Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 66
Í Kling & Bang má sjá litríka
og áhugaverða sýningu sem
leggur undir sig alla þrjá sal
ina. Sýningin er sameiginlegt
verk Önnu Hrundar Másdótt
ur, Steinunnar Önnudóttur og
Ragnheiðar Káradóttur.
„Ég sá tengingu í verkum okkar og
finnst þær vera frábærir listamenn,
og fékk hugmyndina um að við
myndum vinna saman. Ég hafði
verið með hefðbundna samsýningu
í huga, þar sem verk okkar væru
hlið við hlið. En þegar við fórum
að spjalla þá kviknaði hugmyndin
um að gera allt saman,“ segir Ragn
heiður.
Á sýningunni eru bæði innsetn
ing og ljósmyndir. Innsetningin er
litrík og minnir á glaðlegt lands
lag, en þó býr eitthvað óhuggulegt
undir. „Eitt af því sem tengir okkur
er að við vinnum á fagurfræðilegum
forsendum og nýtum innsæið, en
fegurðin býr í mörgum ólíkum
áferðum og efnum, líka í því sem
við að öllu jöfnu upplifum sem
ógeðslegt eða ljótt,“ segir Steinunn.
„Því er breiddin í verkunum mikil,
og þó að bjartir og fagrir litir grípi
augað fyrst, er þarna einnig að finna
ýmsan óhugnað.“
Mótsagnir í verkunum
Um titil sýningarinnar, Feigðarós,
segir Ragnheiður: „Titillinn Feigðar
ós vísar til þessa þekkta minnis, að
f ljóta sofandi að feigðarósi. Maður
sér fyrir sér einstakling sem flýtur
áhyggjulaus, en er um leið með
afmarkað sjónarhorn og ekki með
vitaður um allt sem er að gerast
í kringum hann. Þetta er lýsandi
fyrir það ástand sem mörg okkar
eru í.“
Steinunn heldur áfram: „Það sem
okkur var einna mest hugleikið
var togstreitan á milli þess að vera
meðvitaður um samtímamál og
þátttakandi í því sem er að gerast
í heiminum, en finna á sama tíma
innri frið og njóta líðandi stundar.
Bjartir litir og óhugnaður
Listakonurnar
sýna í þremur
sölum Kling &
Bang.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ÓTTAR
Innsetningin er
litrík og minnir á
glaðlegt lands-
lag en þar býr
líka óhugnaður.
Fegurðin býr í mörgum
ólíkum áferðum og
efnum, líka í því sem
við að öllu jöfnu
upplifum sem ógeðs-
legt eða ljótt.
Steinunn Önnudóttir.
Þetta tvennt sem maður vill hafa að
leiðarljósi í lífinu fer ekki saman og
vinnur svolítið hvort á móti öðru.
Þessar mótsagnir endurspeglast í
verkunum og gátu af sér titilinn.“
Hún segir ástandið í umhverfis
málum vera þeim hugleikið og
vera af sama meiði. „Við sem lista
menn þurfum oft að standa frammi
fyrir erfiðum spurningum um það
hvort við eigum að leyfa okkur að
nota þessi og hin efni sem skaða
umhverfið og elta þannig okkar
listrænu sýn, eða hvort við eigum
að takmarka okkur við það sem
er umhverfisvænt og fórna þannig
hugmyndum okkar og sköpunar
þörf.“
Um innsetninguna hlykkjast
lækur eða kræklótt vatn. Í því gutlar
þykkur vökvi sem minnir á jarð
hræringasvæði hér á landi, nema
hvað áberandi bleikur litur er á
vatninu. „Ég bjó í Bandaríkjunum
og þar er þekkt og vinsælt maga
meðal, Pepto bismol, sem er bleikt
og þykkt. Sá litur greip augað sam
stundis,“ segir Anna Hrund. „Ég hef
séð myndir af vötnum, til dæmis
Lake Hillier, með svona ónáttúru
lega bleikum lit sem vakti hrifn
ingu mína. Í þeim tilfellum eru það
þörungar sem gefa af sér þennan
lit, en ég tengdi litinn strax við
þennan seigfljótandi, bleika vökva
sem Bandaríkjamenn drekka til að
lina verki.“
Yfirborð og gervi
Í myrkvuðum sal við lok sýningar
innar má sjá seríu ljósmyndaverka
sem virðast f ljóta á litríkum bak
grunni. Á ljósmyndunum er að
finna hluti sem minna á ýmsar
óræðar leifar sem maðurinn skilur
eftir sig í umhverfi sínu.
„Í myndunum finnum við hlut
um, sem við bjuggum til, stað úti
við og búum til sviðsetningar inni
við fyrir fundna náttúrulega hluti,“
segir Ragnheiður. „Í þessum verkum
erum við mikið að hugsa um yfir
borð og gervi, hvað sé manngert
og hvað náttúrulegt og hvar eigi að
draga línuna,“ segir Steinunn.
Samhliða sý ning u nni, sem
stendur til 4. júlí, kom út bókverk
með textum eftir Bergþóru Snæ
björnsdóttur, Guðrúnu Evu Mín
ervudóttur, Gunnar Theodór Egg
ertsson og Tyrfing Tyrfingsson.
Textarnir spinna hliðarheim við
sýninguna og gefa áhorfandanum
tækifæri til að staldra lengur við
verkin. Bókverkið er fáanlegt í
Kling & Bang. ■
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
38 Menning 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 26. júní 2021 LAUGARDAGUR