Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 8
Þotuhreiður á Reykjavíkurflugvelli Talsverð umferð einkaþotna hefur verið um Reykjavíkurflugvöll upp á síðkastið og greinilegt að borgin og landið höfðar til þeirra sem eru loðnir um lófana. Undir hádegi í gær voru fjórar þotur á stæðinu norðan við skrifstofubyggingu Icelandair á vellinum. Sumar nýlentar og aðrar að ferðbúast. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is SPÁNN Saksóknari á Spáni hefur dregið til baka ákæru á hendur 72 ára gömlum manni fyrir að hafa aðstoðað eiginkonu sína við að deyja og var hann þá sýknaður. Er það gert vegna nýrra laga um dánar­ aðstoð, að því er segir á vefútgáfu El País. Eiginkona Ángel Hernández var með MS­sjúkdóminn á lokastigi, að sögn El País. Í apríl 2019 hafi hann  uppfyllt ósk hennar um að aðstoða hana við að deyja. Hún var þá 61 árs gömul. Lög sem heimila slíkt tóku ekki gildi á Spáni fyrr en 25. júní síðastliðinn, en saksóknar­ inn bað í síðustu viku dómstólinn að fella mál Hernández afturvirkt undir nýju löggjöfina. Kona hans hafi liðið óbærilegar þjáningar og hann hafi verið í rétti er hann veitti henni dánaraðstoðina. ■ Sýknaður vegna dánaraðstoðar Nýju lögunum hefur verið mótmælt. Nett rafskutla sem hægt er að brjóta saman með fjarstýringu og því auðveldlega hægt að taka í ferðir. Verð aðeins 249.000 kr. JBH RAFSKUTLA BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík / 525 8000 / www.bl.is JBH Samanbrjótanleg rafskutla FRÍ HEIMSENDING á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er í vefverslun www.bl.is/vefverslun 180W mótor – 288 wH rafhlaða 125 kg burðargeta – Fallvörn að aftan Eigin þyngd 31 kg Passar samanbrotin í flest bílskott Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum, segir heyskapinn ganga vel á fyrstu dögunum. thorgrimur@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Heyskapur stendur nú yfir í sveitum landsins og heyið að safnast í heyrúllur. Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum í Skagafirði, hóf slátt á miðvikudag og segir hey­ skapinn hafa farið vel af stað. „Ég er nú bara búinn með um 25 rúllur af 500, þannig að þetta er rétt að byrja en útlitið er mjög gott. Það er mikið og gott gras.“ Halldór telur að reynsla annarra bænda af byrjun heyskaparins í ár hafi sömuleiðis verið góð. „Þótt það sé eitt og eitt undantekningartilvik virðist þetta almennt líta vel út. Við búum yfir svo góðum vatnsbúskap hérna í Fljótum og svo er snjórinn að bráðna og rennur niður hlíðarnar og því er ágætis væta í jörðinni þótt það hafi ekkert mikið rignt.“ Sauðfé hefur fækkað nokkuð á landinu undanfarin ár og Halldór segir að dregið hafi úr heymagni í samræmi við það. Þá hafi bændum í Fljótum fækkað nokkuð og sum býlin lagst í eyði. „Allar göngur og önnur samvinnuverkefni okkar sem tengjast smalamennsku verða alltaf erfiðari og erfiðari með hverju árinu. Svo eldumst við, vit­ leysingarnir sem erum hérna enn þá. En það eru önnur umsvif, það er náttúrlega hótel í sveitinni og ferðaþjónustan er sterk og alltaf að aukast. Það eru aðrar áherslur kannski. Svo breytast neysluvenjur og markaðskröfur landsins alltaf og ein okkar helsta áskorun er að sjá til þess að afurðirnar okkar eigi erindi til nútímalandsins.“ Halldór segist stundum finna löngu týnda hluti í gömlum hey­ rúllum. „Það er ýmislegt sem kemur í ljós í rúllunum, eins og verkfæri og fatnaður sem hefur týnst fyrir ári. Það er mjög fyndið þegar maður opnar rúlluna og finnur svona gamalt tímahylki frá því í fyrra.“ Að sögn Halldórs kemur fjöldi aðkomufólks til að taka þátt í hey­ skapnum. Eru þar sumir nýir af nálinni og skapast þá skemmtileg stemning í kringum starfið. „Næstu skref eru bara að halda áfram ef veður leyfir. Þá verður bara farið af fullum þunga í sláttinn og reynt að gera þetta eins hratt og unnt er svo við komumst í frí í ágúst.“ ■ Heyskapur hafinn í Fljótum Halldór Gunnar Hálfdánarson ásamt dóttur sinni, Magdalenu Ellý. Heyskapur hófst á Molastöðum í Fljótum á miðvikudaginn og að sögn Hall- dórs hefur verkið gengið vel, bæði þar og á öðrum bæjum. MYND/AÐSENT Næstu skref eru bara að halda áfram ef veður leyfir. thorgrimur@frettabladid.is MEXÍKÓ Forseti Mexíkó, Andrés Manuel López Obrador, liggur undir ásökunum um spillingu vegna birt­ ingar myndbands frá árinu 2015 þar sem yngri bróðir forsetans, Martín Jesús, sést taka við peningagreiðslu frá embættismanni. Í myndbandinu heyrist Martín Jesús segja að peningarnir séu fyrir bróður sinn. Þetta er annað mynd­ bandið af þessu tagi sem hefur birst, í hinu fyrra var það eldri bróðir for­ setans, sem sást taka við reiðufé. Forsetinn hafnar því að hann hafi nokkurn tímann tekið við fénu. ■ Mexíkóforseti í vanda með litla bróður Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó. 8 Fréttir 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.