Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 12

Fréttablaðið - 10.07.2021, Page 12
Það stingur því í stúf við þá stað- reynd að um þessar mundir séu helstu við- fangsefni varðandi öldrunar- þjónustu rifrildi um hvort rekstur hjúkrunar- heimila skuli vera á borði ríkis eður ei. Lands- manna bíða hinir æðstu leikar: Kosninga- barátta. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Ef tré fellur í skógi og enginn er nærri, heyrist þá hljóð? Ef marka má nýlega framgöngu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Miðflokksins, gæti spurningin orðið helsta áherslumál hans í komandi kosningum. Nú um helgina fer fram úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu. Út um eldhús- gluggann minn blasir við mér einn stærsti fótboltaleikvangur Lundúna. Þrátt fyrir það fylgist ég ekki með íþróttinni. Ég hyggst þó, aldrei þessu vant, gera mér að góðu „brauð og leika“ þegar Englendingar mæta Ítölum á morgun. Því þótt rómverska skáldið Juve- nalis, sem talaði um „brauð og leika“ á tímum Rómaveldis, hafi sett hugmyndina fram sem ádeilu á sinnulausan almenning sem lét glepjast af innantómri afþreyingu, er andlegt óminni einmitt það sem mörg okkar þrá á þessum merkingarþrungnu tímum farsóttar. Fótboltinn er ekki einu leikarnir sem nú standa yfir. Alþingi Íslendinga lauk störfum í vikunni og kemur ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. Landsmanna bíða hinir æðstu leikar: Kosningabarátta. Einhverjir kunna að telja óviðeigandi að leggja fótbolta og stjórnmál að jöfnu; stjórn- mál hafa jú bein áhrif á hag fólks. Það má vera rétt. En oftar en ekki leysist stjórnmála- barátta upp í opinbera leika, þar sem pólitísk mörk eru skoruð í sýningu innblásinni af leikhúsi fáránleikans. Einn stærsti pólitíski skandall hér í Bret- landi sem af er ári tengist veggfóðri. Boris Johnson og kona hans, Carrie, létu nýverið gera upp íbúð sína í Downing-stræti. Boris er hins vegar blankur. Virðist sem hann hafi óskað eftir því að styrktaraðilar Íhaldsflokks- ins greiddu fyrir framkvæmdirnar – ein rúlla af veggfóðrinu kostaði heilar 150.000 krónur. Athæfið vakti hneykslun. En ekki jafnmikla hneykslun og þegar fréttist að Carrie hefði kallað ástand íbúðarinnar þegar þau tóku við henni af Theresu May „martröð í boði John Lewis“, en Bretar hafa sterkar taugar til þeirrar verslunar, sem var í uppáhaldi hjá Díönu prinsessu. Næsta dag mætti leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Keir Starmer, í John Lewis-verslun ásamt blaðaljósmyndurum þar sem hann lét mynda sig að handfjatla veggfóður. Uppá- tækið hafði sannarlega skemmtanagildi. Það telst þó tæplega framlag til aukinnar hag- sældar lands og lýðs. Á síðasta þingfundi sumarsins sló Sig- mundur Davíð tóninn fyrir kosningabaráttu Miðflokksins með vel völdum spurningum. Sigmundur spurði forsætisráðherra hversu mörg kynin væru. Einnig vildi hann vita hver tók þá ákvörðun að kalla ferðaávísun stjórnvalda „ferðagjöf“ og hvort að „ef skatt- greiðslum er skilað til skattgreiðenda sé um gjöf að ræða“. Ef tré fellur í skógi ... Hver myndi ekki vilja sitja með Sigmundi Davíð á Klausturbar og skeggræða þessar heimspekilegu hugleiðing- ar? Hvort slíkar rökflækjur eigi heima í kosn- ingabaráttu er hins vegar önnur spurning. Pólitískt sjónarspil Þótt nýgengi Covid-smita aukist hratt í Bret- landi tilkynnti Boris Johnson á mánudag að sóttvarnareglum verði aflétt 19. júlí. Keir Starmer gagnrýndi ákvörðunina. „Að aflétta öllum sóttvörnum í einu er glapræði.“ Boris ákvað þó að fresta því að undanskilja bólusetta frá sóttkví. Keir Starmer gagnrýndi það líka og sagði, í mótsögn við sjálfan sig daginn áður, að þungar sóttvarnakröfur yllu „glundroða“. „Brauð og leikar“ sjást ekki aðeins á fót- boltavöllum. Vörum okkur á stjórnmálafólki í komandi kosningabaráttu sem setur á svið pólitískt sjónarspil; Morfís-kappleiki þar sem markmiðið er aðeins að vera ósammála síðasta ræðumanni; leikþætti þar sem orð- hengilsháttur trompar innihald; sirkus þar sem trúðar fylla blöðrur af svo miklu lofti að við sjáum ekki lengur hvað er handan þeirra. Sækjumst við eftir því að sljóvga vitin má alltaf kveikja á fótboltanum. n Brauð og leikar í kosningum Það sem allir vilja verða en enginn vill vera – er gömul gáta og lausnarorðið var „gamall“. Vísað var til þess að ungir vildu gjarnan verða eldri, fá bílpróf, slá sér upp, komast inn á skemmtistaði eða geta keypt áfengi möglunarlaust. En enginn vildi vera gamall. Þetta er gömul saga og ný. Það er ekki gott að eldast á Íslandi. Fólk sem hvorki getur búið heima með góðu móti en er samt of frískt til að fá vist á hjúkrunarheimili, líður fyrir að almennt skuli ekki vera til stig á milli þessara tveggja kosta. Búseta á eigin heimili er auðvitað ákjósan- legust en þar kemur að það verður erfitt. Ýmislegt er boðið fram til að gera búsetu eldra fólks á eigin heimilum bærilega og lengja tímann þar sem hún er möguleg. En oft er aðstaðan sú að maki þarf að sætta sig við að taka að sér hjúkrunarhlutverk sem getur takmarkað lífsgæði hans. Í Fréttablaðinu á fimmtudag greindi frá könnun þar sem í ljós var leitt að ríf lega 81 prósent svarenda taldi frekar eða mjög illa staðið að málefnum eldri borgara á Íslandi þegar kemur að hjúkrunarheim- ilum. Jafnframt kom í ljós að innan við eitt prósent þeirra sem svöruðu telja að mjög vel sé staðið að málefnum eldri borgara og ríf lega sex prósent fremur vel. Þegar að er gáð eru það yngstu svarendurnir sem þannig líta á mál. Það kemur svo sem ekki sérstaklega á óvart. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, sagði í fréttinni þegar niðurstöðurnar voru bornar undir hann, að verið væri að gefa frat í kerfið. „Það er eins og stjórnmálafólkið og krakkarnir sem eru að fara með peningana hérna fatti þetta ekki. Staða hjúkrunarheimila er vandamál sem hefur horft ískalt framan í okkur lengi, það eru allir búnir að benda á þetta vandamál og það er með ólíkindum að enginn ætli að taka á þessu.“ Hann bendir á að brúa þurfi bilið milli þess sem fólk býr enn heima hjá sér og á hjúkrunarheimili. Búseta á eigin heimili henti ekki öllum þó þeir þurfi ekki á hjúkrunarheimili. „Búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru ekki nógu fjöl- breytt.“ Fyrir liggur að þjóðin eldist og hópur þeirra sem eldri eru vex hægt en örugglega. Verkefni samfélags- ins verða að taka mið af því. Það stingur því í stúf við þá staðreynd að um þessar mundir séu helstu viðfangsefni varðandi öldrunar- þjónustu rifrildi um hvort rekstur hjúkrunarheimila skuli vera á borði ríkis eður ei. Helgi Pétursson segir í niðurlagi tilvitnaðrar fréttar að það geti verið kvíðavaldandi fyrir fólk að vita að þeirra „næsta stopp“ sé hjúkrunarheimili, þar sem fólk telji ekki vel staðið að málefnum þeirra. „Þetta getur valdið fólki miklum áhyggjum, sjálfur er ég 72 ára og ef ég á ekkert eftir nema þetta þá líst mér ekki á það.“ Ef allt væri með felldu ætti að vera eftirsóknarvert að eldast, geta notið ávaxta ævistarfsins í vissu þess að vera ekki byrði á maka, fjölskyldu, ættingjum eða vinum. Við skuldum þeim sem gamlir eru að betra verði að eldast á Íslandi. n Að eldast SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.