Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 50
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@
frettabladid.is
Ég hlusta mikið á
bækur á sumrin,
enda er ég alltaf á ferð og
flugi.
Ævar Þór Benediktsson
6 kynningarblað 10. júlí 2021 LAUGARDAGURSUMARKILJUR
Ævar Þór Benediktsson
rithöfundur og leikari, sem
margir þekkja betur undir
nafninu Ævar vísindamaður,
hefur gefið út fjöldann allan
af bókum fyrir börn. Ævar
mælir með nokkrum góðum
bókum til að lesa í sumar-
fríinu.
Ævar gaf út bókina Fleiri hryllilega
stuttar hrollvekjur í vor en í fyrra
kom út bókin Hryllilega stuttar
hrollvekjur.
„Þetta eru tuttugu örstuttar
hrollvekjur fyrir alla þá sem
nenna ekki að fara að sofa í sumar.
Sögurnar eru ríkulega mynd-
skreyttar eftir Ágúst Kristinsson.
Við notum sérstakt lesblinduletur
í bókinni svo vonandi geta sem
flestir notið bókarinnar. Hvort
sem þau lesa bókina sjálf eða
að öll fjölskyldan verði logandi
hrædd einhvers staðar í tjaldi uppi
á heiði. Sögurnar henta í öllum
aðstæðum.“
Ævar les sjálfur mikið en á
sumrin hlustar hann frekar á
hljóðbækur. Hann mælir með
nokkrum bókum sem hann ætlar
að lesa í sumar og gaman er að lesa
í sumarfríinu.
Salem‘s Lot eftir Stephen King
„Ég hlusta mikið á bækur á sumrin,
enda er ég alltaf á ferð og flugi. Ég
hlusta í bílnum eða þegar ég er að
taka til og elda. Ég stefni á að lesa
Salem‘s lot í sumar sem hljóðbók.
Ég hef að vísu lesið hana áður,
en ég reyni alltaf að lesa Stephen
King þegar ég er að skrifa. Ég er að
klára bók fyrir jólin og þá er gott
að lesa King, til að fylla á tankinn.
Það virkar hvetjandi, allavega fyrir
mig, að lesa höfunda sem mér
finnst vera góðir.“
Once upon a time in Hollywood
eftir Quentin Tarantino
„Ég var að kaupa þessa bók
fyrir tveimur dögum og er mjög
spenntur að lesa hana. Bókin var
bara að koma út nýlega. Þetta er
fyrsta skáldsaga Quentin Tarant-
ino og er skrifuð upp úr sam-
nefndri bíómynd. Ég hef heyrt að
bókin sé mjög góð. Ég keypti hana
bara niðri í bæ svo hún ætti að vera
komin í allar betri bókabúðir býst
ég við.“
Bál tímans
eftir Arndísi Þórarinsdóttur
„Það var að koma út mjög áhuga-
verð bók eftir Arndísi Þórarins-
Hvetjandi að lesa góða höfunda
Ævar mælir
með nokkrum
góðum bókum
til að lesa í
sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Hryllingssögur
fyrir fólk sem
nennir ekki að
fara að sofa.
Ævar hlakkar til að lesa þessa bók.
Frábær bók að mati Ævars.
Ævar er aðdáandi Stephen King.
Miðaldahandrit eru í aðalhlutverki.
dóttur. Bókin heitir Bál tímans
og er mjög skemmtileg bók fyrir
alla fjölskylduna. Hún fjallar um
miðaldahandrit. Handritin eru
aðalpersónan í bókinni. Það er
mjög flott að tékka á þeirri bók
ef einhver er að leita að einhverju
fyrir börnin.“
Bráðum áðan
eftir Guðna Líndal Benediktsson
Ég get líka mælt með annarri
barnabók, eða ungmennabók, sem
kom út fyrir jólin. Það er bókin
Bráðum áðan eftir Guðna Líndal
Benediktsson, sem þér að segja er
bróðir minn,“ segir Ævar hlæjandi.
„En þetta er frábær bók, hún er
mjög skemmtileg.“ ■