Fréttablaðið - 10.07.2021, Side 6
Lögmaður Michele Ballarin
segir Flugfélagið Wow air ehf.
áforma að hefja fragtflug og
síðar farþegaflug. Skiptastjóri
þrotabús WOW air verður
ekki við kröfu um að hætta að
nota WOW-nafnið.
gar@frettabladid.is
FLUGMÁL „Það sem við höfum fyrst
og fremst lagt áherslu á er í raun og
veru fragtf lug í víðum skilningi,“
segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður
Michele Ballarin, sem keypti mikl-
ar eignir úr þrotabúi WOW air hf.
haustið 2019.
Sótt hefur verið um flugrekstrar-
leyfi til Samgöngustofu í nafni
félags sem nú heitir Flugfélagið
Wow air ehf. en hét Háutindar
ehf. er umsóknin var lögð fram.
Páll er skráður fyrir helmingshlut
í félaginu á móti Michele Ballarin.
Komið hefur fram í Fréttablað-
inu að svokallaðar f lugrekstrar-
handbækur, sem voru meðal þess
sem félag Michele Ballarin keypti
úr þrotabúi Wow air, eru ekki
meðal þeirra gagna sem af hentar
hafa verið úr þrotabúinu. Einn-
ig hefur komið fram að Páll Ágúst
telur að þessi gögn hafi verið tekin
traustataki frá WOW air og nýtt hjá
hinu nýja f lugfélagi Play. Forstjóri
Play hefur alfarið hafnað þessum
ásökunum.
„Tilgangurinn með því að kaupa
þessar bækur tilbúnar úr þrotabú-
inu var sá að spara tíma og pen-
inga og umbjóðandi minn hefur
því orðið fyrir umtalsverðu tjóni,“
segir Páll.
Umsók n Flug félagsins Wow
air ehf. til Samgöngustofu er lögð
fram með vísan í umræddar f lug-
rekstrarhandbækur gamla Wow air
sem Páll kveðst viss um að sé enn
að finna í fórum Samgöngustofu,
því stofnuninni beri skylda til að
varðveita slík gögn. Hafi Play hins
vegar í raun byggt á handbókum
WOW þurfi að endurskrifa þær
að hluta því tvö f lugfélög geti ekki
alfarið byggt á sömu handbókun-
um, meðal annars vegna þátta sem
lúti að öryggismálum.
Aðspurður um hvað hið nýja
WOW ætlist fyrir segir Páll fyrsta
mál á dagskrá að afla f lugrekstrar-
leyfisins. „Þó að við teljum að
ákveðnir aðilar hafi brotið gegn
rétti okkar þá væntum við einskis
annars en góðs samstarfs við Sam-
göngustofu í okkar ferli. Það er
alveg á hreinu,“ segir hann.
Að fengnu f lugrekstrarleyfi segir
Páll ætlun Flugfélagsins WOW air
ehf. að hefja fragtf lug. Aðspurður
segir hann það ekki verða bundið
við Ísland.
„Það sem við höfum fyrst og
fremst lagt áherslu á er í raun og
veru fragtf lug í víðum skilningi.
Og markmiðið er að það muni
verða boðið upp á farþegaflug sem
íslenskir neytendur muni geta
nýtt sér. Hvenær það nákvæmlega
verður mun tíminn þurfa að leiða í
ljós,“ segir lögmaðurinn.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
í fyrradag segist Páll Ágúst ítrekað
hafa óskað eftir því við þrotabú
WOW air að þrotabúið breytti
nafni sínu, enda hefði umbjóðandi
hans keypt nafnið út úr búinu og
hefði einn afnotarétt á því. Slíka
nafnabreytingu segir Páll ekki vera
neinum vandkvæðum háð.
Þorsteinn Einarsson, annar
tveggja skiptastjóra þrotabúsins,
segist í svari til Páls áður hafa
hafnað þessari kröfu og að afstaða
skiptastjóra hafi ekki breyst.
„Fyrrgreind afstaða skiptastjóra
styðst meðal annars við samning
aðila, en í honum er ekki kveðið á
um skyldu þrotabúsins til að breyta
nafni sínu. Þá er óþekkt að þrota-
bú breyti nafni sínu ef það er yfir
höfuð hægt,“ segir í svari Þorsteins
til Páls.
Áfram segir Þorsteinn í svari
sínu kröfuna hafa verið setta fram
löngu eftir gerð samnings aðila
og að hún sé í engu samræmi við
samninginn eða það sem komið
hafi fram í viðræðum fyrir gerð
samningsins. ■
Byrja með fragt og síðar með farþega
Allra handa
munir úr fórum
hins fallna
WOW eru nú í
geymslum Mic-
hele Ballarin í
Bandaríkjunum.
MYND/AÐSEND
Er óþekkt að þrotabú
breyti nafni sínu ef það
er yfir höfuð hægt.
Þorsteinn Ein-
arsson, skipta-
stjóri þrotabús
WOW air.
gar@frettabladid.is
BORGARBYGGÐ „Byggðarráð telur
þessa stöðu alvarlega,“ segir í
bókun byggðarráðs Borgarbyggð-
ar vegna skýrslu sem leiðir í ljós
mikla misbresti í bókhaldi vegna
framkvæmda við Grunnskólann í
Borgarnesi.
Ákveðið var að fara ofan í saum-
ana á málinu er í ljós kom misræmi á
milli verkbókhalds eftirlitsaðila
með grunnskólaframkvæmdinni
og bókhalds Borgarbyggðar.
„Eftirlitsaðilinn telur ljóst að ekki
hafi verið fylgt þeirri ákvörðun að
bóka ekki kostnað á verkefnið nema
að samþykki eftirlits lægi fyrir. Af
þeim sökum séu þær upplýsingar
sem hafa reglulega verið kynntar
fyrir byggingarnefnd og byggðar-
ráði rangar og gefi ekki rétta mynd
af stöðunni. Í mjög grófum dráttum
virðist samkvæmt minnisblaðinu
að 105.040.410 krónur hafi verið
skráðar á verkefnið án samþykkis
eða vitneskju eftirlitsaðila,“ segir í
bókun.
„Eins kemur fram í minnisblaðinu
að mögulega hafi einhverjir reikn-
ingar verið samþykktir sem hafi
ekki átt rétt á sér og því mögulega
um ofgreiðslu að ræða á einhverjum
þáttum,“ segir byggðarráð, sem
kveður stöðuna alvarlega og leggur
til hlutlausa úttekt á verkefninu í
heild. „Þá er nauðsynlegt að fara yfir
alla reikninga sem hafa verið bókaðir
inn á verkið og greina þá sem sannar-
lega tilheyra ekki verkinu og sjá til
þess að þeir verði endurflokkaðir í
eignaskrám sveitarfélagsins.“ ■
Skráðu 105 milljónir króna á grunnskólann án samþykkis
Óreiða er vegna framkvæmda við Grunnskóla Borgarness. MYND BORGARBYGGÐ
ALLIR ÚT
AÐ PLOKKA
Landssamband eldri borgara hvetur stóra sem smáa
að stunda skemmtilega hreyfingu eins og að plokka.
Munum að flokka og skila á endurvinnslustöðvar.
kristinnpall@frettabladid.is
FASTEIGNIR Hvergi hefur húsnæðis-
verð hækkað jafn mikið og á Íslandi
síðustu tíu ár, samkvæmt nýrri sam-
antekt Eurostat um þróun húsnæðis-
verðs. Þar hefur Ísland naumt forskot
á Eistland með rúmlega 130 prósenta
hækkun frá ársbyrjun 2010 til fyrsta
ársfjórðungs þessa árs.
Á fjögurra ára tímabili frá 2011 var
húsnæðisverð á stöðugri niðurleið
en frá árinu 2015 hefur húsnæðis-
verð hækkað jafnt og þétt. Leigu-
verð hefur hins vegar haldist talsvert
stöðugra og farið upp á hverjum árs-
fjórðungi í tíu ár.
Mesta hækkunin á fasteignaverði
innan Evrópu átti sér stað á Íslandi,
en næst kemur Eistland með tæplega
127 prósenta hækkun og Lúxemborg
með 108 prósenta hækkun á tíu ára
tímabili. Mesta rýrnunin í fasteigna-
verði átti sér stað í Grikklandi, Ítalíu,
Kýpur og á Spáni.
Samkvæmt sömu tölfræði hefur
leiguverð á Íslandi hækkað um tæp
70 prósent á þessu tíu ára tímabili.
Mesta hækkunin á leiguverði innan
Evrópu á þessu tímabili er í Eistlandi,
þar sem leiguverð er búið að hækka
um 124 prósent. Næst kemur Lit-
háen með 109 prósenta hækkun á
leiguverði en Ísland er í þriðja sæti á
þeim lista. ■
Fasteignaverð
hækkað mest á
Íslandi síðustu ár
Leiguverð hækkaði um 70 prósent.
6 Fréttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ