Fréttablaðið - 26.06.2021, Side 24
milli og fannst einmitt skrýtið að
fá hóstakast út af súrefninu því það
gekk svo vel í hæðaraðlöguninni.
Fólk fær að vísu hóstakast út af
hæðinni eða þurru lofti en þarna
vöknuðu grunsemdir okkar um að
þetta væri mögulega veirusýking,“
segir Heimir.
Hrímkaldir, ósofnir og með væg
einkenni vegna Covid-19 héldu
þeir för sinni áfram að tjaldbúðum
fjögur í 8.000 metra hæð, svoköll-
uðu dauðasvæði þar sem súrefni er
af mjög skornum skammti.
Hóstandi með heilabjúg
Hóstinn hélt stanslaust áfram í
tjaldbúðum fjögur en þar var staðan
verri en í tjaldbúðum þrjú. Tjöldin
höfðu fokið í rokinu alla leið yfir til
Tíbet.
Stór hópur göngumanna var að
verða uppiskroppa með súrefni og
lét því ekki lengi staðar numið í
búðunum þrátt fyrir fárviðri. Heim-
ir og Siggi voru með auka súrefnis-
kúta og sjerparnir með aukatjöld
svo þeir ákváðu að reyna að þrauka
storminn af, líkt og þeir gerðu í
tjaldbúðum þrjú. Fyrr en varði var
staðan orðin grafalvarleg.
„Ég sat í tjaldinu með Sigga og
sagði honum að Mingma, einn
leiðsögumannanna, væri kom-
inn með auka súrefniskút handa
okkur. Þá horfði bara Siggi á mig,
svolítið ringlaður á svipinn, og
sagði: Mingma? Ég er ekki alveg að
kveikja.“ Ég var alveg steinhissa en
áttaði mig f ljótlega á því að ekki
væri allt með felldu svo ég spurði
hann: Siggi, hvað heiti ég?“ og hann
bara starði á mig og mundi ekki
neitt.“ Var Siggi kominn þá með
heilabjúg vegna súrefnisskorts.
Einhvern veginn hafði lokast fyrir
súrefnisstreymið í 8.000 metra hæð,
þar sem súrefnið er 20 prósent af því
sem við erum vön að anda að okkur.
„Ég hljóp út úr tjaldinu og kallaði
á leiðsögumanninn: „Siggi er kom-
inn með heilabjúg.“ Þetta var hrika-
legt. Þarna vorum við búnir að vera
á ferðalagi í um 60 daga. Ég man að
ég stóð fyrir utan tjaldið og horfði
á tindinn, á meðan leiðsögumaður-
inn setti súrefnið í botn og reyndi að
tala við Sigga, og ég hugsaði: Þetta er
búið,“ segir Heimir.
Þetta var spurning um 30 til 50
mínútur. Hefði Siggi ekki náð að
jafna sig hefðu þeir þurft að snúa
við, aðeins 943 metrum frá toppn-
um. Aðspurður segist Siggi muna
eftir þessu.
„Ég man eftir samtalinu og nafna-
ruglinu. Ég man að ég tengdi ekki
við neitt, það vantaði eitthvert
minni. Áður en ég lagði af stað á
fjallið vissi ég að heilabjúgur væri
möguleiki. Ég þekkti einkennin
en áttaði mig ekki á því að ég væri
með heilabjúg fyrr en ég sá svipinn
á Heimi. Þegar ég sá viðbrögð þeirra
kveikti ég á þessu og tók strax Dexa-
methasone, sem er neyðarlyf við
heilabjúg, ég mundi þetta, að taka
lyfið, en var á sama tíma búinn að
gleyma mínu eigin nafni,“ lýsir Siggi.
Til allrar hamingju náði hann að
jafna sig og þeir náðu fínni hvíld
áður en þeir lögðu af stað á toppinn.
Það var góð ákvörðun að hvíla sig og
náðu þeir í sameiningu að nærast,
drekka og hafa gaman.
Þeir hófu klifur á tindinn klukkan
Siggi með fjallið Thamserku í bakgrunni í hæðaraðlöguninni á leið í grunnbúðir Everest.
Hér má sjá Heimi í morgunfrostinu en myndin er tekin í búðum eitt þar sem hann gerir sig kláran í daginn fram undan.
Það var skrítin tilfinn-
ing að ganga fram hjá
látnum manni. Þarna
lá hann, frosinn og
fastur á fjallinu. Það
var dimmt, kalt og
mistur í loftinu.
Heimir
20.30 kvöldið 23. maí. „Það gekk
heldur hægt til að byrja með þegar
við lentum fyrir aftan hægan hóp en
við náðum fljótlega að taka fram úr
þeim og halda góðum dampi í fram-
haldinu,“ segir Heimir.
Þegar komið var að South Sum-
mit blasti við þeim lík. Það var
göngumaður sem hafði reynt að
ná toppnum í óveðrinu nokkrum
dögum áður. „Það var skrítin til-
finning að ganga fram hjá látnum
manni. Þarna lá hann, frosinn og
fastur á fjallinu. Það var dimmt,
kalt og mistur í loftinu. Tunglið
var blóðrautt. Tilfinning eins og að
ryðjast inn á grafreit. Ég bað fyrir
honum og afsakaði það í huganum
að við þyrftum að ganga fram hjá
honum. Á sama tíma var mikil ró
yfir honum og öllu umhverfinu.“
Svo komu þeir að öðru líki.
„Hann hafði látist nokkrum dögum
áður. Sama sagan en í þetta sinn var
erfitt að afhafna sig án þess að rek-
ast á hann þar sem hann lá á klett-
inum. Það var pínu bras þar sem
við vorum auðvitað á ísbroddum
og auðvelt að renna í klettunum.“
Siggi og Heimir nálguðust topp
Everest og gengu saman enda höfðu
þeir staðið saman eins og klettur
síðustu mánuðina og vildu ná
toppnum á sama tíma hlið við hlið.
„Við höfum oft verið spurðir
hvernig tilfinning það er að standa
á toppi hæsta tinds veraldar. Við
erum sammála um að tilfinningin
er ekki eins og við bjuggumst við.
Maður sér fyrir sér gífurlega ham-
ingjutilfinningu í góðu veðri, að
gefa hvor öðrum fimmu og brosa út
í heiminn. Að enginn stæði hærra
en maður á þessum tímapunkti,“
lýsir Heimir og heldur áfram: „Það
er sannarlega góð tilfinning að
komast á toppinn en eftir að hafa
gengið í myrkri, í miklum kulda, í
dularfullu mistri fram hjá látnum
mönnum, kemur aðeins eitt upp í
hugann: Hversu stutt er á milli lífs
og dauða á þessu fjalli. Að komast
hratt og örugglega niður af fjall-
inu. Maður gleymir f lestu öðru á
toppnum. Ef eitthvað gerist í 8.848
metra hæð er enginn að fara að
bjarga þér.“
Siggi og Heimir stóðu saman
á toppnum, hlið við hlið, og áttu
fjallið í korter. En sögunni lýkur
ekki á toppnum eins og í kvik-
myndunum því niðurleiðin er einn
erfiðasti hluti ferðarinnar.
Þegar göngugarparnir komust
í búðir fjögur var ljóst að súrefnið
og matarbirgðirnar voru af skorn-
um skammti og þurftu þeir f ljót-
lega að leggja af stað niður í búðir
númer tvö. Heimir var orðinn mjög
þreyttur og nánast alveg orkulaus
þegar komið var í búðir þrjú. „Þetta
var langerfiðasti dagurinn sem ég
hafði upplifað. Að komast niður í
búðir tvö tók gífurlega á og ég lagði
hausinn í ísinn oftar en ég gat talið.“
Siggi var í aðeins betri málum en
kapparnir voru að þrotum komnir
þegar þeir skiluðu sér loks í búðir
tvö, búnir að klifra í 24 klukku-
stundir. Þá fór Siggi að veikjast og
monsúntíminn var hafinn með
mikilli snjókomu.
„Það var ekkert flugveður og þar
sem Siggi var ekkert að skána var
ljóst að við þyrftum að koma okkur
niður í grunnbúðir sem allra fyrst.
Eftir að hafa verið fastir í búðum
tvö í þrjár nætur ákváðum við að
við skyldum reyna að koma okkur
niður Khumbu-skriðjökulinn og
niður í grunnbúðir.“
Þeir höfðu ekki gengið nema um
50 metra frá búðum tvö þegar Siggi
virtist ætla að hníga niður. En þeir
komust þó á leiðarenda eftir ellefu
daga ferð á fjallinu sem átti að taka
um sjö daga í heildina.
Ferðin tók alls 86 daga, sextán
dögum fram yfir það sem Heimir og
Siggi höfði gert ráð fyrir. Þeir náðu
síðasta fluginu frá landinu áður en
gos hófst í Geldingadölum þann 19.
mars og sneru aftur heim til Íslands
þann 11. júlí síðastliðinn með nýja
titla í farteskinu, Everest-farar. n
Hér má sjá göngumenn á ferðinni um miðja nótt í gegnum Khumbu skriðjökul. Myrkur og kuldi alltumlykjandi.
24 Helgin 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ