Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 11
hinum daglega starfstíma einn kaffitími, 20 mín.,
þó ekki á laugardögum.
Sé unnin næturvinna, skulu kaffitímar vera í
sem næst sama hlutfalli og í hinum daglega
vinnutíma.
Þeir starfsmenn, sem vinna á reglubundnum
vinnuvökum, hafa ekki sérstaka matar- eða kaffi-
tíma, nema tíðkazt hafi til þessa.
Heimilt er að fella niður kaffitíma og stytta
matartíma með samkomulagi forstöðumanns og
starfsfólks á vinnustaðnum, staðfestu af við-
komandi starfsmannafélagi og fjármálaráðuneyt-
inu. Lýkur þá daglegum vinnutíma þeim mun
fyrr.
11. gr.
Frídagar eru helgidagar þjóðkirkjunnar, sum-
ardagurinn fyrsti og 17. júní. Enn fremur 1. maí,
aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13,
beri þá upp á virka daga. Einnig fyrsti mánudag-
ur í ágúst (frídagur verzlunarmanna) hjá þeim,
sem vinna skrifstofustörf, verzlunarstörf og önn-
ur hliðstæð störf. Þá telst og 1. maí frídagur frá
morgni hjá þeim starfsstéttum, sem eigi njóta frís
1. mánudag í ágúst.
12. gr.
Yfirvinna telst sú vinna, sem unnin er um-
fram tilskilinn venjulegan vinnutíma .
Yfirvinna skiptist í eftirvinnu, næturvinnu og
helgidagavinnu.
Eftirvinna telst fyrstu tvær vinnustundirnar
eftir að tilskldum venjulegum vinnu- eða vöku-
tíma lýkur, þó ekki á tímabilinu kl. 19—8.
Næturvinna telst frá lokum eftirvinnutímabils
til byrjunar næsta venjulegs vinnutímabils.
Helgidagavinna telst sú yfirvinna, sem unnin
er frá kl. 13 á laugardegi til kl. 8 á mánudags-
morgni og á frídögum öðrum en sunnudögum,
sbr. 11. gr.
13. gr.
Yfirvinnu skal greiða með álagi á dagvinnu-
tímakaup. Eftirvinna, svo og matartímar á tíma-
bilinu kl. 8—19, sem unnir eru, greiðist með 60%
álagi á dagvinnutímakaup, en unnir nætur- og
helgdagatímar greiðist með 100% álagi.
Dagvinnutímakaup starfsmanns finnst með
því að deila með tölunni 1800 í árslaun viðkom-
andi launaflokks miðað við 3ja ára starfsaldur.
Yfirvinna skal greidd í einu lagi eftir á fyrir
hvern mánuð.
14. gr.
Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu, sem
ekki er í beinu framhaldi af daglegum vinnu-
tíma hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir a. m.
k. 2 klst., nema reglulegur vinnutími hans hefj-
ist innan 2ja klst. frá því að hann kom til vinnu.
Þó greiðist aðeins fyrir 1 klst. ef vinnukvaðning
reynist óþörf.
Nú hefur maður unnið a. m. k. 8 klst. í nætur-
vinnu og heldur áfram í föstum vinnutíma sín-
um og ber honum þá næturvinnuálag fyrir þann
tíma.
A skyldukennslu, sem fastur kennari innir af
hendi eftir að daglegum starfstíma skóla lýkur,
greiðist eftirvinnuálag, þ. e. 60% af tímakaupi
starfsmanna í viðkomandi launaflokki fyrir
hverja kennslustund. Alag þetta greiðist ekki
kennurum í skólanum, þar sem tíðkast hefur að
kennsla fari aðallega fram eftir venjulegan starfs-
tíma skóla.
Kennslustundir, sem fastur kennari kennir um-
fram skyldu, greiðast með dagvinnukaupi í við-
komandi launaflokki að viðbættum 25%, nema
kennslustund hefjist síðar en kl. 16.30 þá greið-
ist eftirvinnukaup, ein klst. fyrir hverja kennslu-
stund.
Verði eyða í daglegum, samfelldum starfstíma
kennara, skal greiða fyrir hverja kennslustund
í slíkri eyðu upphæð, er nemur (4 dagvinnutíma-
kaups. Eyða, sem fellur upp að matmálstíma
greiðist þó ekki.
15. gr.
Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu, sem
yfirboðarar telja nauðsynlega. Þó er engum
starfsmanni, öðrum en þeim, sem gegna örygg-
isþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í
viku hverri en nemur þriðjungi af tilskildum,
vikulegum vinnutíma. Yfirvinnuskylda póst-
manna haldst óbreytt frá því, sem verið hefur.
16. gr.
Þar sem vaktavinna er unnin, skal helgidaga-
varðskrá samin fyrir eigi skemmri tíma en einn
mánuð í senn, og helgidagavinna skiptast sem
jafnast niður á starfsmenn.
Núgldandi sérreglur um varðskrár skulu hald-
ast óbreyttar.
17. gr.
Þeir, sem vinna á reglubundnum vinnuvökurrr,
skulu fá 33% álag á þann hluta launa, sem
ÁSGARÐUR 11