Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 14
Smit hefur verið stað- fest hjá 28 einstakl- ingum sem komu til Tókýó vegna leikanna. 14 Íþróttir 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Kvöldið fyrir fyrstu viðburði Ólympíuleikanna bárust fregnir af því að heildarfjöldi kór- ónaveirusmita sem mætti rekja til Ólympíuleikanna væri kominn upp í 61, þar af 28 sem komu til landsins vegna Ólympíuleikanna. Sífellt f leiri eru að greinast innan Ólympíuþorpsins og eru einstakl- ingar ýmist að greinast með veiruna eða að fara í sóttkví vegna nærværu við smitaðan einstakling. Um áttatíu prósent íþróttamanna í Tókýó eru bólusett en það virðist ekki stöðva útbreiðslu veirunnar. Toshiro Muto, formaður skipu- lagsnefndar Ólympíuleikanna, var ómyrkur í máli þegar hann viður- kenndi á blaðamannafundi í gær að það gæti enn farið svo að Ólympíu- leikunum yrði af lýst, degi fyrir fyrstu viðburði leikanna. „Við getum ekki spáð fyrir hvað gerist með þessi smit. Við munum fylgjast með fjölda tilfella og ef það verður aukning munum við endur- skoða málin með þeim sem koma að þessari ákvörðunartöku,“ sagði Muto. Fyrsta staðfesta smitið innan Ólympíuþorpsins greindist fyrir fjórum dögum. Búið er að greina smit innan knattspyrnuliða, fim- leikasveitar og blakliðs. Íþrótta- menn frá Bretlandi og Skotlandi eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá farþega í f lugi þeirra til Japans.  n Viðvörunarbjöllur hringja á aðfaranótt leikanna Degi áður en Ólympíuleik- arnir hefjast í Tókýó í Japan hefur 61 ein- staklingur sem hefur tengsl við Ólympíuþorpið greinst með kórónaveiruna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Ólympíuleikarnir hefjast í morgunsárið þegar bresku ljónynjurnar mæta Síle í fót- bolta kvenna í Japan. Alls fara sex leikir fram á fyrsta degi mótsins en opnunarhátíðin er ekki fyrr en á föstudaginn. kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Í tilefni þess að fyrstu viðburðir Ólympíuleik- anna hófust í morgunsárið tók Fréttablaðið saman áhugaverðar staðreyndir og tölfræði á bak við Ólympíuleikana í Tókýó. Keppnin fer fram í skugga kóróna veirufaraldursins og hefst með leikjum í knattspyrnu í dag og á morgun áður en opnunarhátíðin sjálf fer fram á föstudaginn. Ísland er með fjóra fulltrúa að þessu sinni. Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppa í sundi, Guðni Valur Guðna- son tekur þátt í kringlukastkeppni leikanna og Ásgeir Sigurgeirsson í skotíþróttum. Hluti af umhverfisstefnu skipu- leggjenda Ólympíuleikanna er að Ólympíufarar sofa á rúmum sem eru gerð úr endurvinnanlegum pappa. Þá eru verðlaunapening- arnir enn fremur að stærstum hluta unnir úr 6,21 milljón símtækja sem voru ekki lengur í notkun. n Tölur og tölfræði um Ólympíuleikana Tveir af þremur launahæstu keppendum Ólympíuleik- anna í ár, Kevin Durant og Damian Lillard, sem leika með bandaríska landsliðinu. Formiga er hluti af liði Brasilíu sjöundu Ólympíuleikana í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Umræðan fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Tókýó í Japan hefur einna helst verið um Covid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2,8 Áætlað er að heildarkostnaður við leikana sé um 15,4 milljarðar dala. Það er 2,8 milljörðum yfir kostnað- aráætlun Japana og kosta aðgerðir vegna frestunar leikanna þar af tæplega einn milljarð dala. 5 Af níu launahæstu íþróttamönn- um Ólympíuleikanna samkvæmt lista bandaríska fjármálatíma- ritsins Forbes eru fimm sem leika með bandaríska körfuboltalands- liðinu og í NBA-deildinni í körfu- bolta. Kevin Durant var tekjuhæsti íþróttamaður Ólympíuleikanna á síðasta ári með 75 milljónir dala en næstur í bandaríska liðinu og sá þriðji tekjuhæsti á mótinu er Damien Lillard með 40,5 milljónir dala. Þeirra á milli er tennisstjarn- an Naomi Osaka sem bætti eigið met sem tekjuhæsta íþróttakona allra tíma í fyrra. 498 Það verða tæplega fimm hundruð dagar liðnir frá því að Ólympíu- eldurinn var tendraður á hefð- bundinn hátt í Ólympíu í Grikk- landi. Eldurinn var tendraður á sama tíma og kórónaveirufar- aldurinn var að festa rætur úti um allan heim fjórum mánuðum fyrir áætlaða opnunarhátíð leikanna. Tólf dögum síðar samþykktu stjórnvöld í Japan og stjórn Ól- ympíuleikanna að fresta leikunum um eitt ár. Rúmlega sjö þúsund hafa borið Ólympíukyndilinn á einhverjum tímapunkti. 7 Líklegt er að þetta séu sjöundu og síðustu Ólympíuleikar hinnar brasilísku Formigu. Hún er sú eina í sögunni sem hefur keppt á öllum Ólympíumótunum frá því að kvennaknattspyrnu var bætt við leikana í Atlanta árið 1996. Aðeins 13 íþróttamenn hafa keppt á fleiri en sjö Ólympíukeppnum og metið, tíu Ólympíuleikar sem er í eigu kanadíska knapans Ians Miller, verður líklega aldrei bætt. 5 Samþykkt var fyrir fimm árum að bæta fimm íþróttagreinum við Ólympíuleikana í Tókýó. Í fyrsta sinn verður keppt á hjólabrettum, brimbrettum, í karate og klifri og þá snýr hafna- og mjúkbolti aftur eftir þrettán ára hlé. 6,21 Skipulagsnefnd Ólympíuleikanna skoraði á fólk að senda gamla síma sem það væri hætt að nota til þess að hægt væri að nýta málmana í símunum í að gera verðlaunapeninga. Alls barst 6,21 milljón raftækja eða um 79 þúsund tonn sem breytt var í verðlaunapeninga. 11 Það eru rétt rúmlega ellefu þúsund þátttakendur á Ólympíu- leikunum þetta árið, samkvæmt heimasíðu Ólympíuleikanna, sem keppa í 33 mismunandi íþrótta- greinum. Tæplega helmingur þátttakenda, 48,8 prósent, er kvenkyns og um áttatíu prósent eru bólusett eða með mótefni við Covid-19. 29 Alls eru 29 þátttakendur frá sam- eiginlegu liði flóttamanna sem keppir fyrir hönd Ólympíusam- bandsins, IOC. Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að hafa verið gerðir útlægir frá heimalandi sínu og geta því aðeins komið fram undir nafni IOC. 150 Um 150 þúsund smokkum verður dreift til einstaklinga á Ólympíuleikunum en ætlast er til þess að þeim verði komið áfram til heimalandsins vegna stöðu heimsfaraldursins. Það er þrefalt minna af smokkum en var dreift fyrir Ólympíuleikana í Ríó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.