Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 8
hjorvaro@frettabladid.is Alls létust 200 manns í f lóðunum sem gengið hafa yfir í Þýskalandi og Belgíu undanfarna daga. Þetta kom í gær fram í yfirlýsingu sveitarstjórna á þeim svæðum þar sem flóðin hafa valdið manntjóni. Staðfest hefur verið að 169 manns létust í Þýskalandi. Tala látinna í suð- vesturhluta Þýskalands er nú 121. Flóðin eru þau verstu í Þýskalandi í seinni tíð.   Tvö svæði í vesturhluta Þýskalands hafa farið verst út úr flóðunum en auk manntjóns eyðilögðust þar hús, tré, bílar, brýr og vegir. Mörg líkanna í Þýskalandi hafa fundist í kjöllurum þar sem íbúar þeirra húsa hafa reynt að bjarga verðmætum. Staðfest hefur verið að 31 maður sé látinn í Belgíu. Í báðum löndum á enn eftir að finna fólk sem ekki hefur fundist eftir hamfarirnar. Björgunarstarf mun standa yfir næstu daga og vikur og samhliða þarf að fara í mikið hreinsunarátak í borgum og héruðum sem hafa orðið fyrir vatnselgnum. Það var mikil rigning á miðviku- daginn í síðustu viku sem kom flóðunum af stað. Flóðin hafa leitt til umræðu um loftslagsbreytingar í Þýskalandi í aðdraganda þingkosn- inga sem verða haldnar 26. septem- ber næstkomandi. Þá lýkur 16 ára valdatíma Angelu Merkel en eftir þær kosningar mun nýr kanslari taka við stjórnartaum- unum í landinu. Samkvæmt sér- fræðingum leiðir hlýnun jarðar til tíðari og ofsafengnari flóða vegna þess að hlýrra loft getur innihaldið meira vatn. Hörmungarnar hafa einnig leitt til umræðu um viðvörunarkerfin í Þýskalandi. Angela Merkel hefur lofað að mögulegir veikleikar í kerf- inu verði skoðaðir. „Við erum með virkilega gott við- vörunarkerfi,“ segir Merkel í samtali við þýska fjölmiðla í gær en hún var þá stödd í borginni Bad Münstereifel sem er mjög illa farin. „Nú verðum við að skoða hvað virkaði og hvað ekki. Á sama tíma megum við ekki gleyma því að þetta eru f lóð af stærðargráðu  sem við höfum ekki séð í mjög langan tíma,“ segir Merkel enn fremur. n Tvö hundruð manns látist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu Björgunarstarf stendur nú yfir vegna flóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Múslimar koma saman á Gasa Múslimska trúarhátíðin Eid al-Adha fer fram í Palestínu þessa dagana en hérna má sjá nokkrar hnátur fara með morgunbæn á Al-Saraya-torginu á Gasa í gær. Múslimar flykkjast nú á Gasaströndina en um er að ræða eina heilögustu trúarhátíð múslima ár hvert. Á hátíðinni minnast múslimar fórnar Abrahams þegar hann fórnaði syni sínum, Ishmael, að guðs vilja. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga en þar koma fjölskyldur og vinir saman til þess að fagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is PERÚ Vinstrimaðurinn Pedro Castillo var lýstur sigurvegari for- setakosninganna í Perú í gær, um einum og hálfum mánuði eftir að kosningarnar voru haldnar. Seinni umferð forsetakosning- anna var haldin þann 6. júní síðast- liðinn en samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru á mánudag- inn vann Castillo sigur gegn keppi- naut sínum, Keiko Fujimori, með aðeins 44 þúsund atkvæða forskoti. Fujimori hafði neitað að viður- kenna ósigur og vænt Castillo um svindl en nú er ljóst að ógerningur er að fá niðurstöðunni hnekkt. Castillo er frambjóðandi stjórn- málaflokksins Frjáls Perú, sem er talinn lengst til vinstri á litrófi per- úskra stjórnvalda. Hann hefur ekki gegnt opinberu embætti áður en varð þekktur fyrir að leiða verkfall grunnskólakennara árið 2017. Castillo sótti fylgi sitt mestmegn- is til fátækra landsbyggðarmanna og sigur hans í kosningunum er talinn boða afdráttarlausa höfnun Perúmanna á stjórnmálaelítu lands- ins. Áætlað er að Castillo taki við embætti þann 28. júlí. n Pedro Castillo er nýr forseti Perú Pedro Castillo fagnar sigrinum í höfuðstöðvum Frjáls Perú í Lima. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is GRÆNLAND Margrét Þórhildur Danadrottning hefur hætt við fyrir- hugaða heimsókn sína til Græn- lands vegna mikillar fjölgunar á Covid-tilfellum þar í landi. Drottningin áætlaði að vera á Grænlandi frá 24. júlí til 5. ágúst í opinberri heimsókn, að því er segir á heimasíðu dönsku krúnunnar. Í byjun júlí var Grænland laust við Covid en smit fóru aftur að greinast 9. júlí. Í gær voru virk smit í landinu 29 talsins sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldursins. Smitin hafa leitt til takmarkana á ferðum til og frá Grænlandi og framlengingu á sóttvarnaaðgerð- um. Óbólusettum verður bannað að stíga fæti í f lugvélar grænlenska ríkisflugfélagsins Air Greenland og sömuleiðis í strandskip og strætis- vagna. n Drottning fer ekki til Grænlands Njósnaforriti frá ísraelsku hugbúnaðarfyrirtæki hefur verið beitt gegn stjórnarand- stæðingum og blaðamönnum um allan heim samkvæmt rannsókn Amnesty Interna- tional. thorgrimur@frettabladid.is NETÖRYGGI Embætti ríkislögreglu- stjóra hefur engin mál til rann- sóknar vegna njósnaforritsins Pega- susar að sögn Runólfs Þórhallssonar, yfirmanns greiningardeildarinnar. Deildin hafi ekki upplýsingar um að forritið hafi verið notað á Íslandi. Aðspurður segir Runólfur lögregl- una ekki geta tjáð sig um öryggisráð- stafanir sem kunni að vera gerðar til að tryggja öryggi æðstu stjórnar. Njósnaforritið Pegasus hefur komist í kastljósið vegna rannsókn- ar, sem unnin var af yfir 80 blaða- mönnum í samstarfi við Amnesty International og fjölmiðlasamtökin Forbidden Stories, hins svokallaða Pegasusarverkefnis. Rannsóknin leiddi í ljós að forritið, sem runnið er undan rifjum ísraelska hugbún- aðarfyrirtækisins NSO Group, hefur verið notað til þess að fremja ótal mannréttindabrot af ríkisstjórnum um allan heim. „Pegasusarverkefnið afhjúpar að njósnaforrit NSO eru kjörvopn harð- stjórna sem hyggjast þagga niður í blaðamönnum, ráðast á aðgerðas- inna og bæla niður andóf og stofna þannig lífi ótalmargra í hættu,“ sagði Agnès Callamard, aðalritari Amnesty International, í yfirlýsingu á heimasíðu samtakanna. „Þessar af hjúpanir gera út af við allar staðhæfingar NSO um að svona árásir séu sjaldgæfar og tíðkist aðeins vegna óheimillar notkunar á tæknibúnaði þeirra. Þótt fyrirtækið segi að njósnaforritin séu einungis notuð í lögmætum rannsóknum á glæpa- og hryðjuverkastarfsemi er ljóst að tækni þeirra hefur stuðlað að kerfisbundinni valdníðslu.“ Pegasus er njósnaforrit sem hlaðið er inn á snjallsíma í laumi og það notað til að fá aðgang að skila- boðum, hljóðnema, myndavél, sím- tölum og tengiliðum notandans. NSO selur aðeins erlendum ríkis- stjórnum forritið og þá aðeins með leyfi Ísraelsstjórnar þar sem það er lagalega skilgreint sem vopn. Rannsókn Pegasusarverkefnisins byggir á 50.000 símanúmerum sem lekið var til Amnesty International árið 2020 og voru talin tilheyra aðil- um sem viðskiptavinir NSO hugðust vakta. Amnesty Internat ional rann- sökuðu gögn úr 67 símum af listan- um og fundu ummerki um njósna- forritið í 37 þeirra. Þar af hafði því verið hlaðið upp í 23. Rannsóknin bendir til þess að viðskiptavinir NSO séu í Mexíkó, Aserbaísjan, Kasakstan, Ungverja- landi, Indlandi, Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, Sádi-Arabíu, Barein, Marokkó, Rúanda og Tógó. Meðal eigenda símanúmeranna á listanum má nefna Rahul Gandhi, fyrrverandi leiðtoga indversku stjórnarandstöðunnar, Carine Kanimba, dóttur rúandska stjórnar- andstæðingsins Pauls Rusesabagina sem nú er í fangelsi, og um fimmtíu manns í innsta hring mexíkóska forsetans Andrés Manuel López Obrador. Rannsóknin hefur einnig leitt í ljós að njósnaforritum NSO var beitt gegn ættingjum sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi, sem var myrtur árið 2018. Ríkisstjórn Pakistans hefur hafið rannsókn á því hvort forritinu hafi verið beitt til að njósna um síma Imrans Khan forsætisráðherra. Ríkisstjórn Frakklands hefur jafnframt kunngert fréttamiðl- inum Le Monde að símanúmer Emmanuels Macron forseta og margra ráðherra í ríkisstjórn hans hafi verið meðal númera sem mar- okkóska leynilögreglan hafi reynt að njósna um með búnaðinum frá NSO-Group. n Ekki orðið vart við Pegasus á Íslandi Stjórnarandstæðingar á Indlandi mótmæla ríkisstjórninni vegna meintra njósna um Rahul Gandhi og meðlimi Þjóðarráðsflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 8 Fréttir 21. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.