Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 12
Það er einfaldara að svipta mann frelsinu en að sleppa manni lausum sem þegar situr inni. ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags Ef öryrkjar vilja prófa sig áfram á atvinnu- mark- aðnum á Íslandi þá mega þeir eiga von á ýmiss konar refsingum. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Faxafeni 11 • Sími 534 0534 • www.partybudin.is Bæjar hátíð arskr aut! Ísland hefur glímt við langvarandi skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, leikskólum, í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, og svo framvegis. En á sama tíma refsum við námsfólki með því að skerða námslán þess, það er að segja þeim sem vinna með náminu og fá fyrir vikið lægri námslán. Hjúkrunarfræðinemar þurftu til dæmis að fá tíma- bundið leyfi frá stjórnvöldum til þess að aðstoða við Covid-19 faraldurinn án þess að sú aukna vinna myndi skerða námslán þeirra. Mikið hefur verið gert úr því að efnahagslífið ráði illa við vaxandi meðalaldur þjóðarinnar. Á sama tíma kemur Alþingi í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara með því að skera niður atvinnutekjur þeirra með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati af atvinnu eldra fólks verður nánast enginn. Rannsókn- ir hafa sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Einnig hefur það komið fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsan- lega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Sagan kennir okkur það að samfélagið græðir á því ef allir sem vilja og geta unnið fái að vinna sína vinnu og greiða sína skatta. Eiga von á refsingum Ef öryrkjar vilja prófa sig áfram á atvinnumark- aðnum á Íslandi þá mega þeir eiga von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Að sjálfsögðu mega þeir svo eiga von á krónu á móti krónu-skerðingum og öðrum víxlverkandi skerðingarreglum sem læsir þá í enn dýpri fátæktargildru. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hitti naglann á höfuðið þegar hann tók til máls um skerðingakerfið hér á landi og sagði: „Það er ótrúlegt hversu snilldarlega vitlaust þetta kerfi er.“ n Snilldarlega vitlaust Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins Um 90 prósent landsmanna 16 ára og eldri hafa verið bólusett gegn Covid-19. Í mörgum ríkjum heims þykir það eflaust öfundsverður árangur. Hann hefur gert okkur kleift að hefja aftur það sem kalla má eðlilegt líf í frjálsu samfélagi þar sem fólki er nokkurn veginn frjálst að koma og fara, sinna starfi og erindum, lifa og leika sér. Og að því hefur verið stefnt allt frá því að fregnir bárust af komu bóluefnisins – að færa samfélagið aftur í eðlilegt horf. Stjórnvöld mega nefnilega eiga það að þau hafa efnt sín loforð. Eftir að hafa skert frelsi borgaranna svo um munar og sett á margs konar þvinganir sem höfðu þungbærar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar lofuðu þau að þeim yrði af létt um leið og færi gæfist. Það er gömul saga og ný að það er einfaldara að svipta mann frelsinu en að sleppa manni lausum sem þegar situr inni. Sporin hræða í þeim efnum. En stjórnvöld stóðust prófraunina. Nú þegar sóttvarnalæknir hefur lýst því yfir að enn ein bylgjan sé hafin, hafa ýmsir misvitrir þegar hlaupið til og sagt að ákvarðanir stjórnvalda um aukið frelsi við landamærin og opnun skemmti- staða, svo dæmi séu tekin, hafi verið rangar og beinlínis skaðlegar. Svokölluð eftiráspeki. En hvernig má réttlæta annað en frelsi borgaranna til vinnu og athafna þegar ekkert neyðarástand ríkir? Ákvörðun um að opna landið og aflétta sóttvarna aðgerðum í lok síðasta mánaðar var nefnilega hárrétt. Það ríkir ekkert neyðarástand í landinu. Þeir sem eru að smitast nú virðast ekki veikjast alvarlega. Afskaplega lítið er um sjúkrahúsinnlagnir. Engar forsendur eru fyrir því að skerða frelsi fólks eða réttindi enn sem komið er. Ef hætta fer aftur að stafa af faraldrinum getur þó þurft að taka nýjar ákvarðanir. Það þýðir hins vegar ekki að fyrri ákvarðanir hafi verið rangar. Frelsið og réttindin eru mikilvæg. Hagkerfið og vinnumarkaðurinn skipta máli. Aðhaldið frá þeim sem gagnrýna sóttvarnaaðgerðir er nauðsynlegt. Langtímaatvinnuleysi, félagsleg einangrun og ýmis önnur vandamál sem fylgja frelsisskerðing- unum geta svo líka dregið dilk á eftir sér og kostað líf og heilsu fólks, líkt og veiran. Um það vitnar töl- fræði um allan heim. Ákvarðanir yfirvalda í þessu efni eru nefnilega vandratað einstigi og verða enn meiri jafnvægislist eftir því sem tímanum vindur fram. Fáir kæra sig um að lifa á forsendum þessarar veiru til lengri tíma. Við getum ekki læst okkur inni í þeirri hugmyndafræði að æðsta markmið okkar sé að búa í veirulausum heimi um alla framtíð. Af tvennu illu vildu f lest okkar mun frekar velja frjálsan heim og opinn en ófrjálst og lokað sam- félag. Höldum áfram að berjast gegn veirunni, en verum ekki hrædd við að ræða frelsið og réttindi okkar. Spyrjum spurninga og veltum upp hug- myndum. Veitum aðhald. Látum svo af upphróp- unum og eftiráspeki. n Eftiráspeki toti@frettabladid.is Skemmtanavilji Björn Ingi Hrafnsson upplýsti á Facebook í gær að Vilji hans hefði heimildir fyrir auknum líkum á að fjölmennar útihá- tíðir verði bannaðar á næstu vikum. Viti Björn Ingi hvað hann syngur er hætt við að raddir fjölda tónlistarfólks fái ekki að bergmála í Dalnum eftir tvær vikur. „Allir þessir viðburðir voru blásnir af í fyrra og gæti sú einnig orðið raunin nú,“ skrifar Björn Ingi og telur upp verslunarmannahelgina, Hinsegin daga, Menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon sem öll eru skammt undan. Viljaleysi Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingar, tók pólitískan vinkil á nýju bylgjuna í gær. „Mikið hlýtur að vera þreytandi að reyna að stýra landi með fólki sem hendir allri ábyrgð á þig og talar svo niður gjörðir þínar,“ skrifaði hún á Facebook um dómsmálaráðherra sem tali sóttvarnarákvarðanir heil- brigðisráðherra niður af kappi í viðtölum og meira að segja í Moggapistli. Á móti þegi heil- brigðisráðherra þunnu hljóði um brottvísun „þungaðrar sýrlenskrar konu og ungs barns“. Hún spyr síðan hversu lengi VG ætli að þegja og láta þetta ganga yfir sig. „Eða er þetta þeirra vilji?“ n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.