Fréttablaðið - 14.07.2021, Qupperneq 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s
Höggið má ekki alfarið
lenda á ferðaþjónust-
unni.
Ásberg Jónsson, forstjóri
Nordic Visitor.
1 3 6 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 4 . J Ú L Í 2 0 2 1
Úrbeinuð kjúklingalæri
Grænn
aspas
BBQ grísarif
GOTT Á GRILLIÐ Í
NÆSTU ICELAND
Iceland er með 6 búðir á höfuðborgarsvæðinu, alltaf
með góð tilboð í gangi og ríflegan opnunartíma.
Tilboð gilda 15. -- 21. júlí
50%
afsláttur44%
afsláttur
31%
afsláttur
Ef ekki verður bætt úr skulda-
stöðu ferðaþjónustunnar
mun greinin eiga erfitt með
að ná sér á strik, að sögn
Ásbergs Jónssonar forstjóra
Nordic Visitor.
thorsteinn@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Vinna þarf að heildar-
lausn á skuldavanda ferðaþjónust-
unnar með aðkomu ríkis, banka og
leigusala, svo að greinin geti náð
fyrri styrk. Þetta segir Ásberg Jóns-
son, forstjóri og stofnandi Nordic
Visitor, í viðtali við Markaðinn.
Í mörgum tilfellum rennur
greiðslufrestur ferðaþjónustu-
fyrirtækja hjá bönkum út í haust,
en Ásberg telur líklegt að greiðslu-
frestur verði framlengdur til hausts-
ins 2022.
„Það kemur að skuldadögum. Á
einhverjum tímapunkti þurfa fyrir-
tækin að byrja að greiða af lánum og
þá þarf að eiga sér stað leiðrétting á
markaðinum. Skuldastaðan í grein-
inni er ósjálfbær,“ segir Ásberg.
„Bankarnir hafa ekki hag af því
að ganga að veðum sínum vegna
þess að þá fá þeir holskeflu af fyrir-
tækjum í fangið. Þess vegna þarf að
vinna að heildarlausn, með aðkomu
banka, ríkisins, ferðaþjónustunnar
og leigusala. Höggið má ekki
alfarið lenda á ferðaþjónustunni,“
bætir hann við. Ef ekki verði bætt
úr skuldastöðu ferðaþjónustunnar
muni greinin eiga erfitt með að ná
sér á strik.
Aðspurður, segist hann eiga von
á því að samrunar innan ferðaþjón-
ustu færist í aukana í vetur. „Frá því
að kórónuveiran kom til landsins
hafa atvinnurekendur í greininni
einblínt á að komast í gegnum þetta
ástand og forðast að selja fyrirtæki
á brunaútsölu. Það er seigla í fólki í
ferðaþjónustu,“ segir Ásberg.
Þá kemur einnig fram í viðtalinu
að saman verði ferðaskrifstofurnar
Nordic Visitor, Iceland Travel og
Terra Nova þriðja stærsta ferða-
þjónustufyrirtæki landsins þegar
kaup Nordic Visitor á Iceland Travel
ganga í gegn. SJÁ MARKAÐINN
Taka þarf á ósjálfbærum
skuldum í ferðaþjónustuhordur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Hluthöfum Íslandsbanka
hefur fækkað um liðlega 17 prósent
á þremur vikum eftir að bankinn
var skráður á hlutabréfamarkað.
Samkvæmt upplýsingum sem
Markaðurinn fékk frá Íslandsbanka
stóð heildarfjöldi hluthafa í gær í
rétt rúmlega 20 þúsundum talsins,
en eftir hlutafjárútboð bankans í
liðnum mánuði var fjöldi hluthafa
hins vegar nálægt 24 þúsundum.
Hefur þeim því fækkað um tæplega
fjögur þúsund.
Talsverður hópur hluthafa hefur
því selt öll sín bréf í bankanum á
fyrstu dögunum eftir að hann var
skráður á markað, þann 22. júní
síðastliðinn. Fastlega má gera ráð
fyrir að þar hafi einkum verið um
að ræða almenna fjárfesta. Hluta-
bréfaverð Íslandsbanka hækkaði
um nærri 20 prósent á fyrsta degi
viðskipta og hefur síðan haldið
áfram að hækka enn frekar. n
Hluthöfum fækkar
um nær 4 þúsund
adalheidur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Áhrifavaldurinn
Edda Falak er ein þeirra sem fá senda
kröfu frá lögmanni Ingólfs Þórar-
inssonar vegna ummæla hennar
á Twitter um meinta hegðun tón-
listarmannsins.
Edda lýsti því yfir á Twitter fyrr í
vor að þekktur tónlistarmaður hefði
nauðgað sér og samkvæmt heimild-
unum eru þau ummæli meðal kæru-
efna á hendur henni.
RÚV greindi frá því í gær að Ingólf-
ur hygðist kæra til lögreglu 32 nafn-
lausar sögur sem birtust um hann á
Tiktok. Að auki yrði fjórum sendar
bótakröfur fyrir ærumeiðingar á
opinberum vettvangi.
Umfjöllun um Ingólf í kjölfar
nafnlausra frásagna á Tiktok hafa
valdið Ingólfi miklu tjóni að mati
lögmanns hans, Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar, sem ræddi málið við
Rúv í gær. Hann hefði því ekki annan
kost en að bregðast við. n
Ingó sendir kröfu
á Eddu Falak
Í gær var síðasti dagurinn til að næla sér í bólusetningu við Covid-19 á opnum degi í Laugardalshöll fyrir sumarleyfi starfsmanna Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Boðið var upp á bóluefni
Pfizer og voru þónokkrir sem nýttu sér tækifærið, margir í yngri kantinum eins og sést á myndinni. Í dag verður þó haldið áfram að bólusetja einstaklinga sem eru í sóttkví. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR