Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 24
Það er frábært að fá að spila í þessu flotta húsi sem Hof er. kolbrunb@frettabladid.is Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeins- dóttir sýna verk á sýningunni Fæðast aftur í Midpunkt Hamraborg. Salka vinnur þvert á miðla, en með áherslu á teikningu og prent. Verk Tótu hverfast um sögur, andrúms- loft, athafnir og goðsögur í margs konar miðla, til að mynda skúlptúr, prent, teikningu og bókverk. Þær hafa unnið mikið saman, bæði að innsetningum og gjörn- ingum. Báðar útskrifuðust úr Lista- háskóla Íslands. n Salka og Tóta í Midpunkt Verk eftir Sölku Rósinkranz. kolbrunb@frettabladid.is Í Þulu stendur yfir seinni samsýning ársins, Samsýning 2021 – Vol.2, þar sem kynntir eru til leiks þeir lista- menn sem munu halda einkasýn- ingar fram að jólum í galleríinu. Listamenn eru: Hulda Vilhjálms- dóttir, Rakel McMahon, Sindri „Sparkle“ Freyr Bjarnason og Lilý Erla Adamsdóttir. Sýningin stendur til og með 8. ágúst. n Samsýning í Þulu Gullfjall eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Kammersveitin Elja verður með tónleika í Hofi á Akur- eyri á morgun, fimmtudaginn 22. júlí, og laugardaginn 24. júlí í Háteigskirkju í Reykja- vík. Bjarni Frímann Bjarna- son mun halda um sprotann. kolbrunb@frettabladid.is Á tónleikunum, sem hefjast klukk- an 20.00, verða frumf lutt tvö ný verk eftir Elenu Postumi og Hjalta Nordal, en einnig verða leikin verk eftir Witold Lutoslawski og Sergei Prokof iev. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd og eru án hlés. Elena samdi verk sitt sérstaklega fyrir sveitina. „Elena er píanisti sem hefur verið mikið á Íslandi og meðal annars unnið með Íslensku óperunni. Hún hefur samið f leiri verk sem hafa verið frumflutt hér á landi,“ segir Pétur Björnsson, fiðlu- leikari og meðlimur í Elju, en í verk- inu leikur Björg Brjánsdóttir einleik á þverflautu. Annað verk sem samið er fyrir sveitina er eftir Hjalta Nordal. „Hann hefur sinnt tónlist frá unga aldri og við ólumst upp með honum sem fiðluleikara. Við í Elju höfðum lengi haft augastað á verki eftir hann,“ segir Hekla Finnsdóttir fiðlu- leikari. Mikil tilhlökkun Tvö önnur verk verða flutt á tónleik- unum, Dance Preludes eftir Lutos- lawski og Sinfónía nr. 1 eftir Proko- fiev. „Sinfónían er stutt, snörp og skemmtileg, það er mikill leikur í henni,“ segir Hekla. „Hún er kölluð klassíska sinfónían, tekur ekki nema korter í f lutningi, er ekki skrifuð fyrir stóra hljómsveit og hentar okkur í kammersveitinni því vel.“ Pétur og Hekla segja mikla til- hlökkun ríkjandi hjá meðlimum kammersveitarinnar eftir langt Covid-hlé. „Við erum alltaf með sumar- og jólaverkefni sem féllu niður vegna Covid. Síðasta sumar vorum við lögð af stað í hringferð um landið og vorum að æfa í Skaga- firði þegar við þurftum að snúa við og hætta við allt vegna takmark- ana,“ segir Pétur. „Nú ríkir mikill spenningur hjá okkur vegna tón- leikanna og alla þyrstir í að spila.“ Fyrsta sinn á Akureyri Elja kemur í fyrsta skipti fram á Akureyri í sumar og er það mikið tilhlökkunarefni meðal meðlima sveitarinnar. „Við höfum lengi hlakkað til að spila fyrir norðan og það er frábært að fá að spila í þessu flotta húsi sem Hof er,“ segir Pétur. Tveir meðlimir Elju búa á Akur- eyri og taka því vel á móti sam- leikurum sínum. „Það er ekki síst gaman að fara norður að heim- sækja þau, svo stór partur af þessu er vinnuandinn og gleðin sem einkennir hópinn, sem er orðinn mjög þéttur,“ bætir Hekla við. „Við erum öll orðin mjög spennt fyrir þessu verkefni og samverunni með hópnum.“ n Alla þyrstir í að spila Pétur Björnsson og Hekla Finnsdóttir fiðluleikarar eru í Elju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BÆKUR Gírafína og Pellinn og ég Roald Dahl Teikningar: Quentin Blake Þýðing: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Útgefandi: Kver bókaútgáfa Fjöldi síðna: 73 kolbrunb@frettabladid.is Þegar kemur að barnabókaskrifum þarf ekki að hafa mörg orð um snilli Roalds Dahl – hún er öllum kunn. Sólveig Sif Hreiðarsdóttir hefur verið iðin við að þýða barnabækur þessa hugmyndaríka höfundar og nú er komin út í þýðingu hennar Gírafína og Pellinn og ég. Þessi stutta saga segir frá kynnum Ella litla af gíraffa, pelíkana og apa. Titill bókarinnar er fenginn úr vísum sem apinn syngur og enda á orðunum: „Gírafína og Pellinn og ég.“ Meðal annarra sem koma við sögu í þessari smellnu bók er auð- maður, sem reynist bjargvættur – ein- mitt þannig ættu allir auðjöfrar að vera. Þótt þessi bók teljist ekki meðal bestu verka Dahls þá er hún engu að síður b r á ð s k e m m t i l e g . Dahl er einfaldlega höfundur sem getur ek k i ver ið leiðin- legur. Hann skrifar ætíð af áreynsluleysi og húmor sem smitar út frá sér. Sumt í sögunni vísar í eina frægustu barna- bók hans, Kalla og súkkulaðigerð- ina. Elli litli er mikill sælgætisgrís og draumur hans er að eignast eigin sjoppu, fulla af sætindum. Draumur sem fjölmörg börn deila með honum. Sælgæti f rá sú k k u laðigerð Villa vankaða (Willy Wonka) kemur við sögu undir lok bókar. Gíra f f inn, pelí- kaninn og apinn eru ráðagóð og hvert um sig hefur sterkan karakter og eigin- leika sem koma að góðum notum, eins og til dæmis þegar handsama þarf inn- brotsþjóf. Gírafína og Pell- inn og ég er stutt, skem mt i le g og falleg saga u m tengsl sem skapast milli drengs og dýra. Ekki er hægt að fjalla um söguna án þess að geta um myndir Quentins Blake sem eiga sinn þátt í að skapa heillandi sögu- heim. Þýðing Sólveigar er síðan með miklum ágætum. n NIÐURSTAÐA: Roald Dahl bregst vitanlega ekki í skemmtilegri sögu með jafn skemmtilegum myndum eftir Quentin Blake. Ævintýri drengs og dýra Meðal annarra sem koma við sögu í þess- ari smellnu bók er auðmaður, sem reynist bjargvættur – einmitt þannig ættu allir auðjöfrar að vera. kolbrunb@frettabladid.is Ein stærsta stjarnan í Kötlu-þáttun- um á Netflix, Þorsteinn Bachmann, hefur nú skrifað undir samning við Borgarleikhúsið og mun hefja leikár- ið á því að leika Anton, pabba Emils í Kattholti. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og ári síðar frá Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hefur leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og í sjónvarpi í þrjá ára- tugi og sópað að sér verðlaunum fyrir leik sinn. Þorsteinn mun einnig leika í verkinu Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson. n Þorsteinn leikur pabba Emils Þorsteinn Bachmann er kominn í Borgarleikhúsið. 20 Menning 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.