Fréttablaðið - 26.06.2021, Síða 2

Fréttablaðið - 26.06.2021, Síða 2
Hún hefur engin réttindi sjálf – sem er þægilegt fyrir ótrúlega marga Gréta Þorkels- dóttir, graf- ískur hönnuður og aðdáandi Britney Spears. Töluvert vatn hefur runnið til sjávar í sjálfræðisbaráttu Britney Spears undanfarna daga. Einn helsti aðdáandi hennar hér á landi, Gréta Þorkelsdóttir, segir sláandi að lesa orð Britney úr réttar- salnum.  benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Britney Spears opnaði sig loks í vikunni um sjálfræðis- sviptingu sína, fyrst í réttarsal og svo á Instagram. Í 24 mínútna ræðu í réttarsalnum komust aðdáendur hennar að því hvernig er í pottinn búið hjá poppstjörnunni. Milljónir manna tengjast #FreeBritney hreyf- ingunni og berjast fyrir að Britney fái sjálfræði aftur. Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, er einn mesti aðdáandi Britney hér á landi en hún var við- fangsefni Grétu í útskriftarverkefni hennar úr grafískri hönnun í Lista- háskóla Íslands. Gréta hafði lesið skýrsluna úr réttarsalnum og fannst, líkt og f leirum, erfitt að heyra hvernig líf hennar er. Þar kom fram að Britney fær ekki að hitta lækni til að fjar- lægja lykkjuna, hún er látin taka liþíum geðlyf, hún má ekki keyra bíl eða vera ein í bíl með kærastanum sínum og ýmislegt fleira. Britney sagði sjálf að hún vildi binda enda á sviptinguna, sem hún kallaði ofbeldi í sinn garð. „Það eru stór tíðindi búin að ger- ast undanfarið,“ segir Gréta. „Það hefur svo sem verið fjallað um það áður að hún sé undir þessu, enda fullfær um að vinna, sjá um sig og tugi ef ekki hundruð manna á tón- leikatúr, en er ekki með sjálfræði. Þar til nú hefur hún ekkert tjáð sig.“ Gréta segir að Britney hafi mót- mælt þessu ástandi síðan 2014 en hún var svipt sjálfræði árið 2008. „Hún segist vera hrædd við föður sinn og hvað hann geti látið hana gera en einnig hvað hann lætur hana gera. Hún hefur til dæmis verið send á hæli sem einhvers konar refsingu, ef hún stendur upp fyrir sjálfri sér. Pabbi hennar er með einhverja fasta liði í hverri viku sem eru ákveðnir af honum sem hún þarf að gera, en henni er refsað ef hún neitar. Hún hefur engin réttindi sjálf – sem er þægilegt fyrir ótrúlega marga,“ segir Gréta. Hún vonast eftir kraftaverki og að Britney losni undan sviptingunni sem fyrst en býst þó við að það taki einhver ár enda stórt og flókið mál. „Ég vona að hún losni undan þessu en ég óttast að það taki langan tíma. Þetta er svo ótrúlega sorglegt mál því hún er svo skær stjarna. Fólk hefur tjáð sig um hvað hún sé góð manneskja. Almennt hefur hún notað frægð sína til að gera góða hluti og vonandi dæmir dómarinn henni í hag fyrr en síðar,“ segir Gréta. n Vonar að sjálfræðissvipting Britney endi fyrr en síðar Loksins skemmtiferðaskip í Sundahöfn Britney Spears á tónleikum árið 2018. Hún getur ekki stýrt auðæfum sínum, frekar en öðru í lífi sínu, enda ekki með sjálfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is VEÐUR „Þetta er veður þar sem maður ráðleggur ekki neinum að vera að ferðast með fellihýsi eða hjólhýsi,“ sagði Sigurður Þ. Ragnars- son veðurfræðingur, í samtali við Fréttablaðið. Slysahætta kunni að skapast fyrir bifreiðar með kerrur eða hjólhýsi í eftirdragi. „Í dag verður líklega hvass vindur úr suðvestri með mjög snörpum vindhviðum við fjöll og skörðótt landsvæði. Hviðurnar gætu verið að slá í þrjátíu til fjörutíu metra á sekúndu. Íslendingar eiga til að halda að slys geti ekki hent sig og líka að ana í ferðir strax og góðar hitatölur birtast. Það gæti reynst skeinuhætt á laugardag, en óveðr- ið ætti að vera um garð gengið daginn eftir.“ - SJÁ SÍÐU 36. Varað við ferðum með hjólhýsi vegna veðurs birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Grímuskylda er enn við lýði á Landspítalanum þrátt fyrir að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands á miðnætti. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær breytingar á reglum á samkomu- takmörkunum. Með breytingunum falla úr gildi allar reglur sem hafa verið á samkomum í kórónuveiru- faraldrinum fyrir utan þær reglur sem enn gilda á Landspítala. Nokkrar breytingar verða gerðar varðandi reglur um gesti og heim- sóknir á spítalann og taka þær gildi 1. júlí. Fólk með einkenni verður til að mynda beðið að fresta heim- sóknum, gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi og gestir skulu gera grein fyrir sér hjá öryggisverði við inn- ganga spítalans. n Grímuskylda á Landspítala Vindhviður gætu orðið 30-40 metrar á sekúndu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Skemmtiferðaskipið Viking Sky frá Noregi sem nú liggur við bakka í Sundahöfn minnir óneitanlega á gamla tíma þegar hingað til lands komu skemmtiferða- skip í hrönnum fyrir heimsfaraldurinn. Nú er þó allt að færast til fyrra horfs, með afléttingu samkomutakmarkana og breytingum á reglum á landamærum og búast má við fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands í sumar, með fjölda kærkominna gesta um borð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI thorvardur@frettabladid.is BANDARÍKIN Bandaríski lögreglu- maðurinn Derek Chauvin hefur verið dæmdur til 22 ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir morðið á George Floyd 25. maí í Minneapolis í fyrra. Chauvin hefur verið í einangrun síðan hann var dæmdur sekur fyrir morðið, fyrir tveimur mánuðum. Chauvin, sem er hvítur, var dæmdur fyrir að hafa myrt Floyd, sem var svartur, með því að krjúpa með hné sitt á hálsi hans uns hann kafnaði, níu mínútum síðar. Þetta náðist á myndband sem fór sem eldur í sinu um Internetið og varp- aði ljósi á umfang lögregluofbeldis gegn svörtu fólki og öðrum minni- hlutahópum í Bandaríkjunum. Í framhaldinu voru gríðarmikil mótmæli víða um Bandaríkin og utan landsteinanna gegn lögreglu- ofbeldi og kynþáttafordómum. n Chau vin dæmd ur 2 Fréttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.