Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 17

Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 17
Heildarvelta körfubolt- ans innan NCAA hefur verið rúmur milljarður dala undanfarin ár. Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán geta nú óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram. Þetta er gert með því að skrá sig inn á www.leidretting.is og óska eftir að gildistími ráðstöfunar sé framlengdur. Frestur til að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun inn á lán er til og með 30. september 2021. Eftir það gilda umsóknir aðeins frá þeim mánuði þegar þær berast. Ef gildistími umsókna er ekki framlengdur falla umsóknir úr gildi frá og með 1. júlí 2021 og engar frekari greiðslur berast inn á lán. Heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar framlengd um tvö ár Heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns hefur verið framlengd til 30. júní 2023. Þeir sem nú þegar nýta sér úrræðið og vilja halda því áfram þurfa að óska eftir framlengingu. skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 LAUGARDAGUR 26. júní 2021 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ kristinnpall@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Hæstiréttur Banda- ríkjanna úrskurðaði í vikunni að regluverk NCAA um takmarkanir á tekjuöflun háskólaíþróttamanna væri ólögleg. Úrskurðurinn tekur til leikmanna í bandaríska háskólakörfuboltanum og háskólaruðningnum en um ára- bil hafa fyrrum og núverandi leik- menn barist fyrir rétti sínum enda hleypur heildarvelta iðnaðarins á milljörðum dala ár hvert. Undan- farin ár hafa fjölmargir íslenskir körfuboltaleikmenn í karla- og kvennaflokki leikið í liðum í NCAA samhliða háskólanámi. Deila leikmanna og háskólanna hefur um árabil snúist um pening- ana og um leið hvort að leikmönnum sé heimilt að afla sér tekna út frá eigin verðleikum. Í Bandaríkjunum er gríðarlegur áhugi og áhorf á körfu- bolta og ruðning í háskólunum og eru bestu leikmennirnir þekktir á landsvísu en yfirvöld NCAA sem halda utan um íþróttalífið í banda- rísku háskólunum hafa bannað leikmönnum að hagnast á því. Er það gert í yfirskini þess að með því takist skólunum að koma í veg fyrir að námsmenn verði um leið atvinnu- menn. Frægt er þegar LeBron James var dæmdur í bann þegar hann lék með menntaskólaliði St. Vincent–St. Mary. Þá var hann dæmdur í bann fyrir að árita í skiptum fyrir körfu- boltatreyjur en forráðamenn deild- arinnar höfðu reynt að dæma hann í bann vegna láns sem móðir hans tók til að fjármagna bíl fyrir LeBron. Nýlega var sett á laggirnar ný deildarkeppni í samstarf i við háskóla þar sem leikmenn geta fengið borgað en aðrir hafa kosið að leika erlendis. ■ Hæstiréttur stóð með leikmönnunum gegn háskólanum Morata segist meðal annars hafa reitt sig á stuðning Iker Casillas. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Alvaro Morata, framherji spænska landsliðsins og Juven- tus, greindi frá því í samtali við spænska fjölmiðilinn Cadena Cope að hótunum hafi rignt yfir hann og fjölskyldumeðlimi hans eftir leiki Spánar í riðlakeppni Evrópumóts- ins. Meðal þeirra skilaboða sem framherjanum hefur borist var að einhver óskaði þess að börn Morata myndu deyja. Morata á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir Spán á mótinu en hann brenndi af vítaspyrnu í 5-0 sigri á Slóvakíu á dögunum. Fyrir leik bauluðu stuðningsmenn spænska liðsins á Morata. „Ég væri til í að fólk sem gagn- rýnir mig myndi setja sig í mín spor og upplifa það hvernig það er þegar fjölskyldu þinni er hótað. Fólk sem segist vonast til þess að börnin manns deyi. Konan mín og börnin mættu á leik í treyjum merktum Morata og níðyrði eru hrópuð og kölluð til þeirra. Ég get sætt mig við að heyra fólk baula þegar ég brenni af færi, en það er ákveðinn þrösk- uldur sem á ekki að fara yfir.“ ■ Óskuðu börnum Morata dauða kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Evrópska knattspyrnu- sambandið er með til skoðunar hvort stuðningsmenn Ungverja hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun með niðrandi borðum og söngvum um samkynhneigða og hinsegin fólk á meðan leik Ungverjalands og Þýska- lands stóð yfir. Rannsókn stendur yfir á sömu brotum í fyrstu tveimur leikjum Ungverja á mótinu í Búda- pest. UEFA hafnaði beiðni borgar- stjórnar München fyrir leikinn um að fá að lita völlinn í regnbogalitum til að sýna LGBT fólki stuðning eftir að ríkisstjórn Ungverjalands sam- þykkti ný lög sem voru aðför að réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. UEFA tilkynnti að öll pólitísk skilaboð væru bönnuð á viðburðum á þeirra vegum. Fyrir leikinn hljóp þýskur mót- mælandi með regnbogafána inn á völlinn og otaði honum í átt að ungverska liðinu. Þá voru fjölmargir stuðningsmenn Þýskalands með regnbogalitaðan varning. ■ UEFA rannsakar hegðun Ungverja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.