Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 24

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.07.1963, Síða 24
55 ára og 20 stundir, þegar hann verður sextug- ur. Lengd kennslustundar skal vera 45 mínútur. 3. Stýrimanna- og vélskólakennarar: allt að 27 kennslustundir vikulega, er fækki í 22 stund- ir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er kennari verður sextugur. Lengd hverrar kennslu- skal vera 45 mínútur. 4. Menntaskólakennarar, kennaraskólakenn- arar og kennarar sérgreinaskóla fyrir kennara- efni: 24—27 kennslustundir, er fækki í 22 stund- ir, er kennari verður 55 ára og 17 stundir, er kennari verður sextugur. Lengd hverrar kennslu- stundar skal vera 45 mínútur. Kennsluskylda söngkennara í barnaskólum og gagnfræðaskólum og kennara afbrigðilegra barna skal vera % af kennsluskyldu almennra kennara. Kennsluskylda annarra kennara, svo og skóla- stjóra, haldist óbreytt frá því, sem nú er. Sé hver kennslustund lengri eða skemmri en hér er fram tekið, skal vikuleg kennsluskylda breytast í hlutfalli við það. Kennurum er skylt að hafa umsjón með nem- endum í stundahléum eftir nánari ákvörðun skólastjóra og kennarafundar. 2. grein. Um daglegan vinnutíma skulu gilda þessi ákvæði: 1. 48 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 18,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. 2. 44 stunda vinnuvika skal unnin á tíman- um frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. 3. 38 stunda vinnuvika skal unnin á tímanum frá kl. 9,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 9,00 til kl. 12,00 4. 36 stunda vinnuvika og skemmri skal unn- in á tímanum frá kl. 8,00 til kl. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 17,00 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 8,00 til kl. 12,00. Um það, hvenær starfstími hefjist, skal ákveða í samráði við starfsmennina með samþykki við- komandi starfsmannafélags. Heimilt er að haga vinnudegi með öðrum hætti en að framan greinir, ef aðilar eru um það sam- mála. A tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert er heimilt, með samkomulagi forstöðu- manna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna, að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dagvinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum. 3. grein. Eigi skulu ákvæði þau, er að framan getur, valda því, að daglegur vinnutími nokkurs starfs- manns lengist frá því, sem nú er. Þær starfsstéttir og starfsmenn, sem ákvæði 1. og 2. gr. taka ekki til, skulu halda þeim vinnu- tíma, sem verið hefur hingað til. 4. grein. Vinnutími starfsmanna skal vera samfelldur eftir því, sem við verður komið vegna eðhs starfs- ins. Verði eyða í daglegum, samfelldum starfs- tíma kennara, skal greiða fyrir hverja kennslu- stund í slíkri eyðu, laun, er nemi Vi hluta dag- vinnukaups samkv. 8. gr. Breytingar og frávik frá þeim vinnutíma, sem hér er ákveðinn, skulu því aðeins gerð, að sam- þykki viðkomandi starfsmannafélags liggi fyrir. 5. grein. Matartímar skulu, eftir því sem við verður komið, vera frá kl. 12,00 til kl. 13,00. kl. 19,00 til kl. 20,00 og kl. 3,00 til kl. 4.00, og teljast þeir eigi til venjulegs vinnutíma. Kaffitímar teljast til venjulegs vinnutíma, og skulu þeir hjá þeim, er hafa 48 og 44 stunda vinnuviku vera tvisvar á dag miðað við venju- legan vinnutíma, 20 mínútur í hvert sinn, þó eigi nema einu sinni á laugardögum. Hjá þeim er skemmri vinnuviku hafa, er á hinum fasta daglega vinnutíma einn kaffitími, 20 mínútur, þó ekki á laugardögum. I næturvinnu og helgidagavinnu skulu kaffi- tímar vera í sama hlutfalli og á hinum daglega vinnutíma. Þeir, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum, skulu ekki fá sérstaklega matar- eða kaffitíma, nema tíðkast hafi til þessa. Heimilt er að fella niður kaffitíma og stytta matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanns viðkomandi stofnunar og starfsmanna, enda sé slíkt samþykkt af viðkomandi starfsmannafélagi. 6. grein. Frídagar eru allir helgidagar Þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti og 17. júní. Ennfremur að- fangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13,00 beri þá upp á virkan dag, svo og eftirtaldir dag- 24 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.