Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Side 23
Kjaradómur kveður upp dóm sinn 3. júlí 1963:
Frá vinstri: Svavar Pálsson (endurskoðandi), Eyjólíur Jónsson (skrifstofustjóri), Sveinbjörn
Jónsson (hsestaréttarlögmaður), Benedikt Sigurjónsson (hæstaréttarlögmaður) og Jóhannes Nor-
dal (bankastjóri). (Ljósm. Ari Kárason).
II.
Eftirfarandi reglur skulu gilda um vinnutíma
ríkisstarfsmanna, yfirvinnu, yfirvinnukaup og
önnur kjör, er hér skipta máli.
1. grein
Vikulegur starfstími starfsmanna ríkisins, sem
hin föstu laun eru greidd fyrir, skal vera sem
hér segir:
A. 48 stundir.
Verkstjórar og verkamenn við hvers konar úti-
vinnu, starfsmenn á ríkisbúum, ráðsmenn og
ráðskonur, fólk við eldhússtörf, bifreiðastjórar
og þeir, sem vinna á reglúbundnum vinnuvök-
um og ekki eru taldir annars staðar.
B. 44 stundir.
Lögreglumenn, fangaverðir, tollverðir, slökkvi-
liðsmenn, hjúkrunarfólk, aðstoðarfólk við hjúkr-
un, starfsmenn ó verkstaeðum, við birgðavörzlu,
vöruafgreiðslu, iðnað og iðjustörf, vélgæzlu og
önnur hhðstæð störf.
C. 38 stundir.
Starfsmenn á skrifstofum. teiknistofum, rann-
sóknarstofum, eftirlitsstofnunum, söfnum og aðr-
ir, sem hliðstæð störf stunda.
D. 36 stundir.
Sjúkrahúslæknar, sjúkraþjálfarar, starfsfólk
við röntgen eða geislavirk efni. Ennfremur eftir-
taldir starfsmenn, er vinna á reglubundnum
vinnuvökum: Talsímamenn, símritarar, loft-
skeytamenn, veðurfræðingar, flugumferðarstjór-
ar og aðrir, er hliðstæð störf stunda.
E. Kennarar
1. Barnaskólakennarar: allt að 36 kennslu-
stundir er fækki í 30 stundir ó því skólaári, sem
kennari verður 55 ára og í 24 stundir, þegar hann
verður sextugur. Lengd hverrar kennslustundar
skal vera 40 mínútur.
2. Gagnfræ'ðaskólakennarar, húsmæðraskóla-
kennarar, iðnskólakennarar: allt að 30 kennslu-
stundir, er fækki í 25 stundir, er kennari verður
ÁSGARÐUR 23
A