Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 10

Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 10
Engar takmarkanir á sam- komum eru í gildi á Íslandi í fyrsta sinn síðan 16. mars á síðasta ári. Breytingarnar voru kynntar í gær. Allar takmarkanir innanlands vegna Covid-19 féllu úr gildi á mið- nætti. Frá því 16. mars árið 2020 hafa verið í gildi einhvers konar tak- markanir á samkomum hér á landi vegna faraldursins. Þann dag var lagt á bann við skipu- lögðum viðburðum f leiri en 100 manna og tveggja metra reglan var kynnt landsmönnum í fyrsta sinn. Takmarkanir vegna faraldursins hafa verið á ýmsan máta og þegar mest var máttu einungis 10 manns koma saman. Grímuskylda var víða, heimsóknabann var á spítölum og hjúkrunarheimilum og sundlaug- um var lokað um tíma. Með breytingunum sem tóku gildi á miðnætti fellur meðal annars grímuskylda niður, engar fjöldatak- markanir eru við lýði og veitinga- og skemmtistaðir lúta ekki lengur tak- mörkunum er varða afgreiðslutíma. Hér má sjá myndir ljósmyndara Fréttablaðsins, Ernis, Sigtryggs Ara og Valla, frá tíma samkomubanns. ■ Samkomubann og grímur loks liðin tíð hér á landi Hópur skemmtikrafta gladdi heimilisfólk Hrafnistu í mars á síðasta ári. Starfsmaður Krónunnar telur inn og út úr verslun á Granda. Ekki máttu vera fleiri inni í versluninni en 100 manns. Það var fámennt á leik KR-Fjölnis í júlí á síðasta ári, þá voru áhorfendur ekki leyfðir á íþróttaleikjum. Það var afar fámennt í Kringlunni meðan á samkomubanni stóð. Hárgreiðslustofur voru lokaðar vikum saman á síðasta ári á meðan faraldurinn geisaði hér á landi. Götur borgarinnar voru að mestu auðar þegar takmarkanir voru sem mestar. Ríkisstjórnin kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir í Hörpu í mars. 10 Fréttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐSAMKOMUBANNI LOKIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.