Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 18
Hvannarrótin frá ICEHERBS getur aukið lífsgæði með því að viðhalda heilbrigðri þvag- blöðru og þvagrás ásamt því að bæta meltinguna. Varan er 100% hrein, náttúruleg og án óþarfra fylliefna. Friðrik Guðmundsson vaknaði á hverri nóttu til að pissa þar til hann fór að nota hvannar rót. „Ég var alltaf að vakna og það kom fyrir að ég lenti í smávægi- legum þvagleka. Einhver benti mér á að fara í heilsubúð til að fá eitthvað við þessu og þar var mér bent á hvannarrót. Ég var nú efins um þetta en ákvað samt að prófa og þetta reyndist vera lausnin fyrir mig,“ segir Friðrik. „Nú sef ég allar nætur og verð aldrei var við neinn þvagleka. Mér fannst breytingin alveg ótrúleg og það tók merkilega stuttan tíma, um viku eða tíu daga, fyrir vandamálið að hverfa alveg. Þetta var eins og kraftaverk,“ segir Friðrik. „Ég er nú orðinn svo- lítið gamall og hélt að þetta væri bara aldurinn og hafði spurt lækni um þetta og hann sagði að þetta fylgdi aldrinum. Það hafði örugg- lega áhrif, en þetta leysti vandann. Ég nota hvannarrót ennþá og tek eina töflu á dag, en ekki á neinum ákveðnum tíma,“ segir Friðrik. „Ég hef ekki orðið var við neinar auka- verkanir eða neitt slíkt, ég losnaði bara við vandamálið. Ég myndi hiklaust mæla með hvannarrót fyrir alla sem glíma við þetta vandamál. Ég hélt að það væri ekkert til við þessu og hafði prófað aðrar lausnir sem virkuðu ekki eins vel, þannig að þetta var bylting fyrir mig,“ segir Friðrik. „Ég vona að þetta geti hjálpað fleirum.“ Hvannarrótin frá ICEHERBS Hvannarrót er úr íslenskri æti- hvönn, sem heitir á latínu Ange- lica archangelica. Ætihvönn hefur sterkar rætur sem búa yfir miklum krafti og rótin á plöntunni virðist vera virkari og hafa mun meiri örvandi áhrif en aðrir hlutar plönt- unnar. Hvannarrótin frá ICEHERBS er þurrkuð og möluð hvannarrót í hylkjum úr jurtabeðmi, sem gerir vöruna 100% náttúrulega. Ætihvönn er ein þekktasta nytja- og lækningajurtin sem notuð var á Íslandi og víðar í norðurálfu til forna, en hún vex aðallega á norð- lægum slóðum eða hátt til fjalla í Evrópu. Allir hlutar plöntunnar hafa verið nýttir í gegnum tíðina en rótin var einna mest notuð til lækninga þar sem styrkleikar hennar hafa alltaf verið vel þekktir. Jurtin er þekkt fyrir að vinna gegn einkennum ofvirkrar þvag- blöðru og getur viðhaldið heil- brigðri þvagblöðru og þvagrás. Sýnt hefur verið fram á að notkun hvannar geti fækkað salernisferð- um og þar með haft jákvæð áhrif á svefn og um leið bætt daglegt líf. Áhrif hvannarrótar eru margvísleg og fyrir utan jákvæð áhrif hennar á þvagblöðru hefur hún lengi verið notuð við hvers kyns meltingar- vandamálum, til að örva meltingu og draga úr uppþembu og lofti í maga. Dagleg inntaka hefur mikil jákvæð áhrif á líðan fólks. Á seinni árum hafa svo verið gerðar miklar vísindalegar rann- sóknir á virkni og efnainnihaldi ætihvannar sem hafa leitt í ljós að sú virkni sem kennd hefur verið við hvönnina í þúsundir ára er sannanleg og að ætihvönnin sé einkar virk og öflug jurt. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna þær í hreinar, neytendavænar vörur fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og notum engin óþörf fylliefni,“ segir Katrín Amni, framkvæmda- stjóri Náttúrusmiðjunnar. „Við viljum að vörurnar okkar nýtist viðskiptavinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu.“ n Hvannarrótin frá ICEHERBS fæst í öllum apótekum og heilsuvöru- verslunum, Hagkaupum, Nettó og Fjarðarkaupum. Fæst einnig í nýrri vefverslun ICEHERBS iceherbs. is með frírri heimsendingu ef pantað er fyrir 8000 kr. eða meira Áhrifin kraftaverki líkust Friðrik Guð- mundsson segir að hvannarrót hafi hjálpað honum gríðar- lega. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Það er mikið hlýindaskeið á norður- og austurhluta landsins sem hefur ýmis áhrif á daglegt líf. Ein afleið- ingin af hitanum er að það verður erfiðara að fara út að hlaupa, en það þarf ekkert að láta hitann skemma fyrir æfingum. oddurfreyr@frettabladid.is Hitinn þvælist yfirleitt ekki fyrir okkur hérna á Íslandi, en núna er ástandið þannig að víða um land hefur fólk búið við óvenju mikinn hita vikum saman. Í svona hita er auðvitað skemmtilegra að vera úti að hreyfa sig en það getur líka orðið erfiðara að hlaupa í hitanum, sérstaklega þar sem við erum flest vön svalara veðri. Því er mikilvægt að gera ráðstafanir til að stemma stigu við áhrifum hitans. Líkamsræktarvefurinn Coach- mag fékk nýlega nokkur góð ráð varðandi þetta frá þremur sérfræð- ingum; styrktar- og þrekþjálfara, hlaupaþjálfara og langhlaupara sem hefur keppt í Sahara- og Góbí- eyðimörkunum. Fyrsta og besta ráðið til að forð- ast að fara sér að voða í hitanum er einfaldlega að forðast að hlaupa á heitasta tíma dagsins. Annars er hætta á ofþornun, sólbruna, ofhitnun og sólsting. Það er gott að hlaupa snemma á morgnana eða seint á kvöldin til að forðast mesta hitann. Ef það er ekki hægt að hliðra æfingunni til gæti líka verið skynsamlegra að skipta útihlaupi út fyrir sund, hjólreiðar eða hlaup innandyra. En ef fólk vill halda sig við útihlaup eru ýmis ráð sem geta auðveldað það. Klæðið ykkur rétt Það er grundvallaratriði að passa að vera með öfluga sólarvörn, því annars er auðvelt að brenna, sem er afar óhollt fyrir húðina. Sól- gleraugu eru líka auðvitað staðal- búnaður. Það getur verið freistandi að klæða sig sem minnst, en það borgar sig að hlífa húðinni að ein- hverju leyti fyrir sólinni, sérstak- lega ef það stendur til að hlaupa lengi. Létt og ljós gerviefni sem drekka í sig svita hjálpa við að lækka líkamshitann og það er betra að forðast stuðningsefni og spandex. Það þarf líka að passa að fötin valdi ekki núningi og þar getur vaselín komið að gagni. Svo getur hlaupa- húfa skýlt höfðinu og andlitinu fyrir mestu sólinni og svitaband haldið svitanum frá augunum. Ekki gleyma söltunum Ekki gleyma því að það er ekki nóg að drekka vatn til að koma í veg fyrir ofþornun, það þarf líka sölt, sem líkaminn tapar hratt við að svitna. Það er nauðsynlegt að við- halda þessum söltum til að koma í veg fyrir vöðvakrampa og viðhalda góðri frammistöðu. En hafið í huga að það er líka hættulegt að drekka of mikið. Í miklum hita er best að borða reglulega mat og vatn og drekka líka íþróttadrykki til að viðhalda söltum, frekar en að reyna að drekka mikið magn af vatni í einu. Forðist krampa Vöðvakrampar eru oft afleiðing af því að drekka eða borða ekki nóg þannig að ef það er passað vel upp á mataræðið ættu þeir ekki að verða vandamál. Með því að drekka nóg, helst einhvern íþrótta- drykk með söltum, eða með því að borða létta máltíð og skola henni niður með vatni tveimur tímum fyrir æfingu ætti að vera hægt að fyrirbyggja þá. Passið fæturna Í auknum hita svitna fæturnir meira og því þarf að passa að sokkarnir passi vel og séu í góðu ástandi. Það borgar sig að verja álagssvæði sérstaklega vel og nota plástra til að hindra blöðru- myndun. Það á svo alltaf að reima hlaupaskóna á sig frá botninum og upp þannig að þeir séu þéttir, en þrengi ekki að. Ekki of kalda sturtu Eftir æfinguna þarf að teygja og svo fara í volga sturtu til að kæla niður líkamann. Passið að fara ekki í of kalda sturtu, þó að það sé freistandi, því ef kuldinn er of mikill ferðu að skjálfa og við það hækkar líkamshitinn. n Hlaupið örugg í hitanum Það getur tekið á að hlaupa um í hitanum sem er nú víða um land en það eru til góð ráð til að gera hann þolanlegri. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fyrsta og besta ráðið til að forðast að fara sér að voða í hitanum er einfaldlega að forðast að hlaupa á heitasta tíma dagsins. 4 kynningarblað A L LT 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.