Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 16
16 Íþróttir 26. júní 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
ÍTF náði að bæta Pepsi
Max-deild karla við tilboð
níu deilda í sýningarréttinn
á erlendri grundu til næstu
þriggja ára. Framkvæmda-
stjórinn vonast til þess að
þetta komi með auknar tekjur
til félaganna fyrir sýningar-
rétt og í auglýsingatekjum.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Sýnileiki íslenska boltans
á erlendri grundu gæti aukist veru-
lega á næstu árum en Íslenskur
toppfótbolti, hagsmunasamtök
félaga í efstu deild íslenska boltans,
stóð fyrir því að íslenska deildin
væri hluti af útboði European
Leagues að sýningarrétti til næstu
þriggja ára. Útboðið er unnið í sam-
starfi við Octagon, en samkvæmt
heimildum Sportico, sem hefur
útboðsgögnin undir höndum, er
vonast til þess að útboðið geti aflað
á bilinu fimm til tuttugu milljóna
dala, eða um 600 til 2.400 milljóna
króna samanlagt.
Samkvæmt útboðsgögnunum er
meginpunkturinn á bak við hug-
myndina að geta boðið upp á leiki
alla tólf mánuði ársins. Alls eru
116 lið í deildunum níu sem koma
að þessum samningi, sem ætti að
tryggja rétthöfum um 1.500 leiki á
ári. Deildirnar sem um ræðir eru í
Danmörku, Sviss, Noregi, Póllandi,
Norður-Írlandi, Slóvakíu, Íslandi,
Lettlandi og Kasakstan, en það
gætu f leiri deildir bæst í hópinn
ef vel gengur. Flestar eru þær yfir
vetrartímann en líkt og á Íslandi er
keppt yfir sumartímann í Noregi,
Lettlandi og Kasakstan. Útboðinu
lýkur þann 12. júlí næstkomandi og
verður tilkynnt um miðjan ágúst
hver niðurstaða útboðsins er.
Að sögn Birgis Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra ÍTF, er þetta ný
og vonandi farsælli leið til að selja
sjónvarpsréttinn að íslenska bolt-
anum erlendis.
„Okkur tókst að bæta okkur í hóp-
inn á lokametrum viðræðnanna.
Þetta hefur ekki verið reynt áður og
við erum svolítið að feta nýjar slóðir
en þetta gengur vonandi upp. Allar
deildirnar sem koma að þessu eiga
það sameiginlegt að vera með laus-
an samning á þessum tímapunkti og
ef vel gengur er von á fleiri og stærri
deildum. Um leið eiga þessar deildir
sameiginlegt að það hefur reynst erf-
itt að selja sjónvarpsréttinn að þeim
einum og sér í öðrum löndum en það
gæti breyst,“ segir Birgir, sem segir
lykilinn í hugmyndafræðinni að
með þessu sé hægt að bjóða áskrif-
endum og sýningarhöfum gríðarlegt
magn fótboltaleikja sem dreifast yfir
árið.
„Með þessari leið fá rétthafar sem
kaupa aðgengi að einni deildinni um
leið aðgang að öllum deildunum sem
eru í pakkanum. Með því geta rétt-
hafar sett upp einhverja pakka þar
sem áskrifendur geta fengið fótbolta
alla tólf mánuði ársins. Um leið geta
þeir aukið framboðið á einstökum
íþróttaleikjum (e. pay per view)
á knattspyrnuleikjum víðs vegar
um Evrópu. Fyrstu viðbrögð sem
við fengum voru að það gæti verið
áhugi á svona pakka hjá streymis-
þjónustum. Það var gerð forkönnun
á þessum markaði og það fannst
mikill áhugi á því að geta boðið
upp á svona fjölbreytt efni. Það er
hægt að rukka einhverja upphæð,
segjum bara tíu dollara á mánuði,
og áskrifandi fær aðgang að svo gott
sem endalausum fótbolta.“
Að sögn Birgis er þetta ein leið til
að reyna að auka tekjustreymið inn
til íslenskra liða og um leið er verið
að opna nýjan markað sem gæti
vaxið á næstu árum.
„Algjörlega. Hérna áður var allur
sjónvarpsréttur inni í sama samn-
ingi en ÍTF hefur bútað þetta niður
til að auka möguleikana. Við hjá
ÍTF erum að klára samkomulagið
við Sýn um sýningarréttinn hérna
innanlands, en með þessu erum við
að prófa að fara nýjar leiðir erlendis.
Hingað til hefur rétturinn til sýn-
ingar á íslenskum leikjum erlendis
ekki skilað miklum tekjum til félag-
anna en við vonumst til þess að það
breytist með þessu,“ segir Birgir og
heldur áfram:
„Um leið ertu að opna nýja mögu-
leika í auglýsingasölu. Þetta er nýtt
og stærra svið fyrir íslensk fyrir-
tæki sem eru að horfa á alþjóðlegan
markað að kaupa auglýsingar.“ ■
ÍTF fer nýja leið í sölu á sýningarrétti
Það gæti farið svo að áhorfendur víðs vegar um Evrópu fylgist með upphafsspyrnu Íslandsmótsins á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Með þessari leið fá
rétthafar sem kaupa
aðgengi að einni deild
um leið aðgang að
öllum níu deildunum í
pakkanum.
Birgir Jóhanns
son, fram
kvæmdastjóri
ÍTF
kristinnpall@frettabladid.is
GOLF „Það virðist vera þannig hjá
sumum kylfingum en ekki öllum.
Það er auðvitað margt sem spilar
inn í. Þetta er langt og krefjandi
ferðalag sem tekur tvær vikur fyrir
eitt mót innan um önnur mót sem
auðveldar kannski ákvörðunina.
Það eru mörg risamót að baki síð-
ustu vikur og menn þurfa oft að
taka sér stutt hlé til að hlaða batt-
eríin,“ segir Þórður Rafn Gissurar-
son, fyrrum Íslandsmeistari í golfi,
sem heldur úti hlaðvarpinu Golf-
kastið ásamt Sigmundi Einari Más-
syni, aðspurður hvort að peninga-
upphæðirnar á PGA-mótaröðinni
virðist heilla bestu kylfinga heims
meira en tækifæri á gulli á Ólympíu-
leikunum.
Listinn yfir þá kylfinga sem fá
þátttökurétt var gefinn út fyrr í
þessari viku en á sama tíma kom
í ljós að ýmsir kylfingar hefðu
af þakkað boð um þátttöku. Til
þessa hafa stærstu stjörnur kvenna-
golfsins ekki tekið afstöðu hvort að
þær muni ekki gefa kost á sér en
keppni í Tókýó hefst viku eftir eitt
af risamótum ársins.
Ákveðið var árið 2009 að keppt
yrði í golfi á Ólympíuleikunum að
nýju frá og með árinu 2016. Það var
í fyrsta sinn sem keppt var í golfi á
Ólympíuleikunum í rúm hundrað
ár, eða síðan 1904.
Í aðdraganda Ólympíuleikanna í
Ríó tilkynntu margir af bestu kylf-
ingum heims í karla- og kvenna-
flokki að þau myndu afþakka boð
um að keppa vegna útbreiðslu Zíka-
veirunnar í Brasilíu. Þar á meðal
voru Dustin Johnson og Adam Scott
sem tilkynntu fyrr á þessu ári að
þeir myndu heldur ekki þiggja boð
um að keppa í Japan í ár.
„Heimsfaraldurinn hefur pott-
þétt áhrif, alveg eins og síðast þegar
zika-veiran setti strik í reikninginn.“
Nú hafa kylfingar á borð við
Sergio Garcia, Louis Oosthuizen,
Martin Kaymer og Lee Westwood
tilkynnt að þeir munu ekki keppa
í Tókýó og er von á að f leiri gætu
ákveðið að afþakka boðið á næst-
unni.
Það á enn eftir að úrskurða hvort
að keppt verði í golfi á Ólympíuleik-
unum til framtíðar og telur Þórður
að með tímanum aukist aðdrátt-
araflið við að keppa á Ólympíuleik-
unum fyrir kylfinga.
„Ég held að þetta þurfi smá tíma
til að festa sig í sessi. Þetta er breyt-
ing á því sem þekkist á hefðbundnu
keppnistímabili og ég hef enga trú á
öðru en að þetta sé komið til að vera
og kylfingar venjist þessu. Ef þetta
fær örlítið meiri tíma þá hef ég ekki
trú á neinu öðru en að það verði fáir
sem af þakki boð um að keppa á
Ólympíuleikunum í framtíðinni.“ ■
Skortur á hefðinni dregur úr aðdráttarafli ÓL fyrir kylfinga
Dustin, hér
lengst til hægri,
gefur ekki kost
á sér en Collin
Morikawa og
Bryson De
Chambeau eiga
eftir að ákveða
sig.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
kristinnpall@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Darri Freyr Atlason
og KR komust að samkomulagi um
að hann hætti störfum sem þjálfari
meistaraf lokks KR í körfubolta.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins mun Helgi Már Magnússon taka
við liðinu af Darra en Helgi var um
tíma spilandi þjálfari liðsins.
Darri staðfesti í samtali við RÚV í
gær að hann hefði ákveðið að hætta
störfum vegna anna í vinnu. Hann
stýrði því uppeldisfélagi sínu í tæpt
ár, en hann stýrði þar áður Íslands-
meistaraliði Vals í kvennaf lokki
sem vann alla þá titla sem í boði
voru.
Helgi Már, sem nálgast fertugs-
aldurinn, var í hlutverki spilandi
þjálfara fyrri hluta tímabilsins 2012
til 2013 en hann hefur verið stór
hluti af gullaldarliði KR, sem vann
sex Íslandsmeistaratitla í röð. ■
Helgi tekur við
uppeldisfélaginu
Helgi Már fer á hliðarlínuna í haust.
kristinnpall@frettabladid.is
FR JÁLSAR ÍÞRÓT TIR Bandaríska
frjálsíþróttasambandið staðfesti
fyrr í vikunni að CeCe Telfer fengi
ekki að taka þátt í úrtökumóti fyrir
sveit Bandaríkjanna á Ólympíuleik-
unum vegna þess að magn testóste-
róns í líkamanum reyndist of mikið.
Telfer ætlaði að keppa í 400 metra
grindahlaupi.
Á síðustu stundu var Telfer til-
kynnt að hún fengi ekki að keppa
í úrtökumótinu. Til þess að fá þátt-
tökurétt í úrtökumótinu þurfa ein-
staklingar að standast allar þær
kröfur sem eru gerðar til ólymp-
íufara, að sögn bandaríska frjáls-
íþróttasambandsins.
„Í mótlætinu mun CeCe virða
ákvörðunina þegar kemur að hæfi
hennar til að keppa í úrtökumóti
f y r ir Óly mpíuleikana,“ sagði
umboðsmaður Telfer.■
Transkonu ekki
leyft að keppa í
úrtökumóti