Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.06.2021, Blaðsíða 20
Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson unnu það afrek að klífa hæsta tind veraldar aðfaranótt mánudagsins 24. maí og urðu þar með tíundi og ellefti Íslendingurinn til að sigra Everest- fjall. Að klífa þetta hæsta fjall veraldar er mesta þrekraun fjallgöngumanna en leiðangur Heimis og Sigga reynd- ist einstakt stórafrek, þar sem þeir komust báðir á toppinn veikir af Covid-19 og Siggi þar að auki með heilabjúg vegna súrefnisskorts. Félagarnir tveir eru báðir í fanta- formi, nýrakaðir og klæddir þægi- legum hversdagsfötum, ekki eins og blaðamaður ímyndar sér Everest- fara; stóra og skeggjaða risa í loð- feldi. Eflaust er undirrituð bara að hugsa um danska pólfarann Peter Freuchen. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir Everest-fara, og hvað þá tvo sem komust á leiðar- enda með Covid-19. Hvernig datt ykkur í hug að klífa Everest í miðjum heimsfaraldri? Þeir brosa báðir, líta hvor á annan og Siggi verður fyrri til svars. „Við töldum okkur geta sloppið við fjöldann og komist hjá því að smitast af Covid-19. Við heyrðum að það yrðu sögulega fáir á fjallinu en svo reyndist vera sögulegur fjöldi sem sótti um leyfi,“ segir hann og hlær. Fyrstu fregnir um mögulega Covid-19 smitbylgju í grunnbúðum Everest birtust í apríl en annar íslenskur gönguparpur, Höskuldur Tryggvason, eða Höddi eins og hann er jafnan kallaður, þurfti að snúa heim í byrjun maí eftir að hafa veikst af Covid-19 í grunn- búðunum. Þar kemur mesti fjöld- inn saman, starfsmenn, sjerpar og kokkar auk göngugarpa að undir- búa sig fyrir fjallið. Lýsti hann því að f lestir hefðu reynt að halda sig í sínum hólfum en að óæskilegur samgangur væri á milli nokkurra aðstoðarmanna og sjerpa. Grunnbúðirnar eru ekki við rætur fjallsins eins og nafnið gefur til kynna heldur í 5.400 metra hæð og tekur það að jafnaði átta daga að komast að búðunum. Heimir og Siggi gengu svokallaða Gokyo- leið, rúmlega tveggja vikna göngu í kringum grænblá Gokyo-vötnin upp að grunnbúðum. Í fylgd með þeim voru þrír leiðsögumenn, sjerparnir Mingma, Lakpa og Ang sem fór fyrir leiðangrinum. „Við vorum nánast einir á ferð og vörðum tíma okkar með heimafólki í tehúsunum. Við fórum nokkrar frábærar dagleiðir upp á fjöll og sáum á leiðinni tíbeskan úlf,“ segir Siggi. Leiðin nær þrisvar eða fjórum sinnum upp í 5.000 metra hæð og þannig náðu Heimir og Siggi góðri hæðaraðlögun áður en haldið var af stað á tindinn. Þveruðu dauðagildrur Ákveðin menning hefur myndast í grunnbúðunum í Everest um að ferðast á mili tjaldbúða og kynnast öðrum göngugörpum en þegar Siggi og Heimir mættu á svæðið var búið að hólfa allt niður. Frá grunnbúðunum gengu þeir á skriðjökulinn Khumbu sem er talinn með hættulegustu stöðum á fjallinu. Sláandi margir hafa farist á þeirri slóð, þar á meðal sextán nepalskir göngumenn sem lentu í snjóflóði árið 2014. Aðeins þrettán lík fundust og eru þrjú enn ófundin á jöklinum. Auk snjóf lóða getur óvæntur hiti í íssprungum stofnað lífi göngugarpa í hættu, líkt og gerð- ist í tilfelli Heimis og Sigga. „Við þurftum að þvera nokkra ísveggi á leiðinni yfir skriðjökulinn. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt. Þegar við komumst að lokum upp á jökulinn sjálfan þurftum við að eiga við stórar sprungur og fara bæði ofan í þær og upp aftur. Erf- iðasti hluti leiðarinnar var án efa ofan í sprungu í glampandi sól en þá myndaðist gríðarlega mikill hiti út af endurspegluninni á ísnum. Það var með mínum erfiðustu dögum,“ segir Siggi og Heimir tekur undir með honum. Sá hann rýrna fyrir framan sig „Það var margt búið að ganga á og þetta var búið að taka á andlega,“ lýsir Heimir. „Áður en við komum úr hæðaraðlögun við Khumbu- skriðjökulinn slasaðist Siggi mjög illa á hné. Ég var fyrir aftan hann þegar hann sneri sig á hné og ég sá þarna greinilega að þetta var frekar alvarlegt.“ „Ég var áður með rifinn liðþófa sem hefur mögulega versnað þarna,“ bætir Siggi við. Ákveðið var að snúa við og náði Siggi á adrenalíninu einu að arka og klífa niður ísveggina að grunnbúðunum. Hann segist eigin- lega ekki muna eftir þessum kafla í ferðinni, hann hafi sennilega lokað á það vegna sársaukans. „Við vorum að reyna að tjasla honum saman í fimm eða sex daga í grunnbúðunum. Þá sáum við að þetta var ekki að gera sig og tók þá Siggi þyrlu til Katmandú til að kom- ast undir læknishendur. Hann fór í myndatöku og fimm daga meðferð, sneri svo aftur í grunnbúðirnar og ætlaði að láta reyna aftur á þetta. Þá fórum við aftur yfir Khumbu-skrið- jökulinn og Siggi slasaðist aftur.“ Staðan var sannarlega tvísýn en Hársbreidd frá dauða á hæsta tindi veraldar Félagarnir saman á hæsta tindi heims. Þótt þeir séu sammála um að tilfinningin hafi sannarlega verið góð hafi aðeins eitt komið í huga þeirra: Hversu stutt er á milli lífs og dauða á þessu fjalli. Heimir horfði á tind Everest aðeins 900 metra í burtu og hugsaði: „Þetta er búið.“ Siggi var hársbreidd frá dauða og göngumennirnir sem þeir mættu daginn áður voru þegar komnir í kalda gröf. Nýjustu Everest-farar Íslands lýsa átakanlegum leiðangri upp á hæsta fjall veraldar.Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is Ég þekkti einkennin en áttaði mig ekki á því að ég væri með heilabjúg fyrr en ég sá svipinn á Heimi. Siggi Sigurður Bjarni og Heimir Fannar voru ellefu daga á fjallinu en ferðin sjálf tók heila 86 daga og það í miðjum heimsfaraldri Covid-19. FRÉTTALAÐIÐ/ERNIR 20 Helgin 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.