Fréttablaðið - 14.07.2021, Page 36

Fréttablaðið - 14.07.2021, Page 36
benediktboas@frettabladid.is Fjölnir Geir Bragason hefur verið í fréttum sem einn fimmmenninganna sem fór fram á að starfsemi svokall- aðra vöggustofa verði rannsökuð. Hann er langþekkt- astur og varla kallaður annað en Fjölnir tattú og er eins og margir fleiri kenndur við störf sín, fyrirtæki, hljóm- sveitir og jafnvel COVID-faraldurinn. Betur þekkt sem... Solla í Gló Sólveig Eiríksdóttir verður trúlega alltaf kennd við Gló enda sló staðurinn hennar og matargerð í gegn hjá landanum. Hún seldi hlut sinn í Gló árið 2019 en starfaði um skeið áfram sem ráð- gjafi hjá Gló og herti þannig enn betur á órjúfan- legri tengingunni. Þríeykið Alma Möller, Þórólfur Guðnason og Víðir Reynisson. Þríeykinu, sem hefur verið landsins stoð og stytta í COVID-faraldrinum, verður seint fullþakkað. Þau voru ýmsu öðru vön þegar þeim var þeytt fram í sviðsljósið þar sem þau töluðu kjark og þor í þjóðina þegar faraldurinn geisaði og öll sund virtust lokuð. Þau standa vitaskuld öll fyrir sínu, eitt og sér, en renna saman í hið eina sanna þríeyki í huga fjöldans. Rósa á Spotlight Rósu Guðmundsdóttur gengur illa að losna undan Spotlight nafninu. Hún var skemmtana- stjóri staðarins í kringum síðustu aldamót og hefur eðlilega gert ýmislegt síðan þá. Hún hefur verið búsett í New York síðustu ár þar sem hún hefur starfað í skemmtanabransanum. Svava í 17 Saga tískuveldisins 17 er orðin býsna löng og litskrúð- ug og Svava Johansen hefur rekið það með slíkum stæl að hún verður tæpast úr því sem komið er kennd við neitt annað en upphafið, sjálfa stofnunina sem verslunin 17 hefur verið í áratugi. Bjössi og Dísa í World Class World Class-hjónin, Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem hafa reynt að taka bumbuna af landsmönnum síðan 1985, eru eðlilega kennd við veldið sem byrjaði í örlitlu húsi í Skeifunni 3c en vöðvamassi þess hefir tútnað svo út síðan þá að nú eiga þau og reka átján líkamsræktarstöðv- ar og eru því eðli málsins samkvæmt þekktust sem Bjössi og Dísa í World Class. Helgi í Góu Helgi Vilhjálmsson hefur kom- ið brosi á landsmenn síðan fyrsti Hraunbitinn var fram- leiddur árið 1973 og þótt hann hafi komið víða við og meðal annars blakað djúpsteiktum kjúklingavængjum og lamið á lífeyrissjóðunum þá verður hann alltaf þekktur sem Helgi með Góu-nafnbótina. Steini í Kók Þrátt fyrir að hafa selt hlut sinn í Vífilfell árið 2010 er Þorstein M. Jónsson enn ekki kenndur við neitt annað en Kók. „Coke is it“ og Steini í Kók festist svo rækilega að það kemur bara ekkert annað í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI AÐEINS 3.990 KR./MÁN. Tryggðu þér áskrift á stod2.is 20 Lífið 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. júlí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.