Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 52
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Það gerist ekki oft að veðrið sé álitlegra á sunnanverðu horninu en fyrir norðan eða austan en það á víst að vera sól og blíða á sunnanverðu landinu í dag. Það er víst að veðurguðirnir geta ekki blessað alla landvættina sam- tímis. Því er ekki hjólhýsaveður og ekki æskilegt að vera að ferðast langt frá borginni. En það má vel kíkja í smá bíltúr á suðvestur- horninu og skella sér í spássitúr í bæjunum þar eða úti í guðsgrænni náttúrunni. Það má til dæmis kíkja upp í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði og baða sig í hlýjum læk eða heilsa upp á hana Guðlaugu, heita pott- inn í sjávarmálinu við Akranes. Esjan er að vanda sívinsæl til gönguferða en fjölmörg önnur fjöll er að finna á Suðurlandinu. Akrafjall er líka stórskemmtilegt til fjallgöngu sem og Hafnarfjall sem býður upp á yfir 800 metra hækkun og gríðarlegt útsýni yfir Borgarfjörðinn. Svo stendur Helga- fell í Hafnarfirði alltaf fyrir sínu. Grilllykt í loftinu Vindinn á þó að lægja víðast hvar seinnipartinn og þá er um að gera að fýra upp í grillunum og skella einhverju góðmeti á olíubornar grindurnar. Fiskur hentar ekki síður á grillið en kjöt og þá koma risarækjur sterkar inn. Risarækju- og ananastakó Risarækjur, stórar (um 21/25 í kílói) Ananas, ferskur Sriracha-sósa (og jógúrt eða majones) Mjúkar hveiti- eða maístakóskeljar Meðlæti Kóríander Fetaostkubbur Tómatar Avókadó Romaine eða annað brakandi salat Grísk jógúrt Lime Þíðið risarækjur, um tvær fyrir hverja takóskel. Skerið ferskan ananas í jafnmarga bita í svipaðri stærð. Þerrið rækjurnar og setjið í skál með ananasbitunum. Sprautið sriracha-sósu yfir og veltið rækjum og ananas um þar til sósan þekur hvern bita. Látið standa á meðan meðlæti er skorið. Ef þið viljið milda marineringuna er hægt að Rækileg sunnansæla Gönguleiðin upp í Reykjadal er gullfalleg og þar má sjá fal- lega hveri vítt og breitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Rækjutakó klikkar ekki á grillið. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Það verður gaman að kíkja í Árbæjarsafn á sunnudaginn. MYND/LISA SHANNEN skella matskeið af grískri jógúrt eða majonesi út í blönduna. Næst eru rækjurnar þræddar upp á grillspjót og ananasinn sömuleiðis. Hafið í huga að ananasinn þarf lengri tíma til að eldast. Svo er ekkert eftir nema að grilla á miðlungs/háum hita og njóta. Gott er að bera fram með mjúkum takóskeljum úr hveiti eða maís, hituðum á pönnu eða á grill- inu, söxuðu kóríander, söxuðum tómötum, niðurskornu avókadó, brakandi kálsalati, kurluðum feta- osti (ekki í olíu) og grískri jógúrt. Kreistið svo lime yfir allt. Sunnudagur til sælu Sunnudagurinn ætti að vera mildur, að minnsta kosti á höfuð- borgarsvæðinu, og þá er um að gera að skella sér í menningarferð í Árbæjarsafn. Sunnudagur til sælu er yfirskrift sunnudagsins 27. júní á Árbæjarsafni en þá býðst gestum að upplifa ferðalag aftur í tímann. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Starfs- fólk safnsins klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og sinnir ýmsum störfum sem nauðsynleg eru á hverjum bæ. Húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur, á baðstofuloftinu situr kona við tóskap og í safnhúsi sem nefnist Miðhús er prentari að störfum. Landnámshænurnar vappa um safnsvæðið og í haga eru kindur og lömb. í Dillonshúsi er heitt á könnunni og heimabakað góð- gæti. Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Safnið er opið í allt sumar frá klukkan 10–17. ■FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is FERÐAST Í SUMAR Þriðjudaginn 1. júlí gefur Fréttablaðið út sérblaðið: Ferðast í sumar. Fyrsta helgin í júlí er ávallt ein stærsta ferðahelgi sumarsins og ætlum við því að vera tilbúin fyrir ferðaþyrsta Íslendinga sem ætla að bruna um landið í leit að sól og gleði. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jóhann Waage, sölu- og markaðsfulltrúa Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 26. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.