Fréttablaðið - 26.06.2021, Síða 74
Samkomufrelsinu fegin ætlar
þungarokkssveitin Dimma
að fylgja sjöttu breiðskífu
sinni, Þögn, eftir með tón-
leikahaldi og takmarkalausu
stuði víða um land. Tilefnið
er enda ærið þar sem platan
rýfur fjögurra ára þögn og
Ingó Geirdal gítarleikari
fullyrðir að hún sé sú besta
hingað til.
„Dimma gaf síðast út plötuna Eld-
raunir 2017 þannig að það má segja
að við rjúfum þögnina núna með
þessari sjöttu breiðskífu okkar,“
segir gítarleikarinn Ingó Geirdal
um nýju plötuna, sem ber viðeig-
andi titil, Þögn.
Þögn er jafnframt fyrsta hljóð-
versskífa Dimmu síðan trommar-
inn Egill Örn Rafnsson fyllti skarð
Birgis Jónssonar, sem er f loginn á
braut og er nú skýjum ofar sem for-
stjóri f lugfélagsins Play.
„Það er bara nákvæmlega þann-
ig og Egill Örn kom mjög sterkur
inn í hljómsveitina síðla árs 2018.
Við erum allir búnir að þekkjast
í tuttugu ár eða svo og ég, Silli og
Stefán höfum allir spilað með Agli
á einhverjum tímapunkti þannig
að þetta small alveg saman strax á
fyrstu æfingu.
Aldrei verið betri
Við erum nú á því, svo ég segi það
bara alveg heiðarlega, að þetta sé
okkar besta plata til þessa. Ég er
ekkert að segja þetta bara vegna
þess að hún er nýjust eða neitt slíkt.
Þetta hljómar kannski hrokafullt
en ég er bara að segja það af ein-
lægni og heiðarleika. Þetta gekk
bara svo gríðarlega vel og hljóm-
sveitin er náttúrlega orðin sautján
ára gömul þannig að það væri nú
eitthvað skrýtið ef hún batnaði ekki
með árunum,“ segir Ingó og hlær.
„Það er bara okkar mat og margra
annarra að bandið hafi aldrei verið
betra en akkúrat núna og mér
finnst það heyrast og skila sér mjög
vel á plötunni og stór þáttur í því er
að við erum búnir að gera þetta svo
lengi og að við höfum gefið okkur
góðan tíma í þetta,“ heldur Ingó
áfram og einlægnin leynir sér ekki.
Dimma rís upp úr þögninni
Dimma er
skipuð Silla
bassaleikara,
Agli tromm-
ara, Stefáni
söngvara og
Ingó gítarleik-
ara, sem segir
bandið í topp-
formi eftir ára-
langa keyrslu.
„Við erum búnir
að vera alveg
meðvitaðir um
að þegar platan
kæmi út yrðu
menn að vera í
formi og erum
það allir núna.“
MYND/ ÓLÖF ERLA
EINARSDÓTTIR
Ingó í stuði með
Bubba 2015 en
er jafnvel hress-
ari nú, enda
bíta árin ekki á
þungarokkara.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Rauðvínsleginn vínill
„Já, já, já. Algjörlega,“ segir Ingó
aðspurður hvort Dimma hafi á síð-
ustu fjórum árum fundið vel fyrir
þrýstingi og eftirvæntingu þéttra
og traustra aðdáenda sveitarinnar
eftir nýju efni.
„Upphaflega stóð til að gefa plöt-
una út 2019 og svo 2020 en þetta
eru búnir að vera skrítnir tímar og
þetta tafðist allt en við náðum líka
að nýta okkur það til góðs með því
að gefa okkur meiri tíma við vinnslu
plötunnar. Bæði í upptökur og
hljóðblöndun.“
Þögn er að sjálfsögðu fáanleg
á helstu streymisveitum eins og
Spot ify en rokkhundarnir í Dimmu
eru af gamla skólanum og gefa því
vitaskuld einnig út á geisladiski og
vínil. „Við erum nefnilega mjög „old
school“ og höldum okkur bara við
það,“ segir Ingó og hlær.
„Það er svo mikið af fólki sem
hlustar á Dimmu sem er að safna
plötunum þannig að hún er komin
út í glæsilegum geisladiskapakka
með 20 blaðsíðna bæklingi með
myndum og öllum textum. Og svo
er hún aðeins pressuð í 300 ein-
tökum á rauðvínslitaðan vínil sem
er væntanlegur núna um miðjan
júlí,“ segir Ingó og lætur fljóta með
að drjúgur hluti upplagsins sé þegar
uppseldur í forsölu á Plötubúðin.is.
„Þess vegna erum við að leggja
mikið í þetta. Ólöf Erla Einarsdóttir,
grafískur hönnuður hjá Svart, hefur
gert öll umslög fyrir okkur frá og
með Vélráðum sem kom út 2014.
Það eru nú flestir sammála um að
umslagið á Þögn sé okkar besta
hingað til og hún á allan heiðurinn
af því.“
Ótakmarkað stuð
Dimma ætlar að fylgja Þögn eftir
með tónleikaferð víða um land í
sumar og haust sem nær hápunkti
með útgáfutónleikum í Eldborgar-
sal Hörpu föstudaginn 8. október.
„Heldur betur. Algjörlega,“ segir
Ingó þegar hann er spurður hvort
mannskapurinn bíði ekki óþreyju-
fullur eftir því að komast á svið
og rokka feitt fyrir almennilegan
áhorfendaskara eftir margra mán-
aða takmarkanir.
„Við erum nýbyrjaðir að geta
spilað aftur en höfum þó verið að
spila við þessar takmarkanir sem nú
er búið að aflétta og það má eigin-
lega segja að með útgáfutónleik-
unum munum við ekki bara fagna
plötunni heldur líka nýjum tímum,“
segir Ingó og hlær við tilhugsunina
um takmarkalaust stuð.
Bandið fer að hugsa sér til hreyf-
ings í næsta mánuði en fer, eins
og önnur allt öðruvísi hljómsveit
íslensk, hljóðlega af stað. „Við verð-
um á ferðinni í júlí en ætlum ekkert
að mjólka þetta algjörlega í sumar
og dreifum þessu á haustið líka. Við
munum halda nokkra svona smærri
útgáfutónleika úti á landi, meðal
annars á Græna hattinum á Akur-
eyri og í Valaskjálf á Egilsstöðum,
þannig að við verðum í toppformi á
stóru útgáfutónleikunum í Eldborg
8. október.
Hávær upprisa
Dimma ætlar að spila Þögn eins og
hún leggur sig á stóru tónleikunum.
„Eftir hlé munum við svo leika öll
okkar vinsælustu og þekktustu lög
þegar eldri sleggjur verða teknar.
„Það verður öllu tjaldað til og við
höfum nú ekki verið þekktir fyrir að
spara mikið þegar við höfum verið
að halda þessa útgáfutónleika okkar
þannig að þetta verður mikið sjónar-
spil sem við erum að leggja drögin að
núna.“
Dimma er ekki heldur beinlínis
þekkt fyrir þögn þannig að titill
plötunnar virðist vera í einhvers
konar þversögn við innihaldið. „Já,
það má kannski segja það, en þrjár
síðustu plöturnar, Myrkraverk, Vél-
ráð og Eldraunir, mynda eiginlega
ákveðinn þríleik þar sem umfjöll-
unarefnið er allt svona frekar myrkt
og drungalegt,“ segir Ingó.
„En á Þögn kveður svolítið við
nýjan tón og þema plötunnar er eig-
inlega upprisa og kviknaði svolítið út
frá því að Þögn var fyrsta lagið sem
var samið fyrir plötuna og upprisan
hefst oft með því að rjúfa þögnina.“ ■
Það er bara
okkar mat
og margra
annarra að
bandið
hafi aldrei
verið betra
en akkúrat
núna og
mér finnst
það heyr-
ast og skila
sér mjög
vel á plöt-
unni.
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn
@frettabladid.is
46 Lífið 26. júní 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ