Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 8
arnartomas@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Margar þeirra tak-
markana sem féllu úr gildi á mið-
nætti hafa afgerandi áhrif á íslenska
ferðaþjónustu. Þar á meðal fullt
afnám grímuskyldu, nándarreglu
og fjöldatakmarkana.
„Það er auðvitað mjög ánægjulegt
að við séum komin á þann stað að
hægt sé að fella niður þessar tak-
markanir og það hjálpar augljóslega
mikið til í ýmsum greinum ferða-
þjónustunnar,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar. „Þetta
hefur mjög jákvæð áhrif til dæmis á
allan veitingarekstur, hótelrekstur,
veisluþjónustu og fleira.“
Þann 1. júlí verður svo hætt að
skima bólusetta ferðamenn og
þá sem eru með mótefnavottorð.
Jóhannes segir þetta ánægjulegar
fréttir.
„Þetta hefur valdið ákveðnum
vandræðum, sér í lagi fyrir ferða-
menn og ferðaskrifstofur sem
skipuleggja styttri ferðir,“ segir
hann. „Síðan sjáum við að landa-
mærareglugerðin á að falla úr gildi
15. ágúst, sem er gott, þótt við
hefðum viljað sjá styttri gildistíma
á henni. Þegar hægt verður að hætta
við tvöfalda skimun og sóttkví þá
munar það mjög miklu fyrir okkur,
sérstaklega varðandi hópferðir frá
Evrópu.“
Nýlega gáfu Samtök ferðaþjón-
ustunnar út svokallaðan Vegvísi
um viðspyrnu ferðaþjónustunnar
þar sem lagðar eru fram tillögur
að aðgerðum stjórnvalda sem eru
nauðsynlegar til að flýta viðspyrn-
unni. Aðspurður hver næstu skref
Íslands ættu að vera með tilliti til
vegvísisins segir Jóhannes mikil-
vægt að huga að tvennu.
„Í fyrsta lagi er mikilvægt að rýna
í rekstrarumhverfi fyrirtækja á
Íslandi sem er almennt mjög þungt,“
segir hann. „Það þarf að horfa á
úrlausn skuldavanda fyrirtækjanna
sem er enn til staðar og leita bóta.
Svo má ekki láta markaðssetningu
á erlendum mörkuðum detta niður
í vetur. Það þarf að huga að því fyrr
en síðar hvernig við ætlum að halda
slagkraftinum áfram í vetur.“
Hrefna Sætran, eigandi Fiskmark-
aðarins, Grillmarkaðarins og Skúla
Craft Bar, tekur í sama streng og
Jóhannes um hve mikilvægar aflétt-
ingarnar séu í veitingageiranum.
„Það er rosalega gott að sjá opn-
unartímann lengdan,“ segir Hrefna.
„Nú getur fólk farið út að borða í
rólegheitum og þarf ekki að vera að
stressa sig eins og þegar stöðunum
var lokað snemma. Það gat verið
óþægilegt bæði fyrir kúnnana og
starfsfólkið.“
Þá segist Hrefna hafa fundið fyrir
því að erlendum ferðamönnum hafi
fjölgað.
„Þeir eru duglegir að bóka fram
í tímann, á meðan Íslendingar eru
meira að tékka stutt fram í tímann,“
segir hún. „Þegar faraldurinn skall á
voru engar bókanir, en núna erum
við komin með bókanir alveg hálft
ár fram í tímann sem er alveg frá-
bært.“
Ágúst Elvarsson, rekstrarstjóri
Jökulsárlóns, segir að þó að ferða-
mannaf laumurinn sé ekkert í
líkingu við hvernig þetta væri í
venjulegu ári sé allt á réttri leið. Far-
þegafjöldi sé nú um fjórðungur af
því sem hann var fyrir faraldurinn,
sem sé þó mun meira en í fyrra. „Í
fyrra var það ekki nema um 10
prósent í hæsta falli,“ segir hann.
„Helsta breytingin í ár er kannski
að við erum aftur farin að fá hópa. Í
fyrra voru þeir engir.“
Íslenskir ferðamenn eru aftur
komnir í minnihluta þótt Ágúst
telji það geta breyst þegar líða
tekur á sumarið. „Við erum að fá
langmest af Bandaríkjamönnum,“
segir hann. „Það er búinn að vera
nokkuð jafn stígandi í þessu hjá
okkur og ég býst við að hlutirnir
verði orðnir nokkuð góðir eftir
miðjan júlí.“ n
Það er búinn að vera
nokkuð jafn stígandi í
þessu hjá okkur og ég
býst við að hlutirnir
verði orðnir nokkuð
góðir eftir miðjan júlí.
Ágúst Elvarsson,
rekstrarstjóri
Jökulsárlóns.
Nú getur fólk farið út
að borða í rólegheitum
og þarf ekki að vera að
stressa sig eins og
þegar stöðunum var
lokað snemma.
Hrefna Sætran,
eigandi Fisk
markaðar ins,
Grill markaðar ins
og Skúla Craft
Bar.
Það þarf að horfa á
úrlausn skuldavanda
fyrirtækjanna sem er
enn til staðar og leita
bóta.
Jóhannes Þór
Skúlason, fram
kvæmdastjóri
Samtaka ferða
þjónustunnar.
Mikill léttir fyrir ferðaþjónustuna
Ágúst segir að gestir við Jökulsárlón séu nú um fjórðungur af því sem þeir væru á venjulegu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Aflétting takmarkana vegna
faraldursins léttir mjög á
ýmsum greinum ferðaþjón-
ustunnar. Bókanir erlendra
ferðamanna færast í aukana
og rekstraraðilar eru bjart-
sýnir fyrir sumarið.
benediktboas@frettabladid.is
ÚTBOÐ Starfsstaðir Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur munu
bjóða upp á Emmessís næstu fjögur
ár en opið útboð fór fram þar sem
ísrisarnir, Emmessís og Kjörís,
börðust um hnossið. Tilboð Kjöríss
var ógilt og því ákveðið að ganga til
samninga við Emmessís til fjögurra
ára. Kostnaðaráætlun var 47 millj-
ónir en Emmessís bauð 44 milljónir.
n
Tilboð Kjöríss til
ÍTR var ógilt
Emmessís verður í boði hjá ÍTR.
Snæfellsbær og Eyja og Miklaholts
hreppur stinga saman nefjum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VESTURLAND Sameiningar sveitar-
félaga eru nú ræddar á Snæfellsnesi.
Í gær funduðu fulltrúar Stykkis-
hólmsbæjar, Helgafellssveitar og
Dalabyggðar eftir beiðni frá síðast-
nefnda sveitarfélaginu.
Í tilefni af því hvatti bæjarráð
Stykkishólms til stærri sameiningar
á Snæfellsnesi með framtíðarhags-
muni svæðisins í huga. Þá hefur
Snæfellsbær óskað eftir viðræðum
við Eyja- og Miklaholtshrepp um
hvort grundvöllur sé fyrir samein-
ingu þessara tveggja sveitarfélaga.
Fulltrúar hreppsins samþykktu
þær viðræður. Þessar viðræður voru
síðan ræddar á bæjarstjórnarfundi
Grundarfjarðarbæjar.
Hugmyndin um sameinað Snæ-
fellsnes er ekki ný af nálinni en
árið 2005 var hún kolfelld í miklu
sameiningarátaki á landsvísu.
Árið 2017 var rætt um sameiningu
Stykkishólms, Helgafellssveitar og
Grundarfjarðar en hætt við vegna
lítilla framlaga frá Jöfnunarsjóði. n
Ræða að sameina
á Snæfellsnesinu
Skemmtigelt í baði!
Joserabúðin er ný og skemmtileg gæludýrabúð
í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Gæludýr eru velkomin
í heimsókn í fylgd með tvífætlingum.
Joserabúðin – Ögurhvarfi 2, Kópavogi
FRÍTT
Frítt í nýja hunda -
baðið út júlí
8 Fréttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ