Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 8
10. gr. Þar sem unnið er á reglubundnum vinnuvök- um (vaktavinna) skal varðskrá, er sýni vinnu- tíma hvers starfsmanns, samin fyrirfram fyrir a. m. k. einn mánuð í senn. Þeir starfsmenn, sem eiga vinnuvöku á sunnudegi, eiga rétt á frídegi í sömu viku þannig, að næturhvíld komi jafnan fyrir og eftir frídaginn, eða eigi minna en 40 klst. samfleytt. Hámarkslengd vinnuvöku sé ekki meiri en 9 klst. og skulu líða minnst 9 klst. til næstu vinnu- vöku. Ekki skal kveðja starfsmann til starfs eftir fulla næturvöku fyrr en að liðnum 30 klst. Fyrir vinnuvöku á helgidögum, öðrum en sunnudögum, og á öðrum almennum frídögum komi tveir frídagar, eða greiðsla með helgi- dagakaupi. Næturvörzluskylda hvíli ekki á starfsmönnum yfir fimmtugt. Breytingar frá þessum ákvæðum eru aðeins heimilar með samkomulagi við viðkomandi starfsmannafélög. 11. gr. Þar sem reglubundnar vinnuvökur eru, skal greitt sérstaklega fyrir hverja klukkustund fasta vinnutímans, sem fellur utan dagvinnutímans, og skulu þær greiðslur vera sem hér segir: Fyrir tímabilið kl. 17—19 virka daga nema laugardaga greiðist: Starfsmönnum í 9. flokki og þar fyrir neðan kr. 22.00 á klst. starfsmönnum í 10.—16. launaflokki kr. 52.00 á klst. og starfsmönnum í 17. launaflokki og þar yfir kr. 28.00 á klst. A tímabilinu kl. 19—8, eftir kl. 12 á laugar- dögum, á helgidögum þjóðkirkjunnar og almenn- um frídögum greiðist: Starfsmönnum í 9. launaflokki og þar fyrir neðan kr. 37.00 á klst. starfsmönnum í 10.—16. launaflokki kr. 42.00 á klst. og starfsmönnum í 17. launaflokki og þar yfir kr. 47.00 á klst. Greiðslur þessar teljast hluti af föstum laun- um starfsmanns og séu iðgjaldsskyldar til lífeyr- issjóðs. 12. gr. Fyrir hverjar 3 klst. á gæzluvakt (bakvakt) komi einnar klst. frí, eðá greiðsla, sem þeim tíma nemur miðað við dagvinnukaup. Fyrir gæzluvakt eftir hádegi á laugardögum, á helgidögum Þjóðkirkjunnar og almennum frí- dögum greiðist til viðbótar þessu % hluti af aukagreiðslum fyrir staðnar vinnuvökur. Sé starfsmaður á gæzluvakt kallaður til starfa, fær hann greitt fyrir þann tíma yfirvinnukaup. 13. gr. Arslaun kennara eru miðuð við 9 mánaða kennslutíma minnst, en lækka um þfo heildar- launa fyrir hvern mánuð, sem kennslutíminn er skemmri. Laun skólastjóra og kennara við gagnfræða- skóla og aðra framhaldsskóla og skólastjóra barnaskóla er starfa í 8 mánuði, skal miða við 9 mánaða starf í 7 mánuði, skal miða við 8 mánaða starf í 6 mánuði, skal miða við 7 mánaða starf. Eigi skal þessi lenging tímans, sem laun eru miðuð við, hafa áhrif á daglega (vikulega) kennsluskyldu kennara frá því, sem nú er, en tilkall á skólinn til starfa kennara fyrir og eftir hinn árlega reglulega kennslutíma, sem þessari lengingu tímans nemur, ef þörf krefur. 14. gr. Menntamálaráðuneytið ákveði í samráði við fjármálaráðuneytið og B. S. R. B. sérstaka þókn- un þeim skólastjórum, sem hafa á hendi stjórn í tví- eða þrískipuðum skólum. 15. gr. Ríkisstarfsmenn, sem veita forstöðu ríkisstofn- un, eða hafa þá aðstöðu að ákveða sjálfir hvort yfirvinna skuli unnin, eiga ekki rétt til yfir- vinnukaups samkv. ákvæðum 8. greinar. Undantekningar frá ákvæðum þessum má þó gera, þegar sérstaklega stendur á, enda komi samþykki hlutaðeigandi ráðuneytis til. Aðilar kjarasamnings skulu semja um greiðslu fyrir yfirvinnu þessara starfsmanna, ef henta þykir að víkja frá ákvæðum samnings þessa. 16. gr. Þegar aldurshækkanir eru ákveðnar, skal taka tillit til starfsaldurs hlutaðeigandi starfsmanns við sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. Skólastjórar skulu þegar taka hámarkslaun. Þá segir svo í bréfi sóknaraðila til dómsins, dags. 26. f. m.: „Að undanförnu hafa ýmis stéttarfélög samið við atvinnurekendur um 714% kauphækkun. Þar sem mörg félög hafa þó ekki ennþá náð 8 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.