Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 4 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 1 Er ferðavagninn tryggður? Hugsum í framtíð Þú færð okkar besta verð og getur tryggt nýja ferðavagninn þinn á örfáum mínútum á tm.is Nara Walker vakti mikla athygli á Íslandi í kjölfar fang- elsisdóms sem hún fékk fyrir alvarlega árás á fyrrverandi maka. Mál hennar hjá Mann- réttindadómstól Evrópu varðar meint hirðuleysi lög- reglunnar gagnvart ásök- unum um heimilisofbeldi. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til efnismeðferðar tvö mál Nöru Wal- ker, sem sakfelld var hér á landi fyrir að bíta hluta úr tungu fyrr- verandi eiginmanns síns árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsins sem birt var á mánu- dag. Fyrri kæra Nöru til dómsins varðar dóminn sem hún fékk fyrir líkamsárásina og málsmeðferðina í aðdraganda dómsins. Nara bar fyrir sig sjálfsvörn og bar vitni um að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði ítrekað beitt hana of beldi. Umrætt kvöld hefðu hann og önnur kona sem viðstödd var, ráðist á hana. Nara var dæmd í átján mán- aða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi eiginmann sinn og sat inni í um þrjá mánuði. Síðari kæra Nöru varðar meðferð lögreglunnar á kærum hennar gegn fyrrverandi eiginmanni árið 2017 vegna ítrekaðs heimilisof beldis sem hún segir hann hafa beitt sig bæði á Íslandi og í Bretlandi á árunum 2016 og 2017. Í apríl 2019 tilkynnti lögregla Nöru að rann- sókn málanna hefði verið hætt og þau felld niður. Ríkissaksóknari staðfesti þá ákvörðun annars vegar á þeim grunni að Ísland skorti lög- sögu um hluta kæruefnanna og hins vegar af því að þau væru ekki líkleg til sakfellingar. Með því að hafa hvorki rann- sakað nægilega kærur hennar um ítrekað heimilisof beldi né tekið mið af þeim við rannsókn saka- málsins gegn henni, þar sem hún bar fyrir sig sjálfsvörn, telur Nara að ríkið hafi virt að vettugi mikil- væg sönnunargögn í máli hennar og með því brotið gegn 3. grein Mann- réttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri með- ferð eða refsingu og gegn 8. grein um friðhelgi einkalífs heimilis og fjölskyldu. Hún telur íslenska ríkið einn- ig hafa brotið gegn jafnræðisreglu Mannréttindasáttmálans og að hún hafi fengið síðri málsmeðferð vegna kyns síns og þjóðernis. n Mál Nöru Walker til meðferðar hjá MDE Nara Walker. Ferðamenn nutu náttúrunnar við Svínafellsjökul sem er skriðjökull og fellur úr Öræfajökli. Svínafellsjökull teygir úr sér niður á flatlendið ofan við Freysnes. Jökullinn hopar hratt og þar myndast nú lón eins og við flesta skriðjökla við rætur Vatnajökuls. Stuttur akstur er frá þjóðveginum og greiðfært að jöklinum. Gönguleið frá bílastæði er auðfarin og stutt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI toti@frettabladid.is SAMFÉLAG Sjálfur Bassi Maraj, raun- veruleikastjarna og tónlistarmaður, er bókaður í tvígang á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem hann mun troða upp á Húkkaraballinu á fimmtudags- kvöldinu og svo aftur á tónleikum föstudagskvöldsins. „Úff, ég hef sko aldrei verið jafn pepp,“ segir Bassi en bætir við að hann hafi hrokkið við þegar hann var beðinn um að skemmta á Þjóð- hátíð, sem hann elskar að eigin sögn. „Ég var alveg í sjokki.“ SJÁ SÍÐU 26 Boðið frá Eyjum var algjört sjokk Bassi Maraj.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.