Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 6
Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir að með þessari aukningu sé ráðgert að strandveiði- sjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Viðskiptaráð segir hagkerfið taka hraðar við sér en reiknað var með. Hratt dregur úr atvinnuleysi og væntingar almennings og stjórnenda til framtíðarinnar hafa aukist. thg@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Viðsnú n i ng u r íslenska hagkerfisins er talinn verða hraðari en vonir stóðu til, ef marka má ársfjórðungslega samantekt Viðskiptaráðs Íslands á íslensku efnahagslífi sem kemur út í dag. Ber þar helst að nefna hraðminnkandi atvinnuleysi. Eftir að hafa náð sögu- legu hámarki í 11,6 prósentum í maí 2020 hefur atvinnuleitendum fækkað mjög. Í maí var atvinnuleysi skráð 8,4 prósent og gert er ráð fyrir að það verði 6,7 prósent að meðaltali í ár. Aðrir skammtímahagvísar benda síðan til þess að viðsnúningur hag- kerfisins verði hraður. Leiðandi hag- vísir Analytica, sem spáir fyrir um stöðu hagkerfisins að sex mánuðum liðnum, er kominn í sitt hæsta gildi frá ársbyrjun 2020. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar einnig hratt. Í maí á þessu ári fóru 87 prósent færri farþegar um f lugvöllinn samanborið við maí 2019, sem teljast má síðasta eðlilega ferðamannasumarið fyrir heimsfar- aldurinn. Það sem af er júlímánuði var þessi sami mismunur kominn niður í 54 prósent, sem bendir til þess að ferðaþjónustan sé að taka hratt við sér. Væntingavísitala almennings hefur jafnframt ekki verið hærri frá árinu 2017 og væntingar stjórnenda í atvinnulífinu um framtíðarhorfur hafa ekki verið hærri frá árinu 2019. Viðskiptaráð bendir á að f leira megi tína til sem bendir til kröftugs viðsnúnings: „Auglýst störf tvöfölduðust á öðrum ársfjórðungi og námu um fjórum prósentum af öllum störf- um. Innf lutningstölur benda til sterkrar, innlendrar eftirspurnar þar sem bæði neyslu- og fjármagns- vörur uxu um fjórðung á föstu gengi á fyrri helmingi ársins. Loks náði kortavelta sömu gildum og árið 2019 að raunvirði. Vart þarf að taka fram að þessir skamm- tímahagvísar eru afar viðkvæmir fyrir faraldrinum og sóttvarna- aðgerðum." n Hraðari viðsnúningur en áætlað var Væntingar stjórnenda í atvinnulífinu um fram- tíðarhorfur hafa ekki verið hærri frá árinu 2019. thg@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Strandveiðibátum verður heimilt að sækja 1.171 tonn af þorski til viðbótar á yfirstand- andi fiskveiðiári, en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Um er að ræða óráð- stafað magn sem kom til á skipti- markaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Smærri bátum er svo gott sem ómögulegt að veiða makríl á yfir- standandi vertíð, en tegundin hefur haldið sig fjarri landi í sumar og er aðeins á færi stærri fiskiskipa að sækja makríl í ár. Með aukningunni verður því heildarmagn í þorski á strand- veiðum alls 11.171 tonn og samtals 12.271 tonn af óslægðum botnfiski, en Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra undirritaði reglu- gerð þar að lútandi í gær. Við upphaf yfirstandandi fisk- veiðiárs var 11.100 tonnum af óslægðum botnfiski ráðstafað til strandveiða. Framangreind ráð- stöfun á magni byggir á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða þar sem 5,3 prósent aflamagns í hverri tegund eru tekin til hliðar. Þær tegundir sem ekki nýtast beint til sérstakra ráðstafana eru settar á skiptimarkað með aflamark og hefur á yfirstandandi fiskveiði- ári einkum verið óskað eftir þorski í skiptum fyrir aðrar tegundir. Að lok num 43 veiðidögum strandveiðitímabilsins í upphafi þessarar viku var heildaraf li í strandveiðum alls um 7.870 tonn, þar af um 7.280 tonn af þorski. Að meðaltali hefur því heildaraf li á veiðidag verið tæp 190 tonn, þar af rúm 170 tonn af þorski. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að að óbreyttu hefði því þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Með þessari aukningu til strandveiða er ráðgert að strand- veiðisjómönnum verði gert kleift að stunda veiðar út ágúst. Þá muni þessi viðbót einnig jafna stöðu milli veiðisvæða þar sem á sumum þeirra er besti veiðitíminn í ágúst. n Ráðherra veitir auknar heimildir til strandveiða thg@frettabladid.is VIÐSKIPTI Velta Alcoa á Íslandi var 593,8 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, eða sem nemur um 80 milljörðum króna. Velta dróst saman um tæplega fimm prósent milli ára, en þetta kemur fram í samstæðureikningi félagsins. Alcoa á Íslandi á 99 prósenta hlut í Alcoa Fjarðaáli sem rekur stærsta álver landsins á Reyðarfirði. Rekstrartap Alcoa á Íslandi var um 29 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, en á árinu 2019 var rekstrartapið tæplega 98 milljónir Bandaríkjadala. Af komubatann milli ára má rekja til þess að kostnaðarverð framleiðslu Fjarðaáls dróst saman um 114 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári og var um 607 milljónir Bandaríkjadala. Raforkusamningur Fjarðaáls er tengdur álverði og því má reikna með að raforkukostnaður fyrir- tækisins hafi lækkað mjög á síðasta ári. Önnur aðföng, til að mynda súrál, lækkuðu líka í verði á síðasta ári samfara almennri verðlækkun á hrávörumörkuðum. Tap Alcoa á Íslandi eftir skatta var ríflega 44 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári, samanborið við um 123 milljónir á árinu 2019. Eigið fé fyrirtækisins í árslok 2020 var 270 milljónir Bandaríkjadala. Skuld Alcoa á Íslandi við móður- félagið nam tæplega 700 milljónum Bandaríkjadala við árslok 2020. Í skýringum með ársreikningi kemur fram að vaxtakjör miðist við millibankavexti í London og hafi verið um tvö prósent á síðasta ári, samanborið við 3,45 prósent árið 2019. Lánasamningar Alcoa á Íslandi við móðurfélagið eru endur- nýjaðir árlega og ekki er til staðar sérstakur endurgreiðsludagur, að því er kemur fram í skýringum með ársreikningnum. n Rekstrartap Fjarðaáls minnkar umtalsvert milli ára Velta Alcoa á Íslandi var tæpar 600 milljónir Bandaríkjadala. MYND/AÐSEND thg@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Aðeins þrjú ríki búa við meiri verðbólgu en Ísland í sam- ræmdri  verðbólgumælingu  EES- svæðisins, en frá þessu greindi Hag- stofan í gær.  Tólf mánaða verðbólga á Íslandi mælist nú fjögur prósent samkvæmt mælingunni. Í Póllandi er 12 mánaða verðbólga 4,1 prósent, 5,3 prósent í Ungverjalandi en Tyrkland trónir langefst á toppnum með 17,5 pró- senta verðbólgu síðustu 12 mánuði. Meðaltal  12 mánaða verðbólgu á bæði EES-svæðinu og meðal ríkja sem tilheyra Evrópusamband- inu er 2,2 prósent. Þau ríki sem fylgja skammt á eftir Íslandi í 12 mánaða verðbólgu eru Noregur, Eistland, Litáen og Lúx- emborg, en í þessum ríkjum mælist verðbólga á bilinu 3 til 3,7 prósent á ársgrundvelli. n Fjórða mesta verðbólgan hér Með aukningunni verður heildarmagn í þorski á strandveiðum 11,171 tonn. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar hratt. Í maí á þessu ári fóru 87 prósent færri farþegar um flugvöllinn saman- borið við maí árið 2019. Það sem af er júlí er mismunurinn kominn niður í 54 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimur@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Ríkisskattstjóri þarf að afhenda fréttamanni RÚV upp- lýsingar um eignarhald Samherja á sama formi og þær voru varð- veittar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál frá lokum júní. Með úrskurðinum ógilti nefndin að hluta synjun ríkisskattstjóra á beiðni um afhendingu gagna um eignarhald Samherja. Óskað var eftir aðgangi að öllum gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda Samherja auk gagna um Samherja Holdings ehf. Ríkisskattstjóri hafði af hent gögnin á rafrænu formi en hafði áður prentað gögnin út og afmáð upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa. Gögnin höfðu síðan verið skönnuð inn og afhent á PDF-skjali. n Þarf að afhenda gögn um Samherja Fréttamaður á RÚV óskaði eftir gögnum um eignarhald Samherja. Aðeins þrjú ríki á EES-svæðinu búa við hærri verðbólgu en Ísland. 6 Fréttir 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.