Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 2
Við drekkum meira á sumrin og eins og við vitum býr það til aukinn kvíða og dep- urð, alla vega daginn eftir. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur við Kvíðameð- ferðarstöðina. Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Vonbrigði Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur við Kvíðameð­ ferðarstöðina, segir suma finna endurtekið fyrir depurð á sumrin – enda mesta eftir­ væntingin bundin við sum­ arið. Ýmis ráð eru til gegn depurðinni. odduraevar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Það er svo merki­ legt að við tengjum vanlíðan frekar við veturinn og finnst að okkur eigi að líða vel á sumrin en í rauninni er algengara en við höldum að þung­ lyndi láti á sér kræla á vorin og fram eftir sumri.“ Þá séu tíu prósent þeirra sem eru með árstíðabundið þunglyndi með þunglyndi yfir sumartímann. Sóley segir ekki fyllilega vitað hvað útskýri það en þó sé vitað að sólar­ ljós trufli melatónínmyndun sem geti dregið úr magni serótóníns, en lágt serótónínmagn hefur verið tengt við þunglyndi. „Svo eru það þessir samfélags­ legu þættir. Við höfum rosalegar væntingar til sumarsins og það á að vera geðveikt. Ef það stendur ekki undir væntingum, rignir til dæmis allt sumarið, eru vonbrigðin þeim mun meiri,“ segir Sóley. Vænta má þess að þó nokkrir f inni fyrir slíkum einkennum nú en gríðarlegur veðurmunur hefur verið á landinu þetta sumar. Gjarnan skýjað og súld í Reykjavík meðan sólin hefur leikið við lands­ menn fyrir norðan og austan líkt og sjá má á samfélagsmiðlum eins og Instagram. „Svo eru það samfélagsmiðlarnir sem gera okkur óleik. Því það lítur út á fésbókinni eins og allir séu að gera svo ógeðslega skemmtilega hluti alltaf og að allir aðrir séu svo of boðslega hamingjusamir,“ heldur Sóley áfram. „Vandinn er að við sjáum inn í okkur en ekki hvað bærist innra með öðrum og hvernig þeim raunverulega líður. Við erum þannig að bera okkar innra saman við ytra yfirborð annarra og fólk ber það alls ekkert alltaf með sér hvernig því líður.“ Bendir Sóley á að ýmsir streitu­ valdar tengist sumrinu. Aukin útgjöld vegna sumarfría, álag sem fylgir því að hafa börnin heima og skortur á rútínu valdi streitu. „Svefninn fer frekar úr skorðum, við drekkum meira á sumrin og eins og við vitum býr það til aukinn kvíða og depurð, alla vega daginn eftir.“ Margt er hægt að gera til að berj­ ast við sumardepurðina að sögn Sóleyjar. „Að stilla væntingum í hóf, þetta þarf ekkert að vera geðveikt og maður getur ekki verið glaður alltaf. Eins að minna okkur á að þó fólk líti út fyrir að vera alltaf að vera að gera geggjaða hluti, er veruleikinn ekki alltaf þannig. Það er ekki allt sem sýnist og mönnum líður misjafnlega á sumrin enda er lífið oft á tíðum erfitt,“ segir hún. n Depurð á sumrin er algeng Það er þungt í borgarbúum enda veðrið betra annars staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hjorvaro@frettabladid.is STJÓRNMÁL Guðlaugur Hermanns­ son verður ekki oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðvesturkjör­ dæmi eins og til stóð. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Guðlaugur hefði verið ákærður fyrir umfangsmikil svik úr Ábyrgðasjóði launa. Héraðssaksóknari ákærði átta manns fyrir svikin en Guðlaugi er gefið að sök að hafa reynt að telja starfsmönnum sjóðsins trú um að hann hefði verið starfsmaður hjá fyrirtæki sem varð gjaldþrota og ætti inni vangoldin laun upp á ríf­ lega 7,7 milljónir króna. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðis­ flokksins, segir málið afar leiðinlegt en að öflug manneskja muni taka sæti Guðlaugs sem oddviti flokksins í kjördæminu. „Málið er þess eðlis að Guðlaugur getur ekki setið áfram í oddvita­ sætinu. Guðlaugur sá það sjálfur og hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir kjöri á Alþingi. Það kemur maður í manns stað og við höfum fengið öflugan ein­ stakling í oddvitasætið,“ segir Guð­ mundur Franklín en f lokkurinn býður fram í fyrsta sinn í haust. n Guðlaugur víkur sæti vegna ákæru Guðmundur Franklín Jónsson er formaður Frjálslynda lýðræðis- flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Engum datt í hug að brjóta tveggja metra regluna í bið eftir sýnatöku á Suðurlandsbrautinni í gær. Metfjöldi á árinu greindist með Covid-19 á Íslandi í gær. Síðdegis voru 163 í einangrun og 454 í sóttkví. Nýtt farsóttarhús var opnað eftir að farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt. Almannavarnir hvetja fólk, sem kemur frá útlöndum og býr á Íslandi eða hefur tengsl inn í íslenskt samfélag, til að fara í skimun og halda sér til hlés þar til niðurstöður liggja fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Forsvarsmenn Knatt­ spyrnusambands Íslands, KSÍ, funduðu í gær um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar en sögðu fjölmiðlum eftir fundinn að þeim hefði ekki bor­ ist staðfesting um að Gylfi Þór sé til rannsóknar hjá lögreglunni í Man­ chester, fyrir meint brot gegn barni. Þar til slík staðfesting liggur fyrir ætlar sambandið ekki að tjá sig um málið.  Saksóknarinn Michael Ellis sagði í samtali við The Guardian í gær að bæði opinber umfjöllun og umræða á samfélagsmiðlum gæti spillt fyrir rannsóknum mála og haft vond áhrif á réttaröryggi. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og sérhver einstaklingur á rétt á sanngjarnri málsmeðferð fyrir dómstólum,“ sagði Ellis. Engin yfirlýsing hefur borist frá Gylfa Þór vegna málsins. Everton til­ kynnti á mánudagskvöldið að lands­ liðsmaðurinn yrði leystur undan störfum hjá félaginu á meðan rann­ sókn málsins stendur yfir. n KSÍ ekki tjáð sig um mál Gylfa Þórs Gylfi hefur verið leystur frá störfum hjá Everton. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 Fréttir 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.