Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 30

Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Ævintýrið hófst þegar við hjá Drápu gáfum út Sudoku-bók fyrir 16 árum, sem sló algjörlega í gegn. Síðan þá höfum við einbeitt okkur að því að gefa út fjölbreyttar og vandaðar bækur, hvort sem það eru spennusögur, skáldsögur, veiðibækur eða matreiðslubækur. Við leggjum líka mikið upp úr því að gefa út vandaðar barna- bækur allt árið um kring,“ segir Ásmundur, sem er annar eigandi bókaútgáfunnar Drápu. Þau Elín lesa gríðarmargar bækur á ári hverju. „Við kapp- kostum að gefa út bækur frá mis- munandi löndum og gefum bara út bækur sem heilla okkur,“ segir Ásmundur, en þau Elín fylgjast grannt með bókaútgáfu víða um heim. „Við finnum bækur á netinu, förum á bókamessur í útlöndum og hittum marga úr útgáfuheim- inum sem benda okkur á áhuga- verðar bækur. Núna erum við að leggja lokahönd á útgáfu á barna- bókum frá Oxford University Press, sem við rákumst á í bóka- búð í litlu þorpi uppi í fjöllunum á Spáni. Rákumst svo aftur á sömu bækur í stórri bókabúð í Valencia. Söguhetjan, Ísadóra Nótt, er skóg- arálfur og vampíra og því mjög áhugaverð og skemmtileg týpa. Harriet Muncaster er höfundur texta og mynda og Ingunn Snædal þýddi. Fyrstu tvær bækurnar í seríunni koma út í ágúst,“ segir Ásmundur og bætir við að Drápa sé með framúrskarandi þýðendur á sínum snærum. „Það er sérfag að þýða bækur og við gætum ekki verið heppnari með samstarfs- fólk,“ segir hann. Á hverju sumri koma út spenn- andi sumarkiljur frá Drápu sem gott er að grípa með sér í fríið eða til að lesa heima. „Við gefum út fjórar kiljur núna í sumar, sem eru ólíkar en grípa lesendur heljar- tökum um leið og lesturinn hefst,“ segir Ásmundur. Ást – og allt fer á hliðina „Ást eftir Alejandro Palomas er tilfinningaþrungin en gáskafull saga. Hún er sjálfstætt framhald af Móður og Hundur og sú síðasta í röðinni í þeirri seríu. Ást hefur bókstaflega rakað inn verð- launum og ber þar hæst virtustu bókmenntaverðlaun Spánar, Nadal-verðlaunin. Sagan fjallar um Amalíu sem býr í Barcelona. Hún er nýskilin við manninn sinn til fjörutíu ára, er dálítið hvatvís og þarf aðeins að fóta sig í lífinu. Brúðkaup í fjölskyldunni stendur fyrir dyrum þegar Amalía fær óvænt símtal og þá fer allt á hliðina,“ segir Ásmundur, en Sig- rún Á. Eiríksdóttir þýddi. „Sumir líkja Barcelona-sög- unum eftir Palomas við kvik- myndir Pedros Almodóvars því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast og mikið í gangi,“ segir Ásmundur. Lætur engan ósnortinn Ítalska verðlaunabókin Ég verð hér eftir Marco Balsano hlaut Bugatta-verðlaunin, virtustu bók- menntaverðlaun Ítalíu, árið 2019. Hún hefur verið gefin út í um þrjá- tíu löndum við miklar vinsældir. „Ég verð hér er ákaflega inni- haldsrík fjölskyldusaga. Hún gerist í ítölsku þorpi í Dólómíta- fjöllunum í Suður-Tíról. Stríðið er að byrja, fasistar komast til valda og það á að drekkja þorpinu í uppistöðulóni. Sagan er sögð út frá sjónarhóli móður sem skrifar dóttur sinni persónuleg bréf og segir frá lífi sínu. Maðurinn henn- ar og sonur eru að fara í stríðið og það er margt í gangi. Þetta er mikil örlagasaga sem lætur engan ósnortinn og fylgir lesandanum lengi að lestri loknum,“ segir Ásmundur. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir. Bréf sem breytir öllu Bréfið eftir Kathryn Hughes kom út fyrir þremur vikum. Bókin vakti strax mikla athygli og fór rakleiðis efst á vinsældalista Pennans. „Bréfið er ein vinsælasta bók landsins og hefur selst í meira en milljón eintökum um heim allan. Hún er um Tinu, sem er gift drykkfelldum of beldismanni. Hún er sjálf boðaliði í nytjaverslun og finnur bréf í gömlum jakka. Hún opnar bréfið og les og þar með upphefst mikil örlagasaga tveggja kvenna á ólíkum tíma- skeiðum. Þetta er geggjuð bók sem grípur mann heljartökum,“ upp- lýsir Ásmundur. Ingunn Snædal þýddi bókina. Morð á fimmtudögum Fimmtudagsmorðklúbburinn var að koma út í þýðingu Ingunnar Snædal. Ásmundur á fastlega von á að hún eigi eftir að slá í gegn. „Sagan segir frá hópi ellilífeyris- þega sem eiga sér lítinn klúbb, sem hittist á fimmtudögum til að leysa óleyst sakamál. Það hefur gengið upp og ofan hjá þeim en þegar hrottalegt morð á sér stað á þrösk- uldinum hjá þeim, er klúbburinn allt í einu kominn með glóðvolgt morðmál til að leysa,“ segir hann. Að mati The Guardian er þetta hin fullkomna glæpasaga. Hún sló öll sölumet í Bretlandi þegar hún kom út í fyrra því fáar bækur hafa selst jafn hratt á jafn stuttum tíma. „Höfundurinn er Richard Osman, sem er heimsþekktur sjónvarps- maður. Það vakti athygli að hann skyldi skrifa glæpasögu og ekki síst hversu vel honum tókst til,“ segir Ásmundur en Drápa hefur þegar tryggt sér réttinn að næstu bók höfundar. „Þetta er snjöll og spennandi saga, uppfull af ekta breskum húmor, sem getur verið dálítið svartur,“ segir Ásmundur að lokum. ■ Bréfið er ein vinsælasta bók landsins þessa dagana og hefur selst vel um heim allan. Barcelona-sögurnar slógu í gegn. Í Ást fer allt á hliðina. Hún er sú þriðja og síðasta í flokknum. Búið er að gefa þessa verðlaunabók út í um 30 löndum. Hún fylgir lesandanum lengi. Á hverju sumri koma út spenn- andi sumar- kiljur frá Drápu, sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum. Fimmtudags- morðklúbbur- inn kemur í verslanir um helgina, en fáar bækur hafa selst jafnhratt á jafnskömmum tíma og hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Við kapp- kostum að gefa út bækur frá mismun- andi lönd- um og gefum bara út bækur sem heilla okkur. The Guardian lýsir bókinni sem hinni full- komnu glæpasögu, en hún var að koma út. 2 kynningarblað 10. júlí 2021 LAUGARDAGURSUMARKILJUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.