Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 16
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Fylgið okkur á FB ÚTSALAN Í FULLUM GANGI SKOÐIÐ LAXDAL .IS 40-70%afsláttur Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Teri-Dee kemur frá Bristol á Eng- landi og þar hófst ferill hennar í bardagalistum þegar hún var ekki nema sex ára gömul. Fyrsti bardagastíllinn sem hún lærði var Tang Soo Do. Þegar Teri-Dee var ekki nema 15 ára var hún komin með svarta beltið og orðin heimsmeistari í listinni. „Ég fór að æfa bardagalistir sem barn af því ég var lögð í mikið einelti í skólanum. Ástæðan fyrir að ég byrjaði að æfa var að ég vildi byggja upp sjálfstraust. Ég vildi ekki fá sjálfstraust til að slást heldur til að forðast slags- mál,“ útskýrir Teri-Dee. „Ég lærði að lesa í aðstæður og greina ef þær voru hættulegar. Þá gat ég gengið í burtu í stað þess að festast í hættulegum aðstæðum.“ Þetta var fyrir 27 árum og bar- dagalistir hafa átt allan hug Teri- Dee síðan, sérstaklega bardaga- stíll sem heitir Shaolin Kung Fu. „Shaolin Kung Fu er vellíð- unarkerfi, sem byggir bæði á að styrkja hugann og líkamann. Shaolin er bardagalist sem á rætur sínar að rekja til kyrjunar búddista. Þess vegna finnst mér þessi tegund bardagalistar sér- staklega góð til að byggja upp sjálfstraust, vegna þeirra gilda sem hún byggir á. Shaoling Kung Fu snýst um heiðarleika, sjálfs- virðingu og að vera sönn mann- eskja,“ segir Teri-Dee. „Ég veit að margar aðrar íþróttir byggja á gagnlegum gildum en þau rista ekki eins djúpt og í Kung Fu. Kung Fu ögrar hugmyndum þínum um þig sjálfa, hvernig þú sérð heiminn í kringum þig og hvernig þú bregst Teri-Dee segir að í bardaga- listum þurfi að vera jafnvægi milli huga og líkama. Það þurfi að læra á vopn og læra að hugleiða. Á Íslandi fann Teri-Dee fólk með ástríðu fyrir bardagalistum líkt og hún sjálf. Henni finnst sér- staklega mikilvægt að konur geti æft í öruggu umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Það var mjög stíf þjálfun. Ég æfði sex tíma á dag sex daga vikunnar. Teri-Dee Rubery. við umhverfinu og notar þína innri orku.“ Jafnvægi mikilvægt Teri-Dee kom til Íslands fyrir tveimur árum og kennir Shaolin Kung Fu í Tveimur heimum. „Eins og er kennum við líka Qi Gong á Klambratúni. Við ætlum að gera það út sumarið. Qi Gong er vellíðunarhlið bardagalista og Thai Chi er bardagahliðin. Það er mikilvægt að stunda bæði. Það gengur ekki að vera of passíf og einbeita sér bara að andardrætt- inum og hugleiðslu. Þú þarf líka að kenna þér og líkama þínum að vera virkur, það er yang-hliðin í bardagalistum. Það er mikilvægt að hafa jafnvægi þarna á milli.“ Teri-Dee hefur farið margar ferðir til Kína til að læra bardaga- listir hjá meisturum þar. Henni finnst mjög mikilvægt að læra beint af meisturunum. „Ein ástæða þess að ég vildi fara að vinna með Tveimur heimum er að ég vissi að fólkið þar hafði líka lært úti í Kína eins og ég. Þá vissi ég að það sem þau kenna ekta. Það kemur beint frá þeim sem hafa mestu þekkinguna en hefur ekki verið útþynnt eftir að hafa gengið mann frá manni á Vesturlöndum,“ útskýrir hún. „Ég hef farið allavega fimm sinnum til Kína. Lengsta þjálf- unarferðin mín þangað stóð yfir í eitt ár. Þá æfði ég með Shaolin- munkum. Það var mjög stíf þjálfun, ég æfði sex tíma á dag, sex daga vikunnar. Ég þurfti að vakna snemma á morgnana og virkilega reyna á þolmörk mín dag eftir dag.“ Teri-Dee segir að í hvert sinn sem hún fari til Kína geri hún lítið annað en að æfa. Hún læri á ný vopn og nýja sjálfsvarnartækni. „Það er tækni innan Kung Fu sem heiti Sanda, það er kínverskt sparkbox. Ég lærði það líka. Því eins og ég sagði, í Kung Fu þarftu að læra hugleiðslu og Qi gong en þú þarft líka að læra á vopn og sjálfs- vörn, þetta fer allt saman.“ Öruggur staður fyrir konur Teri-Dee hefur kennt Kung Fu víða um heim en eins og áður sagði er hún núna stödd á Íslandi. „Þegar ég var 18 ára þá flutti ég til London og fór í háskóla. Þar eignaðist ég góða vinkonu sem er Íslendingur. Í gegnum árin myndaði ég góð tengsl við Ísland og fólkið hér svo ég ákvað að flytja hingað og sjá hvað myndi gerast,“ útskýrir hún. „Ég byrjaði á að byggja upp Shaolin-samfélag hér, sem er mjög gott. Ég veit ekki til þess að Shaolin Kung Fu sé kennt annars staðar á Íslandi en hjá Tveimur heimum. Núna er ég aðallega að kenna fullorðnum, en ég einbeiti mér sér- staklega að því að kenna konum. Það eru svo margir karlmenn að kenna Kung Fu, og þeir eru góðir í því, en konum getur fundist óþægilegt að læra bardagalistir af karlmönnum. Þess vegna hef ég haldið námskeið þar sem konur eru sérstaklega velkomnar, svo þær upplifi sig öruggar að koma að læra hjá mér. Það mætti segja að námskeiðin séu öruggur vett- vangur fyrir þær til að reyna á sig og sjá hvað þær geta náð langt. Þar sem þær geta uppgötvað sjálfar sig og vaxið sem manneskjur. Það eru ekki nógu margir öruggir staðir fyrir konur til að gera það.“ n 2 kynningarblað A L LT 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.