Fréttablaðið - 26.06.2021, Síða 65

Fréttablaðið - 26.06.2021, Síða 65
Aftur- hjóla- drifna útgáfa MG R Electric er búin tveimur rafmót- orum við drifrásina að aftan. Framkvæmdir eru hafnar að nýju bílasölusvæði að Krók- hálsi 7. Um er að ræða nýtt og fullkomið bílasölusvæði sem mun bjóða upp á gríðarlega gott úrval af notuðum bílum frá öllum helstu bílamerkjum. njall@frettabladid.is Nýja bílasölusvæðið mun bera heitið K7 sem vísar í Krókháls 7. Þar verða 5 bílasöluhús og hefur K7 meðal annars gengið frá samningum við Öskju – notaða bíla, Bílaland BL, Bílabankann og Bílamiðstöðina. Staðsetningin á nýja bílasölu- svæðinu er sérlega góð á milli Hest- háls – þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover – og Krókháls, þar sem Bílaum- boðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptavina að fyrirtækj- um á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar. Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á kom- andi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Lóðin er rúm- lega 23 þúsund fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir 800 stæðum. Það er Arkís sem sér um hönnun svæðis- ins og gert er ráð fyrir opnun á K7 í haust. ■ Nýtt bílasölusvæði rís við Krókháls 7 Tölvugerð loftmynd af svæðinu sýnir lágreistar byggingar sem henta þessu svæði vel. njall@frettabladid.is Porsche 911 GT2 RS hefur sett nýtt hraðamet á Nurburgring fyrir fram- leiðslubíl. Porsche bætti eldra met um 4,747 sekúndur svo að nýtt met er 6 mínútur, 43,3 sekúndur og var meðalhraðinn 186 km á klst. Bíll- inn sem átti fyrra met var Merce- des-AMG GT Black Series. Sá sem setti metið var tilraunaökumaður Porsche að nafni Lars Kern, en hann hefur áður sett met fyrir Porsche á Nurburgring á Panamera og GT3. Porsche GT2 RS bíllinn var með sérstökum Manthey keppnisbúnaði sem er sérhannaður fyrir Porsche framleiðslubíla. Gerðar voru breyt- ingar á undirvagni, loftf læði og bremsum en ekkert gert til að auka kraft bílsins. Magnesíum-felgur léttu bílinn um 11,4 kíló og sérstök vind- hlíf og loftdreifari úr koltrefjum gerðu sitt til að auka niðurþrýsting bílsins. Einnig var komið fyrir nýjum væng að aftan ásamt breytingum á framvæng og hjólskálum. Sérstakar keppnis- bremsur fóru undir bílinn og átt var við fjöðrunarbúnað sem er stillan- legur fyrir brautarakstur. Keppnis- búnaður Manthey er oft notaður af GT eigendum á brautardögum og telst því löglegur, hægt er að panta hann gegnum söluaðila Porsche. ■ Porsche setur nýtt met á Nurburgring Porsche 911 GT2 RS bíllinn ásamt Lars Kern sem var ökumaður á Nurburgring. njall@frettabladid.is Breytingafyrirtækið Hennessey í Bandaríkjunum hefur sett á markað sérstaka útgáfu af Dodge Ram pall- bílnum sem kallast Mammoth 1000 TRX. Talan þúsund er tilvísun í afl bílsins sem er 1.012 hestöfl en bíll- inn er búinn 6,2 lítra V8 vél með keflablásara. Að sögn Hennessey er ætlunin að framleiða 200 slíka bíla; þegar er búið að selja meira en helming þeirra, en bílinn segja þeir vera afl- mesta og sneggsta pallbíl sem fram- leiddur hefur verið. Pallbíll Hennessey er byggður á Dodge Ram 1500 TRX en talsvert er búið að eiga við Hellcat vélina í honum. Kominn er nýr blásari og innspýting og er bíllinn nú aðeins 3,2 sekúndur í hundraðið. Kvart- míluna fer hann svo á aðeins 11,4 sekúndum. Sérstakur kælibúnaður er við vélina ásamt öflugu olíudælu- kerfi með sérstökum síum. Breyt- ingar á ytra byrði eru breyttir stuð- aðar, díóðuljósabúnaður, 20 tommu felgur og 37 tommu dekk. Bíllinn mun geta dregið tæp fjögur tonn. Með breytingum kostar pallbíllinn 18,5 milljónir en hann verður í boði á þeim markaðssvæðum sem selja Dodge bíla.■ Mammoth 1000 fljótasti pallbíllinn Mammoth pallbíllinn er aðeins 3,2 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða. MG frumsýndi í mars tvær nýjar kynslóðir rafbíla sem koma á Evrópumarkað á árinu. Annar bílanna er rafknúni jepplingurinn MG Marvel R Electric sem kemur í sýningarsalinn hjá BL við Sævarhöfða í október og verður verð bílsins frá 5.990.000 kr. MG Marvel R Electric er tæplega 4.700 mm langur, rúmir 1.900 mm á breidd og 1.700 mm á hæð og mælist hjólhafið um 2.800 mm sem gerir farþegarýmið rúmgott fyrir farþega og farangur. Í afturhjóla- drifnu útgáfunni er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan. Þá er Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir afþreyingar- og upplýsingastjórnun og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði. Fjórhjóladrifin útgáfa MG Marvel R Electric er búin þremur rafmót- orum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöf l, drægi rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/ klst. 4,9 sekúndur. Afturhjóladrifna útgáfa MG R Electric er búin tveimur rafmótorum við drifrásina að aftan. Bíllinn er 180 hestöfl, drægið um 402 km og snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur. Hámarks- MG Marvel R Electric kynntur í október MG Marvel R Electric verður frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða í október. Upplýsingaskjárinn í miðjustokk Marvel R er 19,4 tommur. hraði MG Marvel R Electric er tak- markaður við 200 km/klst. óháð útfærslum. Í MG Marvel R Electric er 70 kWst rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn búinn svokölluðu vehicle-to-load rafkerfi sem leyfir meðal annars tengingu við annað og ótengt rafkerfi, til dæmis til að knýja loftdælu eða hlaða fartölvu eða rafskutlu. MG Marvel R Electric er búinn sívirkum nútíma öryggis- búnaði, m.a. MG Pilot-kerfinu sem inniheldur fjórtán mismunandi öryggiskerfi sem vara við aðsteðj- andi eða mögulegum hættum í umferðinni. Þá er dráttargeta jepp- lingsins allt að 750 kg sem hentar léttum kerrum eða tjaldvögnum. ■ Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Betri vefn með Lín Design Bet i svef með Lín De ign Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is LAUGARDAGUR 26. júní 2021 Bílar 37FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.