Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Blaðsíða 7
Séu kennslustundir lengri eða skemmri en hér greinir, breytist vikuleg kennslu- skylda sem því nemur. Kf starfstími kennara er ekki samfelldur, skal reikna biðtíma sem vinnutíma. Kennsluskylda skólastjóra haldist óbreytt frá því sem nú er. Kennsluskylda söngkennara í barna- og gagnfræðaskólum og kennara afbrigðilegra barna sé 4á af kennsluskyldu almennra kennara. 5. gr. Vinnutími skal haldast óbreyttur hjá þeim, sem nú kunna að hafa skemmri vikulegan vinnu- tíma en hér er tiltekinn að framan. Vinnutími starfsmanns skal vera samfelldur. Breytingar og frávik frá vinnutíma þeim, er samningur þessi ákveður, er því aðeins heimilt að gera, að til komi samþykki viðkomandi starfs- mannafélags. 6. gr. Dagvinna telst á tímabilinu kl. 8—17 alla virka daga nema laugardaga, þá telst hún kl. 8—12. Á öðrum tímum telst yfirvinna, sem skiptist í eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. Eftirvinna telst kl. 17—19 eða fyrstu tvær vinnustundirnar eftir að fastri dagvinnu eða vinnuvöku lýkur á virkum dögum öðrum en laugardögum. Næturvinna telst kl. 19—8 alla daga. Helgidagavinna telst frá kl. 13 á laugardögum, alla helgidaga íslenzku þjóðkirkjunnar, laugar- dag fyrir páska, fyrsta sumardag, 1. maí, 17. júní og á frídegi verzlunarmanna. Enn fremur telst helgidagavinna frá kl. 13 aðfangadag jóla, gamlársdag og 1. desember beri þá upp á virka daga. 7. gr. Matartímar skulu vera sem hér segir: Kl. 12— 13, kl. 19—20 og kl. 3—4, og teljast þeir ekki til hins daglega vinnutíma. Kaffitímar teljast til vinnutíma og skulu hjá þeim, sem hafa 40 stunda vinnuviku eða hafa lengri vinnuvöku en 6 klst. í senn, vera tvisvar í hinum daglega starfstíma, 20 mínútur í hvort sinn. Hjá þeim, er hafa skemmri vinnuviku, sé í hinum daglega starfstíma einn kaffitími, 20 mín- útur. Sé unnin yfirvinna, skal vera kaffitími, 15 mín., þegar dagvinnu lýkur, en að öðru leyti séu kaffitímar í yfirvinnu í sama hlutfalli og í hin- um daglega vinnutíma. Heimilt er að fella niður kaffitíma og stytta matartíma með samkomulagi forstöðumanns og starfsfólks á vinnustaðnum, staðfestu af við- komandi starfsmannafélagi. Lýkur þá daglegum starfstíma þeim mun fyrr (sbr. þó 8. gr.). 8. gr. Yfirvinnu skal greiða með álagi á dagvinnu- tímakaup þannig: að á eftirvinnutíma greiðist 60% álag, en unnir nætur- og helgidagatímar svo og matartímar greiðist með 100% álagi. Dagvinnutímakaup starfsmanns skal fundið með því að deila með tölunni 1800 í hæsta árs- kaup viðkomandi launaflokks. Dagvinnutímakaup kennara skal finna á sama hátt, með því að deila í hæsta árskaup hans með árlegum kennslustundafjölda. Yfirvinna skal greidd í einu lagi eftir á fyrir hvern mánuð. Greiða skal 6% orlofsfé af öllu yfirvinnukaupi. 9. gr. Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem er ekki í beinu framhaldi af daglegum vinnu- tíma hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir a. m. k. 4. klst. (Þó greiðist aðeins fyrir 2 klst. ef vinnukvaðning reynist óþörf). Hafi starfsmaður unnið að næturlagi og vinn- ur síðan áfram aukavinnu, þá ber honum nætur- vinnukaup. Nú hefur maður unnið næturvinnu, en heldur áfram vinnu á föstum dagvinnutíma sínum og ber honum þá næturvinnuálag fyrir þann tíma. Yfirvinnukaup skal greitt kennurum, sem vinna utan hins daglega starfstíma skóla, sem er ákveð- inn í erindisbréfi fyrir kennara útg. 1. júní 1962, og eins þótt þeir hafi ekki þá lokið vikulegri kennsluskyldu sinni. Einnig fyrir þá tíma, sem kennari vinnur umfram vikulega kennsluskyldu sína, eins þótt unnið sé á daglegum starfstíma skólans. Sama gildir um biðtíma utan daglegs starfstíma skóla. Skylt er starfsmönnum undir 55 ára aldri að vinna yfirvinnu, sem yfirboðarar telja nauðsyn- lega. Þó er engum starfsmönnum, öðrum en þeim, sem gegna öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu á mánuði hverjum en 25 stundir, og ekki meira en 250 stundir yfir árið. (Yfirvinnu- skylda póstmanna haldist þó óbreytt frá því, sem verið hefur). ÁSGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.