Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 30
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Tónlistarmaðurinn og súpu- kokkurinn Daníel Óliver hefur fundið sína hillu í tónlistinni. Hann tileinkar ástinni sinni nýja lagið Feels like home, enda líður honum eins og heima í faðmi hans. Líka í Vík þar sem hann rekur vinsælt súpueldhús. „Vík er æðislegt þorp; opinn, vina- legur og skemmtilegur bær. Hér er dásamlegt að búa, bæði út af náttúrufegurðinni og fjölmenn- ingarlegu samfélaginu sem hér er. Hingað kemur fólk til starfa frá öllum heimshornum, kolfellur fyrir Vík og sest hér að. Þannig er það hjá okkur í Súpufélaginu og það indæla fólk er orðið eins og vinir okkar og fjölskylda,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver þar sem hann stendur yfir súpu- pottunum í Súpufélaginu í Vík og sker niður ferska, íslenska sveppi ofan í rjómalagaða sveppasúpu sem hann lagar frá grunni. Vík í Mýrdal er í brennidepli nýjustu sjónvarpsþáttaraðar Baltasars Kormáks, Kötlu, sem nú er í sýningu á Netflix. „Ég hámhorfði á Kötlu á einum og sama deginum. Ég viðurkenni að það var hrollvekjandi að horfa á heimabæinn sinn í þessum álögum og þegar ég kláraði seríuna seint um kvöld fór ég út í göngu- túr og þá fór verulega um mig. Ég varð smeykur við tilhugsunina um að Katla færi að gjósa, sem getur alltaf gerst, og sú tilfinning var óþægileg því þættirnir höfðu áhrif á mig. Annars brostu Víkurbúar út í annað að óraunverulegu ösku- magninu í þáttunum því ef Katla gysi yrði svo mikil aska á þökum húsanna í Vík að þau hryndu, eins og gerðist í gosinu í Heimaey. Samt alveg ótrúlega flottir þættir og ég heyri að Víkurbúar eru mjög ánægðir með þá,“ segir Daníel. Heimilið er í hjörtum fólksins Á öldum ljósvakans hljómar nú nýjasta lag Daníels Ólivers, Feels like home, oft á dag. „Lagið fjallar um það að finna heimili í öðru fólki. Mér finnst það áhugavert því sjálfur lifi ég tvö- földu lífi, til skiptis í Vík og í Sví- þjóð, og báðir staðirnir eru heimili mitt. Heimili manns er þó ekki bundið stöðunum sjálfum heldur fólkinu sem maður tengist í lífinu. Ég missi af því sem gerist hjá fólk- inu mínu á báðum stöðum þegar ég er fjarri og því er svo mikilvægt að eiga heimastað í fólkinu sínu, því þegar maður kemur til baka er eins og maður hafi aldrei kvatt Varð smeykur undir Kötlu eftir Kötlu Daníel Óliver á nú eitt af vinsælustu lögum sumarsins. MYND/GÜLCAN GETIN Daníel Óliver með móður sinni, Margréti Reynisdóttur, og systur, Krist- rúnu Friðsemd, í Súpufélaginu þeirra í Vík í Mýrdal. MYND/UNNUR MAGNA né farið. Það var kveikjan að Feels like home og ég tileinka lagið fal- lega manninum mínum sem þarf að bíða mín mánuðum saman í Svíþjóð en þegar við svo hittumst er eins og það hafi gerst í gær. Slík er tilfinningin, eins og að koma heim,“ útskýrir Daníel. Í nýja laginu kveður við nýjan tón hjá Daníel en lagið er það fyrsta sem heyrist af nýrri plötu hans sem kemur út með hnígandi sól. „Já, ég virðist hafa fundið mína fjöl. Ég hef alltaf haft gaman af popptónlist frá seventís-, eitís- og næntís-tímabilunum, reyndi að blanda áhrifum frá þeim í nýju lögin og finnst það koma vel út. Ég hef lengi leitað að mínu eigin sándi og það hefur örugglega tekið mig ein tíu ár, en nú í fyrsta sinn datt ég inn á lag sem bæði ég og hlustend- ur hafa gaman af, og sem passar mér mjög vel og er rosa mikið ég.“ Til í Eurovision með tröllatrú Feels like home er líka fyrsta lag Daníels Ólivers sem fer beint inn á vinsældalista Rásar 2. „Það er náttúrlega mjög spenn- andi og óneitanlega gaman að fá svo góða byrjun. Það hvetur mann áfram til að gera vel,“ segir Daníel og gleðst við. „Þetta er líka fyrsta lagið sem ég sem og nær til ólíkra aldurs- hópa. Ég fæ mikil viðbrögð frá ungu fólki en líka þeim sem eru eldri en foreldrar mínir, og lagið höfðar eflaust líka til þeirra sem voru yngri á eitís-tímabilinu. Það er frábært að geta tekið eldri tón- list og vafið henni í nýjan búning sem virkar áratugum seinna. Nú fer eitís-æði yfir heiminn á ný og ég verð líka að þakka kanadíska tón- listarmanninum The Weeknd fyrir að opna fyrir eitís-áhrif í popp- tónlist vestra. Líka Peter, sem er aðalútsetjarinn minn og forfallinn eitís-aðdáandi. Honum tekst alltaf, hvort sem hann reynir eða ekki, að koma eitís-áhrifum í lögin og þau leyna sér ekki í Feels like home, með fölskum hljóðgervli í byrjun,“ segir Daníel sem notaði heims- faraldurinn til að taka upp nýju plötuna í Svíþjóð. Platan er nú í hljóðblöndun en tónlisina vinnur Daníel í samstarfi við Peter og annan sænskan mann sem hann eignaðist að vini þegar þeir námu allir upptökustjórn í Svíþjóð. „Það er skrýtin en skemmtileg tilfinning að heyra nýja lagið sitt spilað hér og þar, og ég reyni að njóta þess á meðan það endist. Enn áhugaverðari tilfinning er þegar maður verður þess var að fólk syngur með lögunum manns. Það fyllir mann stolti.“ Daníel hyggur á útgáfutónleika þegar nýja platan kemur út og er strax með þrjá tónleikastaði í huga; Reykjavík, Stokkhólm og Súpufélagið í Vík, þar sem er stórkostlegur hljómburður. Hann hefur tvisvar tekið þátt í undan- keppni Eurovision hér heima. „Í fyrsta sinn komumst við í úrslit með lag sem ég hafði trölla- trú á og var viss um að við tækjum alla leið, en í seinna skiptið með lag sem mér fannst mjög fallegt en hefði ekki sjálfur valið að fara með og floppaði. Maður verður að treysta innsæinu og velja sinn vitjunartíma vel, og ef ég reyni aftur verð ég með lag sem ég hef óbilandi trú á.“ Kærastinn kemur í haust Gestagangurinn á veitingastað Daníels Ólivers, Súpufélaginu í Vík, er mikill þessa dagana. „Það er vitlaust að gera og gesta- fjöldinn eins og Covid hafi aldrei gerst; stöðugt streymi íslenskra ferðalanga í sumarfríi og svo erlent ferðafólk, mestmegnis Amerík- anar,“ upplýsir Daníel sem lagar dýrindis súpur alla daga, og langt fram á kvöld. „Ég hef alltaf verið mikill súpu- kall og þar er íslenska kjötsúpan í mestu dálæti. Hún er alltaf í boði hér í Vík, en ég elda hana aldrei í Svíþjóð því þar er svo erfitt að fá gott lambakjöt,“ segir Daníel, sem er jafnan með fimm til sex súpur í boði, einnig samlokur, heima- bakað brauð og kökur, kaffi og kokteilbar. „Ég nýt þess að elda og taka á móti gestum. Staðurinn er hálf- gerð félagsmiðstöð því Víkurbúar koma hingað oft til að fá sér kaffi og hingað kemur skemmtileg blanda alls konar fólks og innan um margir sem maður kannast við og þekkir. Hér hittist fólk fyrir jöklaferðir með Zipline og í húsinu er líka Icelandic Lava Show. Því er alltaf líf og fjör hjá okkur.“ Með Daníel í Súpufélaginu er móðir hans, Margrét Reynisdóttir, og systir hans, Kristrún Friðsemd. „Mamma er frá Vík og hér býr öll stórfjölskyldan. Súpufélagið varð fjögurra ára í maí og verður vonandi lengi til enn, við stöndum vaktina alla daga og finnst það alltaf jafn gaman. Það kemur svo sem fyrir að ég taki lagið yfir pottunum en líka að fjölskyldan spili lögin mín fyrir gestina, sem er mjög súrrealískt, en þau eru svo stolt af mér og vilja veg minn sem mestan,“ segir Daníel og hlær. Fyrir kemur líka að fólk kannist við tónlistarmanninn Daníel Óliver á veitingastaðnum. „Já, og um daginn kom danskt par sem sagðist hafa haldið með mér í Söngvakeppninni 2015 og vildi endilega fá mynd af mér sveittum í svuntunni. Þá er mikið rennerí af alls konar fólki í súpu- disk en ég er svo ómannglöggur og þekki ekki alltaf fræga fólkið innan um. Ég heyri bara af því frá hinum.“ Fram undan er íslenskt sumar án sænska kærastans, Daniels Nyback. „Daniel er auðvitað alls ekki sáttur við endalausa fjarveru mína og orðinn mjög leiður á þessu. Hann er því að hugsa um að flytja til Víkur í október og við ætlum að taka ár hér heima. Hann hefur auð- vitað oft komið til Víkur, þekkir hér alla og finnst Ísland vera sitt annað heimili. Ég verð því yfir súpupottunum í sumar og klára plötuna, fer svo út og næ í Daniel, og svo tökum við okkur pásu frá Svíþjóð.“ ■ Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húð- próteins og insúlíns • Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs • Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva • Stuðla að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins • D-vítamín hefur hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 4 kynningarblað A L LT 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.