Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 5

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 5
Úr dómabók Kjaradóms Ár 1963, miðvikudaginn 3. júlí, var Kjaradóm- ur settur og haldinn af hinum reglulegu dóm- endum, í hýbýlum dómsins að Laugavegi 18, hér í borg. Tekið var fyrir kjaradómsmálið nr. 1/1963. Kjararáð fyrir hönd starfsmanna ríkisins gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og í því kveðinn upp svohljóðandi d ó m u r : Mál þetta, sem rekið hefir verið samkvæmt ákvæðum IV. kafla laga nr. 55 frá 28. apríl 1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, var þingfest fyrir Kjaradómi hinn 24. april s. 1., en tekið til dóms eftir flutning 'hinn 28. f. m. Samkvæmt ákvæðum 3. tl. 2. mgr. 29. gr. laga nr. 55/1962 skyldi Kjaradómur hafa tekið mál þetta til meðferðar hinn 1. marz 1963, en með bréfum fjármálaráðherra til dómsins dags. 24. febrúar, 14. marz, 30. marz og 16. apríl þ. á., frestaði hann, með heimild í 29. gr. laganna fyr- irtöku málsins til 24. apríl s. 1., en þann dag var málið þingfest, svo sem áður greinir. Samkvæmt ákvæðum 3. tl. 2. mgr. 29. gr. lag- anna skyldi dómurinn hafa lokið störfum 1. júlí 1963, en með bréfi fjármálaráðherra dags. 29. f. Fl. Byrjunar- Kaup á Kaup 2. ári 1. 4800 2. 5050 3. 5330 5620 4. 5620 5930 5. 5930 6260 6. 6260 6600 7. 6600 6960 8. 6960 7350 9. 7350 7750 10. 7750 8180 11. 8180 8630 12. 8630 9100 13. 9100 9600 14. 9600 10130 15. 10130 10690 16. 10690 11270 m., færði hann tímamark þetta til 4. júlí 1963. Aðilar hafa fengið fresti til að gera kröfur, rita greinargerðir og koma að gögnum. Hafa þeir ritað tvær greinargerðir hvor. Þá hefur dómur- inn kvatt aðila á sinn fund, lagt fyrir þá spurn- ingar og rætt málið við þá. Aðilar hafa lýst því yfir, að samkomulag hafi orðið um það, að launaflokkar ríkisstarfsmanna skyldu vera 28. Skyldu lægst laun vera greidd í fyrsta flokki, en hæst í 28. flokki. Þá hafa aðil- ar lýst því yfir, að þeir hafi orðið sammála um, hversu skipa skyldi ríkisstarfsmönnum í fyrr- greindum 28 launaflokka. I. í málinu, eins og það hefur verið lagt fyrir Kjaradóm, hefir Kjararáð vegna starfsmanna ríkisins, hér eftir nefndur sóknaraðili, haft uppi þessar kröfur: I. Laun: Mánaðarkaup starfsmanna ríkisins verði ákveðið í samræmi við launastiga, sem sam- þykktur var á fundi Kjararáðs 8. apríl 1963, svo- felldur: Kaup á Kaup á Eftir Eftin 3. ári 4. ári 10 ár 15 ár 5930 6260 / 6600 6960 6260 6600 6960 7350 6600 6960 7350 7750 6960 7350 7750 8180 7350 7750 8180 8630 7750 8180 8630 9100 8180 8630 9100 9600 8630 9100 9600 10130 9100 9600 10130 10690 9600 10130 10690 11270 10130 10690 11270 11890 10690 11270 11890 12550 11270 11890 12550 13240 11890 12550 13240 13970 ÁSGARÐUR 5

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.