Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 68

Fréttablaðið - 26.06.2021, Page 68
Það má sennilega segja að þessi tónlist falli inn í hinn norræna jazz- ramma. Kvartettinn Move heldur tón­ leika í Kaldalóni, Hörpu, mið­ vikudaginn 30. júní klukkan 20.00. Kolbrún Bergþórsdóttir „Þetta er kvartett sem varð til upp úr þeirri hugsun hvort ákveðin réttritunarstefna stjórni sköpun og túlkun á tónlist og hversu mikið megi leita. Má leita að hinu ranga og getur hið ranga orðið rétt ef hlustun og skilningur manna er orðinn nógu víður?“ segir Óskar. „Við félagarnir viljum vera frjálsir og leitandi. Við viljum gefa hverjum og einum leyfi til að vera hann sjálfur en samt inni í hóp þar sem við þurfum hver á öðrum að halda.“ Á tónleikunum verða f lutt lög eftir Óskar. „Árið 2017 byrjaði ég að semja lög fyrir þennan kvartett og það tók mig tvö ár að komast á stað þar sem ég var farinn að semja tón­ list sem mér fannst virka.“ Reif kjaft Spurður hvernig lög þetta eru segir hann: „Þau eru melódísk, en geta bæði verið ögn þunglyndisleg og fjörug. Þau eru breiðari heldur en einhver ein stefna. Þegar maður er að fást við tónlist sem inniheldur ekki orð þá er mjög erfitt að lýsa henni, því inni í manni býr hún á sérstað sem engin orð ná utan um. Það má sennilega segja að þessi tónlist falli inn í hinn norræna jazz­ ramma.“ Óskar byrjaði snemma að leika á saxófón. „Ég get ekki útskýrt hvað það var sem dró mig fyrst að saxó­ fóninum. Það var eitthvað innra með mér sem kallaði á það. Ég átti ekki að fá að læra á saxófón, ég átti ellefu ára gamall að læra á klarí­ nett. En ég þráaðist við og reif smá kjaft, fékk að byrja og gafst ekki upp og hef ekki enn þá gefist upp. Mér finnst ég samt alltaf vera á einhvers konar byrjunarreit. Ég er alltaf að læra.“ Mismunandi nálgun Spurður hvað sé svo sérstakt við saxófóninn sem hljóðfæri segir hann: „Það sem er heillandi við saxófón er að hann er blæbrigða­ ríkt hljóðfæri, það er hægt að spila á hann á mjög ólíkan hátt og með mismunandi nálgun.“ Óskar hefur verið atvinnumaður í tónlist síðan hann var sautján ára. „Það hefur stundum verið erfitt en um leið óskaplega gefandi. Það er líka upplifun að kynnast starfandi tónlistarmönnum, sem er athyglis­ vert og afar skemmtilegt fólk.“ n Vil vera frjáls og leitandi Ég er alltaf að læra, segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Move Kvartettinn skipa Óskar Guð- jónsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson kontrabassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari. + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Kolbrún Bergþórsdóttir Sunnudaginn 27. júní kl. 16 mun píanóleikarinn Hjörtur Ing vi Jóhannsson flytja eigin verk undir nafninu 24 myndir í Hallgríms­ kirkju í Saurbæ, Hvalfirði. Á þessum tónleikum spinnur Hjörtur á staðnum stuttar tón­ smíðar úr öllum tóntegundum, á píanó í ákveðinni röð, auk þess að flytja valin lög sem áður hafa komið út, sem hluta af verkefninu. n Hjörtur Ingvi í Saurbæ Hjörtur Ingvi flytur eigin verk. Kolbrún Bergþórsdóttir Á Sönghátíð í Hafnarborg í dag, laugardaginn 26. júní kl. 17, f lytur Schola Cantorum íslenska kórtón­ list undir stjórn Harðar Áskels­ sonar. Yfirskrift tónleikanna er Vina spegill. Á sunnudag, 27. júní kl. 17, eru tónleikarnir Íslensk kventónskáld á dagskrá Sönghátíðar. Björk Níels­ dóttir sópran, Erla Dóra Vogler mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó­ leikari, f lytja tónlist eftir Þórunni Guðmundsdóttur, Jórunni Viðar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Ingi­ björgu Bjarnadóttur, Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. n Söngur í Hafnarborg Hörður Áskelsson. 40 Menning 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.