyrst því það er mikil eftir- spurn eftir því úrræði,“ segir Ragna. Flestir þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar á síðasta ári heyrðu af úrræðinu í gegnum vin eða kunn- ingja, eða 24 prósent. Spurð að því hvernig aðstandendur þolenda of beldis og samfélagið geti veitt þolendum stuðning segir Ragna að mikilvægast sé að trúa þolendum. „Það sem mín reynsla sýnir mér er að fólk þarf að heyra að því sé trúað og þakkað fyrir traustið,“ segir hún. „Og að aðstandendur skilji að það sé bara einn sem beri ábyrgð á ofbeld- inu, það er sá sem beitir því,“ bætir Ragna við. „Það er ekki sjálfgefið að leita sér hjálpar og við erum afar stolt af þeim sem taka það skref,“ segir Ragna. Greinargóðar upplýsingar fyrir bæði þolendur og gerendur ofbeldis má finna á vefnum 112.is. Þar eru til að mynda upplýsingar um ólíkar tegundir of beldis og úrræði fyrir gerendur og þolendur of beldis. Þá geta þolendur og aðstandendur ofbeldis haft samband við Bjarkar- hlíð í síma 553 3000 eða bókað við- tal á heimasíðu Bjarkarhlíðar. n Mun fleiri þolendur leita eftir aðstoð 61 prósent þeirra sem leituðu í Bjarkarhlíð hafði orðið fyrir heimilisofbeldi, 18 prósent sögðust hafa orðið fyrir and- legu ofbeldi og 14 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Auk tveggja mála Nöru Walker hafa mál fjögurra íslenskra kvenna verið tekin til efnismeð- ferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Mál kvennanna varða með- ferð kynferðisbrota hjá íslenskum yfirvöldum. Í tilkynningum sem birtar voru á vef dómstólsins á mánudaginn er atvikum málanna lýst og þeim spurningum sem dómstóllinn beindi til ríkisins og kærendanna vegna málsins. Kærur kvennanna varða allar meðferð kynferðisbrotamála sem þær kærðu til lögreglu á árunum 2018 og 2019. Þær voru allar undir lögaldri þegar meint kynferðisbrot gegn þeim voru framin. Í öllum til- vikum tók lögregla skýrslu af þeim og meintum gerendum en tilkynnti þeim í kjölfarið að málin yrðu látin niður falla á þeim grundvelli að ekki væru líkur á því að þau myndu leiða til sakfellingar. Ríkissaksóknari staðfesti ákvörð- un um niðurfellingu í öllum til- vikum nema einni, þar sem hann krafðist frekari rannsóknar. Að henni lokinni staðfesti hann ákvörð- un um að fella það mál einnig niður. Í kærum kvennanna er byggt á því að ríkið hafi brugðist konunum með því að rannsaka ekki nægilega kærur um kynferðisbrot og heimilisofbeldi og ákæra ekki fyrir brotin. Með aðgerðaleysi sínu hafi ríkið brotið gegn fjölmörgum ákvæðum Mannréttindasamnings Evrópu um rétt til lífs, bann við pyntingum, um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjöl- skyldu og um bann við mismunun. n Mál fjögurra kvenna fá efnismeðferð Fjögur kynferðisbrotamál verða tekin fyrir hjá MDE. FRÉTTBLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann láti af dómaraembætti eða fari í leyfi frá dómarastörfum vegna framboðs síns til Alþingis. Hann skipar fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingar í haust. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins segist Arnar Þór eiga eftir að kveða upp dóm í einu máli sem dómtekið var fyrr í þessum mánuði og eigi eftir að leysa úr bráðabirgða- kröfum í nokkrum málum sem komu inn um svipað leyti. „Ég ætla að einbeita mér að því að klára þessi mál, helst nú fyrir mánaðamótin, og taka svo ákvörðun um framhaldið að því loknu,“ segir Arnar Þór. Héraðsdómarar eru kjörgengir samkvæmt landslögum en álitaefnið er hins vegar hvort einstaklingur sem fer með dómsvald geti á sama tíma, með hliðsjón af reglunni um þrígreiningu ríkisvalds, sóst eftir því að taka sæti á Alþingi og fara þar með löggjafarvald. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir mikilvægt að leyst verði úr lagalegri óvissu í aðstæðum sem þessum þrátt fyrir kjörgengi lögum samkvæmt.  Hún bendir einnig á siðareglur dómara sem kveða á um að það samræmist ekki hlutverki dómara að taka virkan þátt í stjórn- málastarfi. „Það er mín afstaða að nefnd um dómarastörf þurfi að taka stefnu- markandi ákvörðun um hvar mörk- in liggja. Það er enginn annar innan kerfisins sem getur tekið afstöðu til þess hvort það samræmist dómara- störfum að taka þátt í prófkjöri, taka sæti á lista eða taka sæti á Alþingi.“ Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, segir nefndina ekki geta tjáð sig fyrir fram um álitamál sem hún kynni að þurfa að taka afstöðu til, en játar því aðspurð að álitaefnið hafi ekki komið upp áður og því ekki til neitt fordæmi sem hægt er að vísa til. n Staða héraðsdómara í framboði enn óráðin   Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. 4 Fréttir 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.