Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.06.2021, Qupperneq 56
Drífa Atladóttir og Hrafn- hildur Sigmarsdóttir blanda saman austrænum fræðum jógavísinda við vestræn vís- indi í námskeiðum og ferðum sem þær halda undir nafninu Íslenskar seiðkonur. Þær leggja áherslu á mýkt, mildi og að fólki sé ekki ýtt út í eitt- hvað sem það vill ekki. „Hugmyndin að baki Seiðkonum var að okkur fannst vanta þessa nálgun, að blanda saman aust- rænum fræðum í jógavísindunum við vestræn vísindi og rannsóknir. Við erum báðar með akadem- ískan bakgrunn. Drífa í uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðum og ég í mannfræði og sálfræði og við vildum nýta þá styrkleika,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að nafnið komi frá konum sem voru taldar óstýri- látar, sjálfstæðar og oft á undan sinni samtíð . „Okkur fannst nafnið fallegt og við vildum heiðra þessar konur,“ segir Drífa. Þær eru með ólíkan bakgrunn og gera í raun allt aðra hluti dags- daglega. Hrafnhildur starfar hjá Bjarkarhlíð við að aðstoða þol- endur of beldis og Drífa rekur og á Jóga stúdíó í Ánanaustum. „Ég hef tekið eftir því í minni vinnu hversu miklu máli skiptir að vera með áfallamiðaða nálgun og það var eitthvað sem við Drífa vorum sammála um alveg frá upp- hafi. Að skapa öruggt rými þar sem fólk getur mætt til okkar alger- lega á sínum forsendum. Það er engin krafa gerð um tjáningu eða að gefa upp ástæðu fyrir komu,“ segir Hrafnhildur og leggur mikla áherslu á orð sín. Hún segir að þær leggi ekki ein- ungis áherslu á andlega hlutann heldur einnig lífeðlisfræðileg ferli eins og taugakerfið þegar kemur að streitustjórnun og úrvinnslu áfalla. Þær leggja áherslu á að útskýra á mannamáli hvernig taugakerfið skiptist í drifkerfi og sef kerfi og hvernig áföll og erfið upplifun geta sett jafnvægi kerf- anna úr skorðum. Drifkerfið ofurnæmt og ráðandi Hrafnhildur segir að margt í vest- rænu samfélagi, eins og langvinn streita, áföll, kvíði, heimilisof beldi og of beldi í nánum samböndum, geti haft þau áhrif að drif kerfi okkar verði ofurnæmt og ráðandi. „Það eru fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á að afleiðingarnar af því að vera með drif kerfið í sífelldri spennu eru þær að líkam- inn getur þróað með sér fjölmarga heilsufarsbresti og örmagnast. Það er það sem er að gerast með svo margar konur í okkar samfélagi. Þær eru bara að klessa á veggi með algjörlega tóman orkutank,“ segir Hrafnhildur. Drífa segir þær einbeita sér að konum. Það hafi ekki verið það sem þær ákváðu í upphafi en nám- skeiðin hafi þróast þannig og þeim þyki orkan sem fylgi konum sterk, heilandi og falleg. „Við erum að hjálpa fólki að virkja hinn hluta taugakerfisins, sem er sef kerfið. Það virkar best þegar líkaminn er í algerri slökun og hvíld. Þá lækkar blóðþrýstingur og hægist á hjartslætti. Sef kerfið hjálpar líkamanum og huganum að búa til kjöraðstæður svo að líkam- inn geti heilað sig sjálfur, gert við sig í friði,“ segir Drífa. Þær nota bæði yin jóga og jóga nidra, sem eru gagnreyndar aðferð- ir til að virkja sef kerfið og kyrra drifkerfið. Þær nota einnig skálar, trommur, gong og áfallamiðaða hugleiðslu, sem þýðir að ekki er um að ræða beinskeitt, afgerandi eða krefjandi inngrip. Konur klessa á veggi með tóman tank Drífa Atladóttir og Hrafnhildur Sigmarsdóttir eru íslenskar seiðkonur. MYND/SUNNA BEN Drífa og Hrafnhildur nota trommur í vinnu sinni með konunum sem koma á námskeiðin þeirra. MYND/SUNNA BEN Þær segja að það eigi ekki að ýta fólki út í að gera upp erfið áföll. MYND/SUNNA BEN Þær nota einnig gong á námskeiðunum MYND/SUNNA BEN Fá aðstoð við tjáningu „Það er gert ráð fyrir því að þú hafir upplifað eitthvað erfitt og okkur ber að nálgast þig þannig,“ segir Hrafn- hildur. Drífa segir að þannig skapi þær aðstæður þar sem tilf inninga- úrvinnsla geti farið fram á eigin for- sendum fólks í öruggu rými. „Það er svo valdeflandi þegar þú færð að gera hlutina á þínum for- sendum. Ekki að þér sé stillt upp í hópi og þú krafin um einhverja tjáningu. Það er mörgum óþægilegt og þegar þú hefur lent í áfalli getur það haft þau áhrif að þú bara mætir ekki aftur,“ segir Drífa. Þær segja að hafi fólk þörf á að tjá sig eða fá aðstoð við krefjandi tilfinningar eða upplifun, þá leggi þær áherslu á að vera til staðar þegar viðburði eða námskeiði lýkur. „Þar kemur fagþekking okkar og sérfræðikunnátta að góðum notum. Oftar en ekki hef ég bent konum á að panta tíma hjá okkur í Bjarkarhlíð og þar er hægt að greina vandann í öruggu rými og koma fólki í viðeigandi stuðningsúrræði ef það kýs svo,“ segir Hrafnhildur og Drífa tekur undir það. „Fólk kemur til okkar á sínum for- sendum og vinnur þar af leiðandi einnig á sínum forsendum og þess vegna koma sumar konur aftur og aftur. Það er svo fallegt að sjá hvern- ig fólk er að hjálpa sér sjálft,“ segir Drífa. Spurðar hvernig viðburðum þær standa fyrir, segja þær að það séu stakir viðburðir, námskeið, og utan- lands- og innanlandsferðir. „Við stöndum, meðal annars, fyrir námskeiði sem heitir Seiðkonu- hringur. Það námskeið snýst um kerfisbundna eftirtekt og afvopnun á krefjandi tilfinningum í öruggu rými og er ákveðið þema tekið fyrir í hverjum tíma,“ segir Hrafnhildur. Þær segja að vegna Covid-19 hafi þær auðvitað ekki komist í utan- landsferðirnar, en í staðinn hafi þær skipulagt ferðir í Sólheima í Gríms- nesi þar sem konur geta dvalið heila helgi, endurnært sig og hlaðið. „Þar tökum við námskeiðið okkar, Seiðkonuhring, á styttri tíma og dagskráin er þéttari, mikið er í boði, nóg af hvíld og maturinn æðislegur,“ segir Hrafnhildur. Engin jóga-steríótýpa Þær segja að fólk þurfi ekki að vera andlega þenkjandi til að koma á námskeiðin, eða uppfylla einhvers konar fyrirfram ákveðna formgerð af fólki sem stundar jóga. „Við rekum okkur oft á að það séu skilaboðin þarna úti, að þú þurfir að vera svo rosalega andlega þenkjandi, vegan og allur pakkinn til þess að stunda líf í jóga-anda, en það er ekki rétt. Allir hafa þörf fyrir hvíld og endurheimt á orku. Þú getur verið í jóga og haft áhuga á því án þess að vera nokkuð andlega sinnaður og hvatinn getur verið bara að vinna með taugakerfið,“ segir Hrafnhildur. Þær segja að öll nálgun á nám- skeiðum þeirra felist í áfallamiðaðri hugleiðslu og hreyfingum og það sé stöðug áhersla á að gera það í mýkt og mildi. Aukið tilfinningalæsi er lykillinn að því að losna við erfiðar tilfinningar. „Það er ekkert verið að ýta fólki í að gera upp erfið áföll. Svoleiðis vinna á að eiga sér stað hjá sérhæfð- um fagaðilum og heilbrigðiskerfinu. Góður ásetningur, heillandi skrípa- leikir eða ofmat á eigin ágæti eru ekki næg forsenda til að vinna með fólki sem er að vinna úr áföllum. Þegar kemur að því að aðstoða fólk við úrvinnslu f lókinna áfalla og alvarlegra geðraskana verða leið- beinendur að þekkja takmörk sín og vísa til fagaðila,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Við leggjum áherslu á að tilfinn- ingar líkt og reiði, skömm, kvíði og vanlíðan megi koma upp. Þetta eru tilfinningar sem eru orðnar allt of neikvætt gildishlaðnar, sem er miður, því þær eru eðlilegar og eru bara tilfinningar sem eru partur af eðlilegri og heilbrigðri tilfinninga- flóru. Okkur ber að þekkja þær og leyfa þeim að koma til okkar. Til- finningar eru bara upplifun. Þær eru ekki einkennandi fyrir okkur, heldur eru þær einungis lýsandi fyrir það sem þú ert að upplifa hverju sinni og við eigum ekki að hræðast þær, heldur þekkja þær svo við getum gripið til heilbrigðra bjargráða þegar þær koma til okkar með offorsi.“ Hún segir að úrvinnsla erfiðra tilfinninga krefjist alltaf hugrekkis og finnst það mikil forréttindi að fá að starfa við þetta með konum á Íslandi, bæði í Bjarkarhlíð og með Seiðkonum. Næsta ferð Seiðkvenna á Sólheima í Grímsnesi verður 27. til 29. ágúst. Viðburðir og námskeið hefjast með haustinu og allar nánari upplýsingar er að finna á islenskarseidkonur.is ■ Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is 28 Helgin 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.