Fréttablaðið - 14.07.2021, Page 25

Fréttablaðið - 14.07.2021, Page 25
Vinna þarf að heildar- lausn með aðkomu banka, ríkisins, ferða- þjónustunnar og leigusala. Höggið má ekki alfarið lenda á ferðaþjónustunni. Við erum við mjög áhugasöm um að taka yfir sambærilegan rekstur í Skandinavíu eða Bretlandi á næstu misserum. Ásberg byrjaði að reka eigið ferðaþjónustufyrirtæki um tvítugt, þegar ferðamenn á Íslandi voru færri en 300 þúsund á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Faraldurinn skall á rétt eftir kaupin á Terra Nova Nordic Visitor gekk frá kaupum á ferðaskrifstof- unni Terra Nova Sól af Arion banka í febrúar 2020. Terra Nova var hluti af TravelCo sem stofnað var í kjölfar gjaldþrots Primera Travel Group, sem Arion banki tók yfir í júní 2018. Terra Nova Sól sérhæfir sig að mestu í þjónustu við erlenda ferðaskipu- leggjendur sem selja ferðir hingað til lands. „Þegar við gerðum tilboð í Terra Nova þá var kórónuveiran ekki inni í myndinni. En síðan þegar allir pappírarnir voru tilbúnir var farið að bera á fréttum um skæðan vírus í Kína. Ég man eftir að hafa setið við borð hátt upp í turninum á Höfða- torgi, horft yfir samninginn og sagt upphátt: „Jæja, það getur vel verið að þetta verði versti díll sem ég hef gert á ævinni ef þessi vírus í Kína kemur til landsins. Það var hlegið og ég skrifaði undir,“ segir Ásberg. „Ég var meðvitaður um að þessi veira gæti valdið vandræðum, enda búinn að reka ferða- þjónustufyrirtæki í gegnum fuglaflensu, svína- flensu, efnahagshrun, eldgos og ég veit ekki hvað og hvað. Þessi veira yrði bara enn ein hindrunin,“ bætir Ásberg við. Hann var þó sannfærður um að Nordic Visitor gæti bætt rekstur Terra Nova heilmikið og því kom ekki til greina að hverfa frá kaupunum. „Við sjáum ekki eftir því í dag þegar allt er að fara í aftur í gang. Auðvitað var svekkjandi að kaupa félag og sjá tekjurnar fara niður um 80 prósent á fyrsta ári en samningurinn var vel fjármagnaður.“ Nú geturðu keypt og selt verðbréf í Arion appinu arionbanki.is Þú getur keypt og selt hlutabréf í íslenskum félögum og sjóðum Stefnis á einfaldan og fljótlegan hátt í Arion appinu. fá 26,1 prósents eignarhlut í sam- einuðu félagi. „Þetta er í fyrsta sinn sem utan- aðkomandi fjárfestar koma með innspýtingu í félagið. Við höfum kynnst þeim ágætlega og það skiptir máli að vinna með fólki sem maður getur treyst. Ég hef trú á þeim og þeir virðast hafa trú á okkur.“ Spurður hvort hann hafi skrán- ingu Nordic Visitor á hlutabréfa- markað á bak við eyrað svarar Ásberg neitandi. „Það er ekki útilokað að móður- félagið verði skráð á markað í framtíðinni en það er ekki sú veg- ferð sem við erum á núna. Aftur á móti erum við mjög áhugasöm um að taka yfir sambærilegan rekstur í Skandinavíu eða Bretlandi á næstu misserum.“ Uppselt í hverri brottför Velta Nordic Visitor árið 2019 nam um 4,1 milljarði króna, velta Terra Nova um 1,8 milljarði króna og velta Iceland Travel um 8,5 millj- örðum króna. Samanlögð velta fyr- irtækjanna á árinu 2019 var því um 14,4 milljarðar króna. Af íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum voru einungis Icelandair og Bláa lónið með meiri tekjur. Aðspurður segir Ásberg raunhæft að umsvif samstæðunnar verði komin í eðlilegt horf árið 2023. Áætlanir hans gera ráð fyrir 12 milljarða króna veltu á næsta ári og 15 milljarða króna veltu árið 2023. Á þessu ári er hins vegar útlit fyrir að velta samstæðunnar verði um 7 milljarðar króna og að sögn Ásbergs verður af koman góð miðað við aðstæður. „Það hefur verið rífandi gangur í bókunum á síðustu vikum eftir að Evrópumarkaðurinn tók við sér. Nordic Visitor er að ná allt að 75 prósentum af þeirri veltu sem félag- ið var með árið 2019, þrátt fyrir að nánast engir ferðamenn hafi komið fyrstu fimm mánuði ársins,“ segir Ásberg. Gott gengi Nordic Visitor á síðustu mánuðum helgast meðal annars af því að fyrirtækið viðhélt stórum hluta af framboði sínu á hópferðum á Íslandi fyrir árið 2021 á meðan margir keppinautar drógu verulega úr framboði ferða. „Það var áhætta fólgin í því en ég hafði trú á því að hópferðir myndu taka við sér hraðar en margir héldu. Sem dæmi þá hefur verið uppselt í nánast hverri einustu brottför á okkar vegum og núna erum við að bæta við ferðum inn í veturinn vegna þess að það er nánast uppselt út nóvember,“ segir Ásberg. Þá skipti einnig máli að nýta tímann vel á meðan umsvif voru í lágmarki. „Um leið og ljóst var að Nordic Visitor hefði fjármagn til þess að þola lítil umsvif í talsverðan tíma var tekin ákvörðun um að halda hærra hlutfalli af starfsmönnum en f lestir aðrir gerðu. Við nýttum tímann í verkefnavinnu og erum að koma sterk út úr þessari kreppu.“ Skuldastaða greinarinnar ósjálfbær Tekjulaus ferðaþjónusta komst í gegnum kórónukreppuna með hjálp ríkissjóðs, sem veitti ýmiss konar styrki og frestun á greiðslu opinberra gjalda, og síðan banka, sem veittu greiðslufresti á lánum. Í mörgum tilfellum renna greiðslu- frestir hjá bönkum út í haust, en Ásberg telur líklegt að greiðslu- frestir verði framlengdir til hausts- ins 2022. „Það kemur að skuldadögum. Á einhverjum tímapunkti þurfa fyrir- tækin að byrja að greiða af lánum og þá þarf að eiga sér stað leiðrétting á markaðinum. Skuldastaðan í grein- inni er ósjálfbær,“ segir Ásberg. „Bankarnir hafa ekki hag af því að ganga að veðum sínum vegna þess að þá fá þeir holskeflu af fyrir- tækjum í fangið. Þess vegna þarf að vinna að heildarlausn með aðkomu banka, ríkisins, ferðaþjónustunn- ar og leigusala. Höggið má ekki alfarið lenda á ferðaþjónustunni,“ bætir hann við. Ef ekki verði bætt úr skuldastöðu ferðaþjónustunnar muni greinin eiga erfitt með að ná sér á strik. „Ef ríkið vill miklar skatttekjur til lengri tíma og ef bankarnir vilja ekki fá fyrirtækin í fangið þá held ég að það sé æskilegt að menn taki samtalið og reyni að finna lang- tímalausn. Nú þarf að tryggja að rekstrarumhverfið sé þannig að fyrirtækin geti náð fyrri styrk. Það má ekki gleyma því að þótt ferða- mennirnir séu byrjaðir að streyma aftur til landsins er fjöldi þeirra innan við helmingur af því sem áður var. Flest ferðaþjónustufyrir- tæki verða rekin með tapi á þessu ári sem bætist við gríðarlegt tap á síðasta ári. Verkefnið er ekki búið“ Eigum við von á f leiri stórum samrunum í ferðaþjónustu? „Það kemur sumum á óvart hversu lítið hefur verið um sam- r una í ferðaþjónustu í þessu ástandi. Ég held að það muni færast í aukana í vetur. Frá því að kórónuveiran kom til landsins hafa atvinnurekendur í greininni ein- blínt á að komast í gegnum þetta ástand og forðast að selja fyrirtæki á brunaútsölu. Það er seigla í fólki í ferðaþjónustu,“ segir Ásberg. Gríðarlegt álag eftir langan dvala Slæm fjárhagsstaða fyrirtækja, einkum skortur á lausafé, endur- speglast í því að þau eiga erfitt með að anna eftirspurn ferðamanna. „Það má segja að það sé umfram- eftirspurn eftir því að ferðast til Íslands, sem virðiskeðjan nær ekki að anna. Það vantar bílaleigubíla, erfiðlega gengur að ráða starfsfólk og ekki er hægt að skipuleggja stór- ar hópferðir með skömmum fyrir- vara. Mörg fyrirtæki eru löskuð og eiga erfitt með að koma sér í gang,“ segir Ásberg. Í eðlilegu árferði berast bókanir frá október og út apríl, og síðan fer reksturinn á fullt yfir sumarið. Nú berast bókanir með stuttum fyrir- vara á sama tíma og framkvæma þarf ferðirnar. „Allt tekur lengri tíma. Það er töf á svörum frá birgjum, f lug frestast, og fólk er pínu ryðgað eftir langt tímabil í dvala. Það er gríðarlegt álag á starfsfólki í greininni þessa dagana,“ segir Ásberg. „Það er frábært að eftirspurnin sé að rjúka upp en á sama tíma er mjög erfitt að keyra hlutina svona hratt af stað,“ bætir hann við. „Í svona ástandi verða mistök algengari og þá er hættan sú að gæði þjónustunnar verði ekki með sama hætti og þau ættu að vera.“ Samkeppnin að mestu erlendis Í samrunaskrá sem Nordic Visitor og Iceland Travel sendu Samkeppn- iseftirlitinu vegna samrunans kom fram að samanlögð markaðshlut- deild fyrirtækjanna í veltu ferða- skrifstofa, ferðaskipuleggjenda og bókunarþjónustu á Íslandi væri um 18 prósent. „Ef maður horfir á starfsemi eins og okkar þá er samkeppnin að mestu leyti erlendis,“ útskýrir Ásberg. „Megnið af ferðum til Íslands eru seldar gegnum erlendar síður eins og Booking og Expedia og stórar alþjóðlegar ferðaskrifstofur sem geta varið gríðarlegum fjármunum í upplýsingatækni og markaðs- setningu. Til þess að geta keppt við alþjóðleg fyrirtæki og halda störfum þurfa íslensku fyrirtækin að hafa fjárhagslega burði til að geta fjárfest í innviðum.“ „Að því leyti er þessi samruni mjög jákvæður fyrir íslenska ferða- þjónustu,“ bætir hann við. „Við þekkjum markaðinn, greiðum skatta og gjöld á Íslandi og viljum halda starfseminni sem mest hér á landi.“ n MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.