Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 14

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 14
ákvæðum 4. tl. 2. mgr. 29. gr. laganna, frá 1. júlí 1963 til ársloka 1965. Samkv. lögum nr. 97/1962 gildir dómurinn þó, að því er sjúkrahús- lækna varðar, frá 1. ágúst 1962 til ársloka 1965. IV. Kjaradómur hefur kynnt sér framlögð sókn- ar- og varnargögn aðila og kallað fyrirsvars- menn þeirra fyrir sig til að svara spurningum, er dómurinn hefur talið rétt að leggja fyrir þá til skýringar málinu og þá fyrst og fremst um þau atriði, er dóminum ber samkvæmt 20. gr. laganna m. a. að hafa hliðsjón af. Kjaradómur sjálfur hefur einnig eftir föngum aflað sér gagna og upplýsinga í samræmi við ákvæði 18. greinar laganna. Þá hefur Kjaradómur sérstaklega talið þörf á að afla gagna og uppiýsinga um, hver séu raunveruleg laun opinberra starfsmanna, ein- staklinga og/eða hópa, og í hvaða mynd þau séu greidd, hver sé raunveruleg launabyrði ríkisins nú og í hvaða mynd. Gagna og upplýsinga um þessi efni hefur dóm- inum reynzt torvelt að afla á þeim skamma tíma, sem hann hefur haft til umráða, en telur þó á grundvelli þeirra takmörkuðu upplýsinga, er að- ilar hafa aflað og dómurinn sjálfur, að Ijóst sé, að auk fastra launa, njóti ýmsir ríkisstarfsmenn viðbótartekna frá ríkinu, auk greiðslna fyrir venjulega yfir- og aukavinnu. Ennfremur er ljóst, að launabætur þessar koma misjafnt niður og ná ekki til allra starfsmanna. Ekki er ljóst, að hve miklu leyti þessar launabætur muni nið- ur falla með breytingum á launakerfi ríkisins. Kjaradómur getur ekki kveðið á um þetta atriði enda hlýtur framkvæmd öll í þessu efni að hvíla á framkvæmdavaldinu. Þá hefur dómurinn, að því leyti, sem kostur er á, gert sér grein fyrir fyrirkomulagi launa- mála opinberra starfsmanna í nágrannalöndun- um, að því leyti sem slíkt er sambærilegt, en vegna mismunandi þjóðfélagshátta i hverju landi, er erfitt að draga traustar ályktanir af slíkum samanburði. Viðfangsefni Kjaradóms almennt falla í þrjá meginflokka: 1. Fjöldi launaflokka og skipting starfsmanna í þá. 2. Föst laun í hverjum launaflokki. 3. Vinnutími, yfirvinnugreiðslur og önnur starfskjör. Um fyrsta viðfangsefnið liggur fyrir samkomu- lag málsaðila um fjölda launaflokka og röðun starfsmanna í þá, og leggur dómurinn það sam- komulag til grundvallar og miðar við það í dóm- inum. Varðandi upphæð fastra launa eru báðir aðil- ar sammála um, að nauðsyn beri til að auka launamismun milli flokka til að tryggja, að ríkið eigi kost hæfra starfsmanna og sé um það sam- keppnisfært einkarekstrinum. Dómurinn er þeirrar skoðunar, að nauðsyn sé verulegrar hækkunar á launum rikisstarfsmanna, ef leið- rétta á það misræmi, sem orðið er og tryggja þeim viðunandi launakjör með tilliti til þeirra laun- þega, er vinna sambærileg störf hjá einkaaðil- um. Þessi launahækkun hlýtur að verða mest í efri launaflokkunum bæði vegna samanburðar við launakjör í einkarekstri og þeirrar mennt- unar og ábyrgðar, sem störf í þessum flokkum krefjast. Við ákvörðun launa ríkisstarfsmanna hefur Kjaradómur haft til hliðsjónar launakjör sam- kvæmt gildandi kjarasamningum, þ. á. m. þær breytingar, sem almennt hafa orðið á þeim nú nýverið, er margir hópar launþega fengu hækkuð laun sín um 7,5%. Varðandi samræmingu kjara ríkisstarfsmanna og annarra launþega hefur dóm- urinn einnig litið til þess, að atvinnuöryggi rík- isstarfsmanna er meira en launþega í einka- rekstri, og þeir njóta auk þess ýmissa réttinda og hlunninda umfram aðra launþega. Samræm- ing sú á launum ríkisstarfsmanna og annarra, sem að er stefnt, takmarkast einnig að nokkru af þeirri launaflokkun, sem liggur dóminum til grundvallar, en hún bindur að verulegu leyti launahlutföllin á milli einstakra starfshópa. A móti þeirri leiðréttingu, sem dómurinn telur nauðsynlega og réttláta á launakjörum ríkis- starfsmanna, hefur hann reynt að meta áhrif hennar á afkomu þjóðarbúsins, þ. á. m. á fjárhag ríkissjóðs. Er í þessu sambandi rétt að benda á, að á móti hækkun fastra launa virðist geta kom- ið verulegur sparnaður útgjalda með niðurfell- ingu annarra greiðslna, hagkvæmari rekstri vegna betri aðstöðu til að fá hæft starfslið og með fastari framkvæmd um skipun manna í launaflokka. Að því er varðar þriðja flokk viðfangsefna dómsins, vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu og önn- ur starfskjör, hefur dómurinn talið rétt að líta fyrst til þeirra reglna, sem um þetta hafa gilt til þessa. Þó hefur hann ákveðið ýmsar breytingar starfsmönnum til hagsbóta og hefur þá eink- 14 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.